Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 45
Renault 12. Enginn kaupir Renault eingöngu til þess að sýnast ....þó fallegur sé Fyrir islenzkar Stærri hjól aSstæSur Sterkara rafkerfi sérstaklega Hliðarpanna á undirvagni Öryggi 60 hestafla vél Skemmtilegir framhjóladrif aksturshæfileikar 4 girar alsamhæfðir Þægindi gólfskipting sjálfstæð fjöðrun (gormur) á hverju hjóli, tveggja hraða rúðuþurrkur fótstigin rúðusprauta ný gerð af baksýnisspegli jafnt fyrir nótt sem dag. Öskubakkar í afturhurðum o.fl. Þessi atriði hér að ofan eru 12, þau hefði verið hægt áð hafa 24, jafnvel onn fleiri.' Þess gerist ekki þörf, eftir áratuga reynslu af Renault. Leitið frekari upplýsinga. RFMAIIIT nLiMnULi KRISTINN GUÐNASON KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675 inu, og þá hugsa ég með mér: „Er þetta ekki vonlaust?" En það er ekki nokkur ástæða til að setjast að auðum höndum. Maður verður að hugsa jákvætt. Við erum að reyna að koma fólki upp úr þessari lægð — reyna að fá það til að hlæja og slappa af. Það tekur sinn tíma að verða tekinn alvarlega (eins og sagan sýnir) en við vinnum að því. ☆ Rauöa herbergið Framhald af bls. 29. hringstiganum og tvö stutt og ólöguleg læri, sem stigu niður þrep eftir þrep. Líkaminn var gildvaxinn og samanrekinn. Andlitið var stjarft og tryllingslegt og fölhvítt. Augun lítil og blá, munnurinn stór og græðgis- legur. Hárið líktist visnu grasi og stóð í allar áttir. Þegar þessi mannvera, sem líktist helzt dverg, hoppaði niður á gólfið, sá Lori, að hún kreppti aðra höndina um stóran hníf. ,,Nei, nei!" stundi Lori upp. ,,Nei, Georgía, ég er vinur þinn." Við að heyra þessi orð nam konan staðar. Hún var barnalega forvitin að sjá og leit út fyrir að vilja segja eitthvað en ekki geta komið því út úr sér. Lori sá, að henni mundi ekki gefast tími til að flýja undan henni upp í kúpulinn, — og hvaða hættur gátu ekki líka beðið henn- ar þar? „Georgía," sagði Lori stillilega, „ég ætla ekki að gera þér neitt illt, elskan. Leggðu hnífinn frá þér. Ég get sagt þér margar skemmtilegar sögur. Leggðu hnífinn frá þér. Ég ætla ekki að gera þér neitt mein." Georgía líktist ketti, reiðubúnum til að stökkva. Hún var sterklega vaxin. Lori gekk aftur á bak að dragkistunni og náði taki á litla meitlinum, sem lá þar milli klæðanna, og svo færði hún sig hægt að dyrunum. „Þú ert ágæris stúlka, Georgía " tókst henni að stama fram. „Við skulum rabba dálítið saman. Ég á margt fallegt, sem ég ætla að gefa þér. En þá verðurðu að leggja frá þér hnífinn." Fingur Lori fitluðu nú við litla kúlupennann í hurðarlömunum meðan hún horfði stöðugt mót gegnsmjúgandi augunum og hnífnum, sem stöð- ugt var á lofti. „Georgía stattu þarna kyrr!"- stundi Lori upp Hurðin gaf eftir og Lori rauk út, en í sömu svipan stökk Georgía að henni. Það glamp- aði á hnífinn, og Lori heyrði fótatak bak við sig. Hún rauk í flasið á Aline og féll um koll. Aline rak upp hljóð, og er Lori vatt sér við, sá hún Georgíu standa álúta yfir Aline, sem lá og engdist í gólfinu með stóra hnífinn genginn é hol. Allt hringsnerist fyrir augum Lori, en svo sá hún fjórðu manneskjuna á svölunum. Það var Frank. Hann mændi á Aline, og það gerði Georgía líka. Skyndilega spratt Frank fram og greip í Georgíu og rykkti henni til. Hið venjulega brcs var horfið af vörum hans, og hann horfði sljóum augum á Aline. En í einni svipan greip hann um Georgíu sterkum hönd- um og slöngvaði henni yfir handriðið. Lori heyrði dynkinn og eitt lítið óp. Hún sat í hnipri í myrkrinu og mátti sig ekki hræra. En þegar hún sá Frank koma móti sér, lyfti hún litlum meitlinum gegn honum. Hann snérist á hæli og skokkaði niður stigann. Lori fann til flökurleika og fann, að ómegin var að svífa á sig og reyndi ekki að standa gegn því. Þegar hún kom til sjálfrar sín á ný, varð hún stirð af kulda og aum í öllum kroppnum. Þegar hún sá Aline liggja í gólfinu með hnífinn [ kviðnum, heltók hræðslan nana á ný. Ekki gat hún vænt hjálpar frá Jim, því hann var bersýnilega einhversstaðar úti, — ef hann var á lífi. Henni varð nú hugsað til Peggyar, og hún hljóp niður og gegnum eldhúsið og lamdi á dyr Peggyar. En engu var svarað. Hún kallaði þá upp, og nú svaraði Peggy og spurði, hvað gegni á. Hún sagði, að Aline hefði læst sig inni og Jim farið til bæjarins eftir lögreglu og lækni. „Æ, Lori," bætti hún við, „geturðu ekki tekið þessa hurð af hjörun- um?" „Reyndu að draga boltana úr, eins og Frank er vanur að gera," svar- aði Lori. Eftir nokkrar tilraunir tókst Peggy þetta, og Lori lagðist með öllum þunga sínum á hurðina, sem féll fljótlega inn. Stúlkurnar tvær föðmuð- ust feginsamlega. „Sagðirðu, að Aline væri dáin?" spurði Peggy. „Já, — Georgía drap hana." „Georgía. Þig hlýtur að hafa verið að dreyma. Georgía hefur verið dáin í tuttugu ár." Lori sökk niður f stól og reyndi að skýra Peggy frá þeim ósköpum, sem hún hafði verið vitni að síðustu stundirnar. Peggy greip nú til ráðs að læsa öllum dyrum og setja húsgögn fyrir þær. Og, hún tók fram stóran kjöthamar og báð Lori að endurtaka sögu sína. „Nú verðum við hér, þangað til Jim kemur laftur," sagði Peggy. 20. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.