Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 36
Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 20. veiðivörðurinn er saklaus, hvers vegna er hann þá horfinn, eins og hann hafi sokkið í jörð? — Yðar Hátign. . . . Fabbri hallaði sköllóttu höfðinu undir flatt og brosti. í slíku tilfelli hefði ég sjálfur gert það sama. Það er ekki gaman að láta blanda sér í slík mál. — Hm . . . það getur verið. — Þér segið að erkihertoginn hafi ennþá samband við þessa stúlku? — Já, svo sannarlega, Yðar Hátign. Eftir því sem menn mín- ir segja, hittast þau daglega... . Franz Jósef starði tómlega fram fyrir sig. Jóhann Salvator hafði þá haft að ■ engu skipanir hans. Keisarinn var eiginlega frekar móðgaður en reiður. — Þetta er nóg, barón, sagði hann. — Þakka yður fyrir. Svo kallaði keisarinn á Hohen- lohe, yfirhirðmeistarann, og bað hann um að sjá um allan undir- búning viðvíkjandi trúlofuninni um hvítasunnuna, og bað hann um að sjá til þess að erkihertog- inn hætti að hitta þessa ballett- stúlku.... Milly varð mjög undrandi, þegar lögfræðingur háaðalsins, mjög þekktur maður, með arn- arnef og glæsilegur í klæðaburði, kom akandi í skrautkerru, til að heimsækja hana. — Má ég tala við yður andar- tak, fröken Stubel? Það er við- víkjandi alvarlegu málefni. — Gjörið svo vel að fá yður sæti, herra lögfræðingur. — Takk. . . . Hann var ekki með vífilengjur. — Náðuga ung- frú, sagði hann, — ég hef ekki leyfi til að geta nafns þess sem sendi mig. En ég geri ráð fyrir að þér skiljið að það er alvöru- mál, þegar ég ber fram tilboð mitt. — Tilboð? Milly var undrandi. — Já, einmitt, sagði hann með valdmannslegri rödd, — þér hafið með fádæma snarræði bjargað lífi manns af keisarafjöl- skyldunni. Ég var beðinn um að biðja yður að þiggja hundrað þúsund gyllini sem þakklætis- vott. Milly hélt að henni hefði mis- heyrzt. — Hundrað þúsund gyll- ini? En það nær ekki nokkurri átt! — Engan veginn, góða ung- frú. Að vísu verð ég að játa að það fylgja nokkur skilyrði. Skjólstæðingur minn óskar eftir skriflegri yfirlýsingu frá yður, þess efnis, að þér látið af öllu samneyti við vissan meðlim keisar af j ölskyldunnar. Það var eins og hann hefði slegið hana utan undir. Hún varð eldrauð, og hún var alger- lega mállaus um stund. En að lokum gat hún stunið upp: 36 VIKAN 20- tbI- — Nei! — Þvílíkur viðbjóð- ur... . — Andartak, ungfrú Stubel! — Þetta er aðeins tillaga. Skjól- stæðingur minn hefur önnur ráð í hendi sér, þegar um slíkt er að ræða, svo þér skuluð ekki segja nei, að óyfirlögðu ráði.... En Milly stökk upp af stóln- um. — Ég þarf ekki að hugsa mig um. Það getur verið að þetta umtalaða samband eigi eftir að slitna, en þá verða það örlögin, sem taka í taumana. Peningar ráða þar engu um, og því síður hótanir! Landauer lögfræðingur stóð hægt upp, setti einglyrnið fyrir augað og virti Milly fyrir sér með miklum áhuga. — Þetta er heilmikil ræða, ungfrú, sagði hann brosandi. — Það er alltaf nokkuð athyglisvert að ákalla örlögin. En segjum svo að örlög- in hækkuðu tilboðið, úr hundrað þúsund upp í tvö hundruð þús- und gyllini, — gæti þá ekki ver- ið um samkomulag að ræða? Milly sneri sér undan. — Viljið þér gjöra svo vel að fara, herra lögfræðingur, sagði hún með erfiðismunum. — Það verður ekkert samkomulag um þetta. Yður skjátlast hvað mig snertir. Það leit út fyrir að lögfræð- ingurinn skildi það líka. — Þetta er leiðinlegt. Hann lyfti brúnum og lét einglyrnið detta. — Þá verð ég að biðja yð- ur að láta sem þetta samtal hafi aldrei átt sér stað.... Vérið þér sælar, ungfrú Stubel. Hann opnaði dyrnar. Fyrir framan stóð móðir Millyar, ná- föl. Hann sagði hæversklega: — Pardon, madame, og gekk fram- hjá henni niður stigann. Móðirin var þungstíg, þegar hún gekk inn til Millyar.... Á sama tíma og þetta skeði, kom hraðlestin frá París til Vín- ar. Yfirhirðsiðameistarinn hafði ekki staðið fyrir fjölmenni við móttöku prinsessunnar. Það var látið heita svo að Pia María kæmi við í Vín á leið til Buka- rest, þar esm hún ætlaði að heimsækja frænku sína. En í rauninni var dvöl henanr í Vín ætluð til þess að hún gæti kynnzt betur tilvonandi eigin- manni sínum, Jóhanni Salvator. Hún hafði aðeins einu sinni séð hann. Það voru aðeins fimm vik- ur til hvítasunnu, og þá átti að opinbera trúlofun þeirra. Jóhann Salvator beið líka á brautarpallinum, klæddur borg- aralegum fötum. í fylgd með honum voru aðeins greifafrú Wenkendorf, gömul hirðfrú og mikil skrafskjóða, og tveir há- tíðlegir herrar frá hirðinni. Hann var í vondu skapi. Allar tilraunir hans til að fyrirbyggja þessa heimsókn, höfðu mistek- izt. Keisarinn neitaði jafnvel að tala við hann. En þrátt fyrir allt. . . Jóhann Salvator skaut fram sterklegri hökunni . . . skal hann ekki þvinga mig, sá gamli skarfur.... Ég læt einskis ófreistað, hugs- aði hann. Þá steig Pia María út úr við- hafnarvagninum. Hún var töfrandi fögur, — há og grönn, með gullinn hörunds- lit og stór, en drembileg augu. Hún var örugg i fasi og sveif þangið sem Jóhann Salvator stóð. Hann hneigði sig og kyssti á hönd hennar. — Mon cher Jean, það er mik- il ánægja að hitta yður. Hún tal- aði frönsku, hátt og snjallt, eins og hún væri að skipa fyrir. Jóhann Salvator brosti og bauð henni arminn. — Eg þakka kærlega, Pia María. . . . Á leiðinni til Imperial hótels- ins talaði Wenkendorf greifafrú stanzlaust við hana. Fjórir vagn- ar fylgdu á eftir, með farangur prinsessunnar, 128 töskur. Jóahnn Salvator kvaddi hana í anddyri hótelsins. Hann átti að mæta aftur hjá henni klukkan 2, þá áttu þau að matast saman í íbúð prinsessunnar, tvö ein.... Móðir Millyar var mjög föl og augu hennar brunnu með glóð, sem dóttirin var hrædd við. Hún var gjörbreytt. Milly hafði aldr- ei séð hana svona. — Tvö hundruð þúsund gyll- ini gátu ekki fengið þig til að losa þig við þennan Habsburgar- strák, hvæsti hún milli tann- anna. — Þá hafa orð móður þinnar líklega lítið að segja? Og þú sem varst búin að lofa mér að sjá þig um hönd! Milly skalf og nötraði. — Ég elska hann, mamma......... — Það er ekkert svar! Ég spýr þig nú í alvöru hvort þú ætlir að hætta við hann. Mín vegna, ég óska þess. Ég er móðir þín. Milly leit framhjá henni. — Ég get það ekki, mamma. — En ef ég skipa þér það? öskraði móðir hennar. — Ekki einu sinni þá. Aranka Stubel gekk eitt skref fram. Nístandi augnaráð hennar boraðist inn í augu Millyar. Röddin var nú orðin hættulega hvíslandi. — Athugaðu nú hvað þú segir, Milly. Það eru aðeins tveir möguleikar. Annað hvort hættir þú við þennan mann, eða þú yfirgefur heimili mitt. Og þá ertu ekki lengur dóttir mín! — Mamma! hrópaði Milly, skelfingu lostin. — Þér getur ekki verið alvara! — Jú, svo hjálpi mér Guð, þekktustu kexbakarar Bretlands síSan 1830 senda reglulega til íslands 25 tegundir íyKy af kexi. M & D kexið er óviðjafnanlegt að gæðum og verði. Meredith 'fHHíifeí t- 010E8TWE HEILDSÖLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÚRNSSON HF. Símar 13425 og 16425.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.