Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 40
HÚSGAGNAVERZLUNIN DÚN/ AUÐBREKKU 59 l SÍMI: 42400 UúPAVOGI -\ EXELENT SÓFASETT AMBASSADOR Stærsta húsgagnaverzlun utan Reykjavíkur. — Ótrúlega fjölbreytt úrval sófasetta. — Sér bólstruð eftir ósk yðar. — Ný og glæsileg áklæði. — Borðstofur — Svefnherbergi. — Pírahillur og sérstök húsgögn í úrvali. — Sendum myndalista ef óskað er. — Sendum í póstkröfu um land allt. Við erum ávallt spori á undan. Þess vegna sjáið þér allf það nýjasta í DÚNA. HUSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KÓPAVOGI Afi bauð frú Claybourne eggið. — Nei, takk, ég kaupi egg- in mín á markaðnum. — Eg þori að veðja, að þau egg eru gömul og rauðurnar bleikar, já, svo bleikar, að það er erfitt að sjá, hvað er hvít- an og hvað rauðan. Þetta er hins vegar nýorpið egg. — Reynið heldur að hugsa um, að þér verðið að losa yð- ur við þessa hænu. Annars skuluð þér hafa verra af. Ofurlítill roði, sem hljóp í fölar kinnar gestgjafans, sann- færði afa um, að hún hefði einmitt hingað til keypt göm- ul egg. Hann hló með sjálfum sér, þegar hún strunzaði út úr herberginu. Hann sauð eggið til morg- unverðar og að því búnu setti hann búrið inn í þvottahúsið, sem fylgdi íbúð hans. Sólin skein inn um gluggann, og enda þótt enginn grasflötur væri í þvottahúsinu, þá uxu að minnsta kosti blóm við gluggann. Þvínæst fór afi inn til frú Clegg og bankaði á dyrnar á þægilegu íbúðinni hennar. Frú Clegg strauk hvítt hárið með grönnum höndum sínum, áð- ur en hún opnaði dyrnar. — Hafið þér nokkuð á móti því, að ég tíni fáein kál- blöð úr garðinum yðar handa hænunni minni, sagði afi og honum hlýnaði um hjartaræt- urnar, er hann sá hve elsku- lega frúin brosti. . — Nei, að sjálfsögðu ekki. Það mun þvert á móti gleðja mig. Þér hljótið að vera herra Morgan, nýi nágrann- inn minn, er það eklci? Eg er hissa á, að Kate skuli leyfa yður að hafa húsdýr. — Hún leyfir mér það nú reyndar ekki, en ég ætla að hafa það hjá mér samt. Erú Clegg hló. — Það er gott. En mér þætti gaman að vita, Iivort þér koniist upp með það. Kate er mjög ákveðin og hún þolir ekki dýr af neinu tagi. En auðvitað nær engri átt, að yður skuli ekki leyfast að hafa dýr á landareign af þessari stærð. Silfurhvítt hár hennar glansaði, þegar hún kinkaði kolli í áttina að húsi frú Clay- bourne. Afi varð dapur á svip. — Eg veit ekki hvað um mig verður, ef ég missi Henri- ettu. Þetta er afbragðs hæna og ég á hana, sagði afi og stundi þungan. — Eða hvað getur hún gert án mín? Við skiljum hvort annað. — Sama get ég sagt í sam- bandi við hundinn minn. Hann heitir Boy og hefur ver- ið bezti vinur minn, síðan maðurinn minn dó. Og auk þess eru stundum margir fleiri hundar hjá mér, því að ég tek að mér að annast hunda fvrir fólk, á meðan það fer í sumar- léyfi. Þér ættuð annars að koma innfyrir og fá yður te. Ég var einmitt að laga te, þeg- ar þér komuð. Þegar afi fór aftur heim til sín, fylgdi frú Clegg honum að hliðinu og gaf honum að skilnaði nokkrar nýbakaðar rúsínubollur. Henrietta var fjóra daga í þvottahúsinu. Þá kom maður og vildi kaupa hreinar lérefts- tuskur. Kate fór niður í vaskahúsið, en þar geymdi hún poka með léreftstuskum, sem hún þurfti ekki að nota. Og þá kom hún auga á hæn- una. — Ég hef aðvarað yður, hr. Morgan. Ef þér haldið áfram að fela dýrið hér í húsinu, þá leita ég til lögreglunnar. Og ef í hart fer, þá læt ég bera yður út. Afi setti búr Henriettu inn í svefnherbergið sitt til bráða- birgða. Morguninn eftir sá Kate, að afi lét heldur betur hendur standa fram úr ermum í garð- inum, sem var samsíða húsi frú Cleggs. Hann hafði reytt upp mikinn arfa og var búinn að skemjkantinn á pelagóníu- beðin'u. Hann hafði gert þetta svo snyrtilega, að Kate gat ekki fengið af. sér að skipta sér af honum. Siðar heyrði hún hávaða úr brpnniviðárskúrnum og fór 40 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.