Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 30
Er Lennon hinn nvi Messias? John Lennon: Snillingur eða topp-idjót... HEYRA MÁ (þó lægra sé látið) ÚMAR VALDIMARSSON John Lennon er ekki sá kjáni og strákur sem almenningur heldur hann vera, heldur snilling- ur sem á þá ósk heitasta að hann verði tekinn alvarlega. Hann berst fyrir friði og notar til þess undarlegar aðferðir, en hann er sannfærð- ur um að sá dagur muni koma að fólk hlusti og hugsi. í þessu viðtali skýrir hann sjónarmið sín. -9. Fólk tckur mig ekki alvarlega, en sá dagur mun koma . . . — Getur þú sagt okkur í fá- um orðum frá þessari friðarher- ferð þinni, og þá sérstaklega með tilliti til stóru veggspjaldanna sem þú lézt setja upp um jólin? — Ja, þetta er eins og aug- lýsingaherferð, nema hvað að við erum að auglýsa frið í stað Coca-Cola. Við fengum okkur stór spjöld og hengdum þau upp í ellefu borgum víðs vegar um heiminn. — Hvaða borgum? — London, New York, Los Angeles, Montreal, Toronto, Berlín, París, Róm, Amsterdam, Aþenu og Tókýó. 'É'g veit ekki hvers vegna við gleymdum Sidney, Saigon, . Moskvu og nokkrum öðrum, en það verður að hafa það. — Ætlarðu að heimsækja þessar borgir allar? — Ég er búinn að koma á flesta þessa staði, en við erum að fara til Toronto í Kanada til að undirbúa friðarhljómleika í júlí. — Þegar þú ferð með þessa herferð þína um heiminn, hver borgar þá — þú og Yoko? — Já, eða „Bag Productions“. Annars er ég ekki hrifinn af því að þurfa að kalla þetta fyrirtæki „productions" — en ég veit bara ekki hvaða orð er hægt að nota í staðinn. — Fyrir utan veggspjöldin, hvað gerirðu þá til að auglýsa frið? — Hvernig auglýsir Coca- Cola? Ef þeir kæmust á forsíður blaðanna jafn auðveldlega og við þá myndu þeir gera það. Þeir geta það ekki en við getum það vegna stöðu okkar í þjóðfélag- inu. Ég er frægur og þess vegna kemst ég á forsíðurnar ókeypis en Coca-Cola yrði að kaupa sið- una. — Telur þú að fólk sé annað tveggja: Friðsamlegt eða heift- ugt og ofbeldissinnað? — Nei, það er rétt eins og að spyrja: Drekkur þú kók eða drekkur þú ekki kók? Fólki hef- ur verið kennt, óafvitandi, að drekka kók, og við erum að reyna að gera það sama með friðinn; reyna að kenna því að vera friðsamlegt með auglýsing- um. Og ef við þurfum að gera eitthvað, þá er okkur nokkurn veginn sama hvernig við förum að því. Nú þurfum við bara að fá fólk með okkur, fólk sem á peninga. Allir halda að ég eigi fullt af peningum, en það er ekki svo rétt. Nú þurfum við menn eins og Onassis og fleiri — til dæmis þennan sem er með kló- sett í Rollsinum sínum. Sg er reiðubúinn til að betla um leið og ég er orðinn blankur sjálfur. En það eru ákaflega fáir sem hafa komið til okkar og boðið okkur hjálp. Fyrsta raunveru- lega hjálpin kom frá náunga í Kanada sem á útvarpsstöðvar þar um allt, og hann sagðist vilja breyta þeim öllum í friðarstöðv- 30 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.