Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 Pia María fór frá borginni næsta morgun, og Jóhann Salva- tor heyrði ekkert frá höllinni. Keisarinn var farinn á veiðar í Tyrol. Hálfum mánuði síðar, sagði krónprinsinn Jóhanni Salvator að spánski sendiherrann hefði afhent hirðmarskálknum kurt- eislegt bréf, þar sem sagt var á hæverskan hátt að prinsessan gæti ekki „af persónulegum ástæðum“ tekið bónorði Jóhanns Salvator, erkihertoga. Erkihertoganum fannst svolít- ið skrítið að honum skyldi ekki vera tilkynnt þetta, en hann hugsaði ekki meir út í það. Hann hafði fengið vilja sínum fram- gengt, hann þurfti ekki að trú- lofast prinsessunni. Á yfirborðinu gekk allt sinn vanagang; hann sinnti störfum sínum í herdeildinni, hélt fyrir- lestra í hernaðarmáladeildinni og var ráðgjafi krónprinsins, sem varð að fara að öllu með gát viðvíkjandi áformum sínum um að gera Ungverjaland að sjálf- stæðu konungdæmi. En Jóhann Salvator dró sig í hlé frá öllu samkvæmislífi. Hann eyddi öll- um sínum frístundum hjá Milly. Hún hafði tekið á leigu her- bergi í Goldschmiedgasse. Það var lítið og látlaust, en hún hafði ekki efni á öðru. Laun hennar við leikhúsið voru lág og spari- fé hennar á þrotum. Hún vildi ekki taka við peningum frá Jó- hanni Salvator, en hann hafði auðvitað boðið henni að sjá henni fyrir íbúð. — Bíddu bara, sagði hann, mjög leyndardómsfullur, — um hvítasunnu verður allt öðruvísi. — Hvað verður öðruvísi, Gi- anni? — Vertu ekki að spyrja, bíddu og sjáðu til. Og hún fékk að sjá.... Á hvítasunnudag bauð hann henni í skemmtigöngu, og fyrir utan fallegt hús við borgargarðinn, nam hann staðar. — Hér er það. Hún vissi ekki hvað hann átti við. En hann vildi ekki segja neitt. Komdu, sagði hann. Þau gengu upp teppalagðan stiga. Og þar, á dyrum á annarri hæð, var flunkandi nýtt messig- skilti og á því stóð: M. Stubel. Milly glennti upp augun. — Hva, — hvað er þetta? Hann stakk lykli í skrána og opnaði fyrir henni. — Þetta er nýja heimilið þitt, Milly. Milly hafði aldrei séð aðra eins íbúð. Þetta var hreinasta ævin- týri. Fjögur skrautleg herbergi. Dýrindis veggfóður og ekta knipplingagluggatjöld. Það var skrautleg stofa í rokokkostíl, í bláum og gylltum litum. Borð- stofan var full af Sevré-postu- líni, silfurborðbúnaði og mál- verkum eftir Waldmúller, Alt og Canaletto. Skrautlegir vasar, fullir af blómum, voru um alla íbúðina. • Milly var alveg dolfallin yfir öllu þessu skrauti. Hún var auð- vitað hrifin af því, en svo hrukk- aði hún ennið. — Heimili mitt, hvað áttu við með því, Gianni? — Þú átt þessa íbúð. Ég get ekki látið þig búa í einhverju greni, þegar ég bý sjálfur í höll! — Þú ert líka fæddur í höll. — Það er ekki mér að kenna, Milly. Hann faðmaði hana blíðlega að sér. — Þetta verður aðeins tíma- bundin tilhögun, Milly.Þú veizt að Habsborgarprins er ekki frjáls maður. Ég verð að beygja mig undir lög frá miðöldum. Það fæst enginn prestur til að gefa okkur saman, nema með leyfi keisarans. En þrátt fyrir það skal ég ekki hætta fyrr en þú verður lögleg eiginkona mín. Það sver ég við Guð almáttugan. Við m HEIMILIÐ „'Veröld innan veggja” SÝNIIMG 22. MAÍ — 7. JÚNÍ 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL LT KAUPSTEFNAN C/ REYKJAVÍK verðum aðeins að vera svolítið þolinmóð og trúa á það af öllu hjarta. Hún þrýsti sér að honum. Hún heyrði Gianni til, af líkama og sál, hvað sem skeði. Hún hafði heldur engu að tapa . . . nema ef hún glataði ást hans.... Framhald í næsta blaði. Hænan hans afa Framhald af bls. 17. uga dýr hér. Manni verður óglatt af lyktinni af því. — Henrietta er ekki skítug, og það er heldur ekki vond lykt af henni. Afi opnaði dyrnar út í garð- inn og þaðan var hægt að sjá, hvar Henrietta spókaði sig makindalega í búrinu sínu. Hver einasta af gullnu fjöðr- unum hennar glitraði í sólinni. Ivambur hennar skein eins og rúbínsteinn og höfuð hennar var sannarlega vel snyrt. Nef- ið á henni var eins og gamalt og fínt fílabein og það var engu líkara en hún liefði púss- að á sér klærnar fyrir andar- taki síðan. Gólfið var þakið furunálum, eins og áður er sagt. 20. tbi VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.