Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 37
sagði Aranka og það mátti segja að hún biti orðin í sundur. —■ Ég hef alltaf treyst þér fullkomlega. Þegar þú sagðir mér að þú hefð- ir ekki vitað hver hann var og að allt væri búið ykkar á milli, þá trúði ég þér. Og svo er þetta allt svívirðileg lýgi. — Nei, ég. ^. . — Þegiðu! Ég vil ekki tala við þig framar. É’g spyr þig aðeins, í síðasta sinn: Ætlarðu að hætta við hann? Eg vil fá annað hvort já eða nei, ekkert orð þar fram yfir. Er þér það ljóst? Já eða nei.... — Nei, sagði Milly æst. Móðirin starði á hana í fleiri sekúndur. — Nei, endurtók hún svo þunglega. Svipur hennar var harður og framandi. — Þá hef ég ekkert við þig að sælda fram- vegis. Taktu saman dótið þitt! öskraði hún. -— Komdu þér burt — og láttu mig ekki sjá þig framar. Annars fleygi ég þér út á götu, þar sem þú reyndar átt heima! Og með þessum orðum struns- aði Aranka Stubel út úr her- berginu. Milly horfði á eftir henni, án þess að fella tár og með saman- bitnar varir. Svipur hennar var jafn harður. Á þessari örlagastund var hún reiðubúin til að fórna ást sinni öllu. — Allt, sagði Milly við sjálfa sig, — allt.. . . Hafði hún hugmynd um hver örlög biðu hennar? Eftir máltíðina sátu Pia María og Jóhann Salvator og drukku kaffi í hinni furstalegu hótel- íbúð. Pia María hallaði sér aftur á bak í brókaðisófanum. Hún var klædd skrautlegum flauelskjól. Hún horfði á Jóhann Salvator undan dökkum augnhárunum, eins og hún væri að meta hann og vega. Svo brosti hún. — Ég hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að skilja hvort ann- að, Jean. Það er mjög sjaldan að þessi fyrirfram ákveðnu fursta- brúðkaup heppnast vel. Yður líkar vel við mig? Er það ekki? Hann sat beint á móti henni við marmaraborðið. — Þér eruð mjög fögur og aðlaðandi, prin- sessa, sagði hann. — í raun og veru hæfir yður ekkert annað en hásæti. — Þau eru ekki á lausu um þessar mundir, svaraði hún. — En ég er ánægð með það hlut- skipti sem mér er ætlað. Hvers vegna sitjið þér svona langt í burtu? Komið hingað. Komið og kyssið mig. Hlátur hennar var nokkuð ruddalegur. - Ég kaupi ekki köttinn í sekknum. Ég vil vita hvað þér hafið upp á að bjóða. Jóhann Salvator hreyfði sig ekki. Hann starði á hana, stór- um, gráum augum. - Pia María, ég verð að koma með játningu. BIFREIÐAEIGENDUR LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLIGGJANDI HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI-MOLY SMURHÚÐIN FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengur kaldri, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn úrbræðslu. • Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. • LIQUI MOLY fæst á bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi. fSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Lugavegi 23 - Sími 19943 Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar inn- an við kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en éiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hálla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra — Játningu? Hún hafði á til- finningunni að eitthvað óþægi- legt væri í vændum, og lyfti brúnum. — Hvað er það? — Ég get ekki kvænzt yður. — Hvað eigið þér við? sagði hún, og skildi hvorki upp né nið- ur. — Ég er ekki frjáls. Ég hef lofað annarri stúlku að kvænast henni, ungri stúlku, sem ég elska. Prinsessan starði á hann. — Eruð þér genginn af vitinu? — Nei, Pia María, hann var mjög rólegur. — Mér er full al- vara. Ég get ekki kvænzt yður. Nú gneistuðu dökku augun. — Já, en þetta er fyrir neðan allar hellur! Hún þaut upp frá borð- inu og hljóp út að glugganum. Spánska skapið kom nú í ljós. Hún hljóp til hans og löðrungaði hann með hnefanum. Og þér leyfið yður að koma fram með þetta í dag? Ætlið þér að gera mig hlægilega fyrir öll- um heiminum. Niðurlægja mig og gera mig hlægilega. — Bráðum fer hún að brjóta blómavasana, hugsaði Jóhann Salvator. — Ég bið yður að taka þetta ekki þannig, Pia María. Ekkert er fjærri mér en að niðurlægja yður. Þvert á móti. Niðurlæg- ingin verður eingöngu mín meg- in. Hlustið nú á mig. — Komið þá að skýringunni! — Jæja þá. Farið héðan strax á morgun. Segið að þér getið ekki, ekki með yðar bezta vilja, gifzt mér. Þér hafið hreinustu andúð á mér.... — Það verður ekki erfitt! -—■ Því betra, Pia María, sagði hann, léttur í bragði. — Segið það keisaranum. Segið frá því við hirðina í Madrid, við allar konungshirðir í Evrópu. Segið að Jóhann Salvator erkihertogi, sé hundleiðinlegur og óþolandi maður, viðbjóðslegur. . . . — Já, viðbjóðslegur! Hún var grenjandi vond og sneri við honum baki. Hún horfði út um gluggann, því að hún þurfti langan tíma til að melta þéssa móðgun. En svo náði dramb hennar yfirhöndinni. Hún rétti úr sér og horfði á hann út undan sér. Augnaráðið var ís- kalt. HEIMILIÐ ,'Veröld innan veggfa ” SÝNIIMG 22. MAÍ —7. JÚNÍ 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL hT KAUPSTEFNAN C/ REYKJAVÍK — Þér getið farið, erkihertogi. Og búið yður undir það að ég skal reita af yður mannorðið eftir fremsta megni, ég skal ganga svo hreinlega til verks, að ekki einu sinni hundarnir vilji þiggja af yður bein. Hann hneigði sig brosandi. — Ég væri yður mjög þakk- látur fyrir það, prinsessa. Þann- ig er ástandið nú þegar orðið í Vín, en Vín er ekki allur heim- urinn. Mitt takmark er að koma mér þannig fyrir að ég geti feng- ið að lifa í friði. Leyfist mér að kveðja yður með þakklæti? — Það er aðeins eitt, sem mig langar til að vita. Hver er þessi stúlka, sem þér hafið lofað að kvænast? — Hún heitir Milly Stubel. — Er hún í ætt við aðalinn í Siebenburgh? — Nei, prinsessa, sagði hann og það var stríðnisglampi í aug- um hans. — Móðir hennar rekur vínstofu. Hún er ballettdansmær. — Ó, hrópaði Pia María og tók um nefið, eins og eitthvað þefj- aði illa. — Ballettstúlka, nei, þetta er nú nokkuð gróft! Hún tók fingurna frá andlitinu. — Verið þér sælir, — sælir. Ég vona að ég þurfi aldrei að sjá yður framar. Ég ætla að gleyma yður, eins og þér séuð illur draumur! 20. tbi. VXKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.