Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 26
— Eg nota sexið nú kannski mest sem effekt. Við karlmennirnir setjum allt, sem er sexúelt frá sjónarmiði okkar, í samband við eitthvað mjúkt . . . Afskiptaleysi er glæpur RÆTT VIÐ JÓN GUNNAR ÁRNASON TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON OG ODDUR ÖLAFSSON Hann leit inn á blaSið til mín kvöld eitt í frostroki fyrr í vet- ur, grannur maður með síberska kuldahúfu og mjóa köngulóar- leggi og gyllta umgerð um gljáa- mikil slönguaugu. Undir úlpunni bar hann nýsoðið bjúgsverð; ég smíða gjarnan talsvert af þessu í skammdeginu, sagði hann. Mað- urinn er Jón Gunnar Árnason, myndasmiður og einn sá kunn- ast í hópnum Súm. Við töluðum þá um skúlptúr sem hann er að gera um þessar mundir. — Þetta er gríðarmikið verk, heimspekileg póesía, allt í alúminíum, sagði Jón Gunnar. — Þú manst eftir Hon, konu- likaninu tröllaukna sem þrír listamenn gerðu og sýnt var í Stokkhólmi. Því var setlað að sýna konuna á táknrænan hátt, allt þetta sniðuga sem er innan í henni. Það var gengið innum klofið á henni, í maganum var kaffistofa, pósthús í hnénu. Ég er hinsvegar að búa til smáheim, einskonar eftirmynd heimsins sjálfs, getum við sagt. Síðan leit ég inn til lista- mannsins á vinnustofu hans á Grettisgötunni. Þar spjölluðum við stundarkorn saman yfir hvít- vínslögg meðan Jón dundaði við að skjóta niður með loftbyssu herðatré, sem hékk á veggnum í hinum enda herbergisins, fjar- lægð sirka sex—sjö metrar. Hann missti ekki marks. — Ég hef líka smíðað skamm- byssu, sagði Jón Gunnar. — Fyr- ir löngu, þegar ég var átján ára. Það var ágætis vopn, sex skota og ekki stærri en svo að hægt var að fela hana í lófanum. Ég komst mikið í kynni við byssur þegar ég var strákur. Það var í síðari heimsstyrjöld og allir dagar voru byssur og ofbeldi. — Hversvegna hefurðu svona gaman af hnífum og byssum? Ertu spenntur fyrir ofbeldi? — Nei, andskotinn hafi það. Ofbeldishneigð kemur venjulega til af því að menn vilja láta sjást að þeir séu sterkir, og er vitni þess að vitið er lítið og veikt. Nei, það er orkan, sem ég sé í forminu. Það er mikil orka falin í hnífsforminu, fyrir utan það að þetta áhald er til margra hluta nytsamlegt. Það er hægt að skera með því brauð, ekkert síður en mann. Og til að orka sé í form- um hlutanna þurfa formin að vera falleg og hlutirnir eru yf- irleitt þægilegri í notkun því fallegri sem þeir eru. Enginn færi að smíða ferkantaðan kapp- akstursbíl eða hnöttótta þotu. Öll vopn hafa í sér falda orku, ekki endilega eyðingarorku, heldur orku formsins. — Fyrir mínum sjónum er orkan í myndum þínum ekki hvað síst kynferðisleg. — Ég nota sexið nú kannski mest sem effekt. Við karlmenn- irnir setjum allt, sem er sexúelt frá sjónarmiði okkar, í sambandi við eitthvað mjúkt, mjúka línu, viðkomu eða eitthvað þessháttar. Kannski nota ég þetta kynferð- islega sem andstæðu, við hörku og eyðingarmátt. í framhaldi af þessu drap ég á eina myndina á sýningu Jóns Ein veggmyndanna á sýningu Jóns Gunnars i Gallerí Súm í fyrravor. Gunnars í Súm-galleríinu í vor leið. Hún er þrír armar úr svampgúmí og meðal þeirra broddur. Ég sagði eins og var að þessi mynd hefði virkað á mig sem opið konuskaut og jafn- framt tjáning þess ofbeldisfulla og tillitslausa í kynhvötinni. — Ég hef heyrt svipað víðar, svaraði Jón, — en hugsunin hjá mér er önnur hvað þessa mynd snertir. Þarna höfum við eitt- hvað, sem er mjúkt og þægilegt viðkomu og býður manni faðm- inn. Við getum sagt að þessi myndi tákni framtíðina, það sem hún býður okkur upp á. En í henni gæti verið falinn broddur. Saga sem ég las einusinni hefur kannski haft áhrif á mig í sam- bandi við þessa mynd. Ég verð semsé miklu fremur fyrir áhrif- um af ritlist en myndlist. Sagan heitir Fahrenheit fjögur hundruð fimmtíu og eitt, gott ef hún var 26 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.