Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 20
4. hluti Hetmar ketgaraltsa tign Það sem á undan er geng-ið: Við erum stödd í Vín, árið 1860. Milly Stubel er ung dans- mær. Móðir hennar hefur vínstofu, þar sem byltingarsinnar hittast. Forsprakki þeirra er Ernö Buday, en hann er ástfanginn af Milly. Milly er boðið í samkvæmi hjá málaranum fræga, Hans Makart, þar sem Fabbri barón, yfirmaður leynilögreglunnar, lokkar hana afsíðis, en á síðustu stund er henni bjargað úr klóm hans. Það var ungur maður, sem kallar sig Jóhann Orth, og segist vera tón- skáld, en sem í raun og veru er erkihertog- inn Jóhann Salvator, sem kallaður er Gi- anni. Hann er frændi krónprinsins, og þeir eru miklir vinir. Þeir hafa gert með sér samning um að ná Ungverjalandi undan keis- aradæminu og gera það að sjálfstæðu kon- ungsríki, þar sem Rudolf krónprins á að vera kóngur. Krónprinsinn er óhamingjusamur í hjónabandi sínu, og elskar Mariu Vetsera, barónsfrú, og nú hefur keisarinn ákveðið að Jóhann Salvator eigi að kvænast spánskri prinsessu, Piu Maríu. En erkihertoginn er ástfanginn af Milly, og hún af honum, án þess hún viti hver hann er. En svo sér hún hann í einum hirðvagninum, og veit að hann hefur skrökvað að henni. Hún heyrir bylt- ingarmennina í vínstofu móður sinnar leggja á ráðin að myrða hann. Hún bjargar honum á síðustu stundu, en lætur hann vita að hún geti ekki haft neitt samband við hann fram- vegis. Kvöldið eftir bíður hann hennar fyrir ut- an leikhúsið. . . . Ég verð að tala við þig, Milly . . . hvísl- aði Gianni. Ballettstúlkurnar streymdu út úr leikhúsinu, og horfðu forvitnislega á svart- klædda manninn. — Komdu, ég bið þig! — Nei, láttu mig vera. . Hún reif sig af honum. Við erum skilin að skiptum! - Kannske þú, — ekki ég, það er langt frá því. Milly, vertu nú skynsöm. Þú verður að hlusta á mig. É’g vil ekki heyra neitt, stundi hún. Það kvaldi hana að vera svona nálægt honum. Hún elskaði hann, elskaði hann meira en nokkru sinni áður.... — Ég veit hvað þú ætlar að segja, en það er of seint. . . . Þú veizt ekki neitt! Getur ekki vitað neitt. . . . Hann dró hana með sér inn í dimma hliðargötu. Aðeins hálftíma, Milly. Á eftir geturðu gert það sem þú vilt. Hlust- aðu bara á mig fyrst. .. . Hún hafði ekki tekið eftir svarta vagnin- um. Jóhann Salvator reif upp dyrnar og á næsta augnabliki sat hún í vagninum við hlið hans. Hestarnir lögðu strax af stað. Gianni, stundi hún í öngum sínum og fleygði sér um háls hans. — Þetta getur ekki gengið svona. Þetta er brjálæði. . . . Hún leitaði eftir munni hans, — andlit hennar var vott af tárum. Hún jafnaði sig bráðlega. Þau fóru til íbúðar einkaritarans, eins og svo oft áður. Gianni hélt um hendur Millyar. Það var óumræðileg blíða í gráu augunum. - Milly, það er rétt að ég sagði ekki satt. Ef þú veizt allt, eins og þú segir, þá hlýtur þú lika að vita hvers vegna ég gerði það. Vegna þess að ég vildi ekki missa þig. Vegna þess að ég elska þig svo heitt, Milly. Hún leit undan, hún þoldi ekki augnaráð hans. — Ef þú elskar mig raunverulega, þá er það ennþá verra. Ef ást okkar á enga framtíð, þá verðum við sífellt að vera í fel- um, sagði hún með vonleysisróm. — Ég get ekki orðið kona þín, ég yrði ekkert annað en frilla, Gianni. Gleymdu þessum titli, ekki get ég gert að því að ég er fæddur erkihertogi. Fari það til fjandans. Þetta er ekki annað en byrði. En þú elskar mig, er það ekki? Ég — ég elska Jóhann Orth, sagði hún méð hálfkæfðri rödd. Ég elska hann meira en mitt eigið líf. En ég er hrædd við hina keisaralega tign, Gianni. Ég get ekki gleymt öllu gullinu á einkennisbúningnum þínum. Það er djúp gjá milli okkar. Það er hægt að brúa gjár, Milly! Svip- urinn í gráu augunum var innilega alvarleg- ur. Ég sleppi þér ekki, hvorki nú eða síð- ar. Það getur orðið skilnaður milli okkar, Milly, og þú veizt ekki allt ennþá. Hún var ósköp uppburðarlítil, þarna sem hún sat, náföl af geðshræringu. Þykkt hár- ið var gullið í skininu frá lömpunum, stór og dökkblá augun viku ekki frá honum. Ég hef ekki getað sagt þér neitt fram að þessu, Milly, en nú skal ég leysa frá skjóð- unni. Það er vilji keisarans að ég kvænist Piu Maríu, spánskri prinsessu. . . . Bíddu, lofaðu mér að tala út. Ég hef alls ekki enn- þá stungið upp á því að þú verðir ástmey mín, þegar ég er kvæntur. Ég hef tekið allt aðrar ákvarðanir. Milly var ískalt á höndunum og varir hennar skulfu. Hvaða ákvarðanir? — Ég kvænist ekki Piu Maríu. Hann- horfði í augu hennar. Ég kvænist engri nema þér. Milly sat grafkyrr, hún skildi ekki hvað hann var að fara. Mér? Þú færð ekki leyfi til þess, Gianin. Aranka Stubel gekk einu skrefi nær dóttur sinni. Rödd hennar var lág og ógnandi. — Hugsaðu vel um svarið, Milly. Það eru aðeins tveir mögu- leikar. Annað hvort slítur þú öllu sambandi við erkihertogann — eða þú yfirgefur þetta hús. Þá ert þú heldur ekki dóttir mín lengur! — Mamma, sagði Milly, — þér getur ekki verið alvara! Ég skal koma því í framkvæmd! Hann var svo ákveðinn á svipinn að hana svim- aði. Það hrinsnerist allt fyrir augum henn- ar. - En Gianni, það getur aldrei gengið. Þú ert erkihertogi. . . . Og hvað um það! Hann stökk á fætur, gripinn af sínurri eigin ákafa. — Erkihertogi er ekki það sama og ríkiserfingi! Krónprins- inn fær auðvitað aldrei leyfi til að kvænast Maríu Vetsera. En ég er ekki ríkiserfingi, Milly! Ég gefst ekki upp, fyrr en ég fæ sam- þykki keisarans! Milly var sem dofin. Hún hélt sig vera að dreyma. — Lofaðu mér aðeins ejnu, Milly! Og hann lagðist á kné fyrir framan hana og vafði hana örmum. — Þú verður að treysta mér. Hvað sem skeður, Milly, þá verður þú að treysta mér fullkomlega. Láttu ekki aðra villa um fyrir þér. Þú bjargaðir lífi mínu, líf mitt heyrir þér til. Þú mátt ekki yfirgefa mig. Það getur ekkert vald á jörðinni eyði- lagt hamingju okkar. Blöðin sögðu ekkert frá morðtilrauninni á Jóhanni Salvator erkihertoga. Það mátti ekki vekja óróa. Árekstrar og árásir voru daglegt brauð í Vín. Jóhann Salvator vissi fullvel að byltingar- sinnar höfðu staðið að morðtilrauninni. Og Milly gat ekki fengið sig til að segja honum sannleikann. Móðir hennar var líka í sam- bandi við byltingarsinna, og Milly vildi ekki koma henn í hættu. Það var aðeins yfirmaður leynilögreglunn- ar, Fabbri barón, sem hélt því fram að ekki hafi verið um morðtilraun að ræða. Fabbri hataði erkihertogann, og hvert sinn sem hann leit í spegil, blossaði hatrið upp. Nefbeinið var löngu gróið, en nefið var skakkt, eftir höggið, sem Jóhann Salvator hafði látið svo vel úti . . — Yðar hátign, ég er fullviss um að þetta samtal, sem dansmærin þykist hafa heyrt, er hreinn uppspuni. Hún hefur sett þessa björgunarstarfsemi á svið, til að erkihertog- inn standi í þakklætisskuld við sig. Þetta er sniðuglega útreiknað. Eins og Yðar Há- tign veit, er erkihertoginn í ástarsambandi við þessa stúlku. Keisarinn stóð við skrifpúltið í glæsilegu vinnuherbergi sínu og horfði sviplausum augum á baróninn. Þetta, sem þér eruð að segja, Fabbri, getur haft við eitthvað að styðjast, sagði hann kuldalega. — En ef Framhald á bls. 36. 20 VTKAN 20- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.