Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 48
MIOA PREIMTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 RABBAÐ UM KNATT- SPYRNU Framhald af bls. 9. Uruguaymenn Júgóslavi, einnig með sex mörkum gegn einu. Mikil spenna ríkti um hvor aðil- inn myndi vinna úrslitaleikinn og komu 100.000 áhorfendur til að sjá hann, þar á meðal fjölmargir Argen- tínumenn, en leiknum var lýst í út- varpi í Buenos Aires í Argentínu. Gerðu Argentínumenn sér miklar vonir um sigur í leiknum, ekki sízt eftir að það fréttist að miðframherji Uruguaymanna gæti ekki leikið með vegna meiðsla. Von Argentínumanna varð aldrei að veruleika, því Uruguaymenn reyndust þeim mun sterkari í leikn- um og unnu hann verðskuldað með fjórum mörkum gegn tveim. Búizt hafði verið við mikilli hörku í leiknum, en af henni sást ekkert þegar til kom og þótti hann mjög prúðmannlega leikinn. Þessum úrslitum undu Argentínu- menn heima fyrir hinsvegar mjög illa og voru miklar mótmælagöngur farnar í Buenos Aires og blöðin voru full af áróðri í garð Uruguay- manna. Aðrir úrslitaleikir í heimsmeist- arakeppninni hafa farið á þennan veg.- Árið 1934 héldu ítalir keppn- ina og öðru sinni sigruðu gestgjaf- arnir. Unnu Italir Tékka í framlengd- um úrslitaleik með tveim mörkum gegn einu. Árið 1938 hrepptu þeir titilinn öðru sinni, er þeir unnu Ung- verja í úrslitaleik keppninnar, sem þá var haldin í Frakklandi, — með fjórum mörkum gegn tveim. Keppnin lá niðri á meðan síðari heimsstyrjöldin geysaði, en árið 1950 var tekið til á nýjan leik og héldu Brasilíumenn keppnina í það sinn. Léku heimamenn úrslitaleik- inn gegn Uruguaymönnum á hinum risastóra Maracanaleikvangi í Ríó og voru 200.000 áhorfendur viðstaddir hann. Voru Brasilíumenn álitnir mun sigurstranglegri og stóðu veðmálin þeim 10—1 í hag fyrir leikinn. Fyrri hálfleik úrslitaleiksins lauk án þess að hvorugum aðilanum tæk- ist að skora mark, en strax f upphafi síðari hálfleiksins komust Brasilíu- menn marki yfir. Við þetta mark fundu Uruguay- menn að þeir höfðu engu að tapa en allt að vinna og sóttu allt hvað af tók og jöfnuðu. Og ellefu mín- útum fyrir leikslok tókst þeim að skora sigurmarkið. Árið 1954 var keppnin haldin f Sviss og mættust Vestur-Þjóðverjar og Ungverjar í úrslitaleiknum, en þessir aðilar höfðu keppt saman nokkrum dögum áður f riðlinum og höfðu Ungverjar unnið þann leik með átta mörkum gegn þrem. V-Þjóðverjar höfðu hvílt marga af sínum beztu mönnum í þeim leik þar sem þeir þóttust vissir um að komast áfram í keppninni, en tvö lönd í hverjum riðli komust áfram. í úrslitaleiknum fóru málin á annan veg, en hann unnu V-Þjóðverjarnir með þrem mörkum gegn tveim. Árið 1958 unnu Brasilíumenn Svía með fimm mörkum gegn tveim í úrslitaleik sem háður var f Stokk- hólmi og 1962 unnu þeir Tékka með þrem mörkum gegn einu, en keppnin var haldin f Chile það árið. Árið 1966 unnu svo Englending- ar Vestur-Þjóðverjar á Wembley- leikvanginum í London í framlengd'- um leik með fjórum mörkum gegn tveim. PUNKTAR... Framhald af bls. 9. GLÆSILEG ÚRSLIT: Einhver glæsi- legasti og drengilegasti leikur í sögu heimsmeistarakeppninnar var háð- ur árið 1938, þegar ítalir unnu Ungverja með fjórum mörkum gegn tveim. Aðalhetjurnar í leiknum voru ítalski miðframherjinn Silvio Piola og hinn frægi fyrirliði Ungverja Dr. Sarosi. HARMLEIKUR: Árið 1950 var Ríó f sorg eftir að Uruguaymenn unnu Brasilíumenn með tveim mörkum gegn einu. Síðasta dag keppninnar og næstu daga á eftir var Ríó eins og dauð borg. Fólkið safnaðist sam- an á götunum og talaði um þetta mikla óhapp fram og aftur. ÞÝZKA UNDRIÐ: Öllum á óvart unnu Vestur-Þjóðverjar heimsmeist- arakeppnina í Sviss 1954. Þýzka liðið var heppið að komast áfram í sínum riðli. Urðu Þjóðverjarnir að leika aukaleik við Tyrki, sem skar úr um það hvort landið kæmist áfram í keppninni. PUSKAS SLASAST: Ungverjarnir, sem voru nýkomnir með Olympíu- gull frá Helsingfors léku sér bók- staflega að andstæðingum sínum fram að lokaleiknum, enda þótt fyrirliðinn Ference Puskas hefði meitt sig í fyrsta leiknum við Þjóð- verja, sem Ungverjar unnu með átta mörkum gegn þrem. En án töfra- mannsins og fyrirliðans unnu Ung- verjar glæsilega frændurna frá Suður-Ameríku; Brasilíumenn í átta liða úrslitum og Uruguaymenn í undanúrslitum. Allt leit Ijómandi vel út með sigur fyrir Ungverja. FLEST MÖRK í ÚRSLITALEIK: Alla drengi dreymir einhverntíma á æv- inni um að vera aðalhetja lands sfns í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar, en aðeins örfáir fá þann draum uppfylltan. Geoff Hurst er einn þeirra. Hann skoraði þrjú af fjórum mörkum enska landsliðsins í úrslitaleik síðustu heimsmeistara- keppni, en þetta er f fyrsta skipti sem einum leikmanni tekst að gera svo mörg mörk í úrslitaleik. SKORUÐ MÖRK: Hér kemur skrá yfir mörk skoruð í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar frá upp- hafi: Arið 1930 voru skoruð 70 mörk; 1934, 65; 1938, 84; 1950, 88; 1954,138; 1958, 1 18,- 1962, 89 og 1966, 89. MET BRASILíU: Brasilía er eina landið sem unnið hefur sér rétt í öllum lokakeppnunum níu, hafa tvisvar orðið heimsmeistarar, einu sinni orðið númer tvö og einu sinni númer þrjú. FIMM SINNUM í HEIMSMEISTARA- KEPPNI: Sá leikmaður sem oftast hefur tekið þátt í lokakeppni heims- meistarakeppninnar er mexikanski markvörðurinn Antonio Carbaial. Hann var fyrst valinn í landslið heimalands síns árið 1946 og tutt- ugu árum síðar var hann fyrirliði landsliðs Mexico í heimsmeistara- keppninni í Englandi, en það var í fimmta sinn sem hann tók þátt í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar. p FRANSKUR MARKAKÓNGUR: Sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í lokakeppninni til þessa er Just Fontaine frá Frakklandi, en hann gerði þrettán mörk f keppn- inni árið 1958. ÝV HIIAR [R WIN HANS NBA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SÍCast er dregið var hlaut verðlaunin: Sigrún Sæmundsdóttir, HófgerSi 21, Kópavogi. Nafn Heimili Örkin er á bls. V. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 20. 48 VIKAN 20-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.