Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 46
Maf tieftið er komið SlDASII GEIR- FUGL- Hvað gerðist á Marie Celeste? Ævintýrið um Grímms - bræður 18. KAFU Peggy fylltu kaffibolla Lori í þriðja sinn og mælti: „Veslings barnið. Jim er einum degi of seinn." „Hversvegna fór Jim til lögreglunnar, Peggy? Og hvenær fór hann?" „Seint í nótt. Hann kom hingað niður og var alveg óður. Hann hafði lent í orðasennu við Aline um Frank. Hann hafði fundið fleyginn frá Ijósakrónunni, — en í vasa Franks. Jim vildi sjáanlega láta taka Frank fastan áður en honum tækist að myrða nokkurn." „Frank hafði tvívegis reynt að koma mér fyrir kattarnef," sagði Lori. „Þrisvar sinnum, þótt í fyrsta skiptið hafi tilræðinu ekki verið beint gegn þér. Ég fann ísagaða þrepið í skápnum þínum. Þegar ég sagði Aline frá því, varð hún aldeilis ær. Þú hlýtur að hafa meitt þig illa, Lori, þegar þú datzt." „Já, talsvert, en það var gott, að ég skyldi ekki hryggbrotna. En Peggy, heldurðu, að Aline hafi sigað Frank á mig?" Peggy yppti öxlum og lagði við eyrun. Bifreið var að renna í hlað. Jim var að koma aftur. Konurnar tvær gengu í gráu morgunsárinu út í anddyrið, þar sem Jim og þrír menn aðrir stóðu og horfðu á Georgíu. Joel Carthy vísaði Lori inn í bókaherbergið, hellti koníaki í stórt glas handa henni og lagði arminn verndandi um hana. „f guðanna bænum, hvað hefur gerzt hér, Lori?" Þreytt og niðurdregin skýrði Lori honum frá því. Jim beit sig í vörina af sjálfsásökun og mælti: „Árum saman hefur gengið allskyns slúður um Kensington-fjölskylduna. Um daginn tók ég mig til og fór niður þangað sem ýms skjöl og plögg eru geymd. Á einu þeirra er vottfest, að þau Aline og Frank, — hafa verið gift." „Gift! En þvf í ósköpunum hafa þau leynt því?" „Frank var sjáanlega ekki vel heilbrigður, og Aline hafði tekið þá stefnu að gæta hans það sem hann átti eftir ólifað. Pabbi Jims og stjúpi þinn voru komnir aftur til Kensington Manor eftir að Durham dó, og þau bjuggu öll hér. En nú verð ég að fara og hjálpa hinum, ef þér er farið að líða betur, Lori. Þetta hefur verið meira stríðið fyrir þig!" „Heldurðu, að það mundi breyta einhverju með tilliti til Jims?" spurði Lori. „Kannske, en hann hefur vitað um Georgíu allt sitt líf, og nú þegar 46 VIKAN 20- tbl- hann hefur séð, að systir hans var ekki einungis undarleg, heldur Ifka haldin drápshneygð, þá verður hann enn smeykari við að giftast og eignast börn." „Æ, góði bezti," sagði Lori og fann, að hún var að gefast upp á þessu öllu saman. En hvað þreytan sagði nú sárlega til sín. Mörgum klukkutfmum seinna vaknaði Lori í herbergi Peggyar og var talsvert rugluð í höfðinu. En hún hélt áfram að hugsa um, hvers vegna Jim skyldi hafa gifzt Mary, þrátt fyrir vitneskjuna um Georgfu. Lori brá sér fram úr rúmi Peggyar og til tóms eldhússins og áfram út í anddyrið gegnum borðstofuna. Þar var ekki heldur neina manneskju að sjá. Hún hélt þá fram til bókaherbergisins, og þar sá hún þá Purving og Jim í samræðum. Jim spratt upp, er Lori kom inn, og það glaðnaði yfir svip hans. „Mér þykir mjög fyrir þessu, Lori," sagði hann blíðlega. „Ég mundi aldrei hafa skilið þig eina eftir, hefði ég vitað, hvað var framundan." „Hvar er Frank?" spurði Lori. „Lögregluþjónninn tók hann með sér inn." „Lori, geturðu fyrirgefið mér, hvað ég hef verið heimskur? Fyrst í nótt rann upp fyrir mér, að Frank hafði reynt að fyrirkoma þér með Ijósakrónunni og með að ýta bílnum niður brekkuna. En ég gat ekki trúað öðru eins upp á hann. Aline frænka var á bak við hann í öllu, en það er löng og sorgleg saga." „Byrjaðu á byrjuninni," sagði Purving læknir. ,,[ fyrsta lagi var Georgía alls ekki systir Jims. Georgía var dóttir Aline en var gefin upp sem barn Helenar. Aline eignaðist barnið í Boston árið 1935. Við fund- um fæðingarvottorðið, og Frank hefur viðurkennt það." „Skilurðu, hvað þetta allt táknar, Lori?" sagði Jim. „Það sannar að geðbilun Georgíu hefur erfzt úr ætt Franks, og þá um leið það, að ég þarf ekki að vera hræddur við að gifta mig aftur. f raun og veru er þetta allt mín sök. Þegar mamma dó, varð ég mjög háður Aline. Hún vildi hafa Georgíu hjá sér, og það kom henni vel að hafa allt húsið handa sjálfri sér. Hún lét fullgera nokkur herbergi í kjallaranum handa Georgíu, þar sem hún hélt sig öllum stundum. En á nóttunni lofaði Aline henni að leika lausum hala í húsinu, og tvisvar eða þrisvar ( viku baðaði hún hana. Aline náði tökum á henni með tvennu: afli og músik.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.