Vikan - 18.03.1971, Blaðsíða 28
Gleymdu
ef )ú
getdr
FRAMHALDSSAGA EFTIR LENU WINTHER
ELLEFTI HLUTI
Myrkur umlykti hana. Henni fannst eins og
það kæmi í bylgjum á móti henni.
Stundum sá hún rauða
flekki. En skyndilega rofaði til. Skær
birta streymdi til hennar og skar hana í augun.
Ég skil ekki hvernig heimurinn
er að verða, tautaði Ellen við sjálfa
sig og gekk fram f eldhús. María
hlaut að minnsta kosti að vera þar.
Nú þurfti hún, Ellen, að standa í
því leiðindastarfi að útvega sér
nýja þjónustustúlku, bara að því
að stelpan hún Anna var svona
siðlaus og illa uppalin. Og ekki
hafði Börje tekizt að koma vitinu
fyrir Mikaelu, þótt hún skipaði
honum að fara upp til hennar,
strax og hann kom heim úr vinn-
unni. Reyndar var ekki von til
þess, að heegt væri að koma í veg
fyrir þetta glapræði, fyrst Ingvar
var svona veikur fyrir konu sinni
og henni undirgefinn á flestan
hátt.
Hún gaf fyrirskipanir um kvöld-
verðinn með þrumandi raustu.
Veturinn kom snemma þetta ár-
ið. Það var orðið nístandi kajt fyrr
en varði. Ingvar fékk slæmt kvef
aðeins fáeinum dögum áður en
dansleikurinn mikli hjá Bergman
konsúl átti að fara fram. Það var
útilokað, að hann gæti farið þang-
að. En hann vildi ekki heyra á
það minnst, að Mikaela yrði af
dansleiknum vegna veikinda hans.
— En ég hef enga ánægju af
dansleiknum, ef þú verður ekki
með, mótmælti hún. — Auk þess
veldur það gestgjöfunum bara ó-
þægindum* ef það kemur ein
stök dama.
— Þú ferð á ballið, sagði Ellen
hásri röddu. — Mér er svo hræði-
lega illt í hálsinum, að það er bezt
að ég verði heima hjá Ingvari. Þú
og Börje geta farið og verið full-
trúar fjölskyldunnar. Kæra Mika-
ela, það þýðir ekkert fyrir þig að
neita þessu. Við getum ekki hunds-
að alveg þetta boð, ekki þegar
Bergman konsúll á i hlut.
Mikaela lét aftur augun. Hún
megnaði ekki að berjast gegn bæði
eiginmanni sínum og tengdamóð-
ur, allra sízt þegar þau lögðu sam-
an. Fyrstu óþægindin vegna þung-
unarinnar voru farin að segja til
sín. Sérstaklega varð henni óglatt,
þegar hún komst í hugaræsing.
Og hún átti sannarlega erfitt með
að varast það við tilhugsunina um,
að hún og Börje ættu að aka sam-
an ein í bíl til dansleiksins. Þau
höfðu forðazt hvort annað síðan
þau rifust vegna kaupanna á bú-
garðinum handa Onnu og Nils. Og
þeim hafði tekizt að vera aldrei
ein. En það var meira en mílu
vegalengd að hinni nýju villu
Bergmans konsúls, og Börje ók allt-
af bílnum sjálfur. Hún mundi neyð-
ast til að sitja við hlið honum í
bílnum, fast upp við hann . . .
— Kæri Ingvar, sagði hún biðj-
andi. — Má ég ekki senda afboð
fyrir mig.
— Þú þarft ekki að vera nema
örstutta stund á dansleiknum,
sagði Ingvar. — Gerðu það fyrir
mig að dansa nokkra dansa við
pabba. Hann hefur svo gaman af
að dansa. Og svo langar mig til að
vita hvernig þér lízt á villuna.
Það var bersýnilegt, að Mika-
ela mundi ekki sleppa við að fara
á dansleikinn.
Síðan sagði Ellen:
— Greta Stening hringdi til mín
í morgun. Elzta dóttir hennar er
líka boðin á dansleikinn. Það var
mjög elskulegt af Bergman konsúl
að bjóða henni, finnst mér. Og ég
lofaði, að hún yrði með í bílnum
hjá okkur.
Mikaela varpaði öndinni létt-
ara. Ingrid Stening var lífleg, glað-
lynd og skemmtileg stúlka. Hún
þurfti ekki lengur að hafa áhyggj-
ur af ökuferðinni.
Grænn kvöldkjóll Mikaelu und-
irstrikaði silfurgljáann á Ijósu hári
hennar og gerði augun dekkri.
Dansleikurinn var verulega vel
heppnaður. Mikaelu var boðið upp
í hvern einasta dans. Það var þröng
af karlmönnum í kringum, hana
allt kvöldið. Hún kom því ekki (
verk að dansa við Börje, eins og
hún hafði lofað Ingvari.
En um eittleytið um nóttina kom
hann til hennar.
— Eigum við ekki að fara að
þakka fyrir okkur og kveðja . . .
sagði hann. — Við eigum talsverða
leið fyrir höndum.
— Jú, við skulum gera það,
svaraði Mikaela. — Ég skal fara og
leita að Ingrid Stening.
— Þú þarft þess ekki, sagði
Börje og brosti til hennar. — Veiztu
ekki, að hún er bezta vinkona
yngstu dóttur Bergmans konsúls?
Hún ætlar að gista hér í nótt. Við
verðum tvö ein í bílnum á heim-
leiðinni, Micka litla.
Mikaela stóð hreyfingarlaus og
starði á hann. Svo að hún mundi
þá verða ein með honum eftir allt
saman — og það meira að segja
um miðja nótt. Hvað átti hún að
taka til bragðs? Átti hún að láta
líða yfir sig. Það var líklegt, að
Bergman konsúll og kona hans
mundu þá bjóða henni að vera
þarna yfir nóttina og jafna sig.
Nei, hún gat ekki vakið á sér
athygli meðal alls þessa fólks. Hún
beit á vör og kerti hnakkann. Hún
gat ekki haldið áfram að flýja
undan föður Ingvars allt sitt líf.
Þau urðu að gera upp sakirnar og
komast að einhverri niðurstöðu.
Og þau gátu svo sem vel gert
það í nótt, fyrst tækifæri bauðst
til þess.
— Jæja þá, sagði Mikaela og
tókst að brosa ofurlítið til tengda-
föður síns. — Fyrst Ingrid gistir
hér, þá verðum við tvö ein í bíln-
um á heimleiðinni. Við skulum
fara og þakka gestgjöfunum fyrir
okkur.
Börje Rickardsson horfði á Mika-
elu, þar sem hún gekk á undan
honum um salina. Grannur og fall-
egur vöxtur hennar og hreyfingar
höfðu eggjandi áhrif á hann. Hann
minntist Ingigerðar, vinkonu henn-
ar, og um leið hitnaði honum um
hjartaræturnar. Hvernig hafði
Mikaela í raun og veru lifað, á
meðan hún dvaldist í Stokkhólmi?
Var hún nokkuð betri en Ingigerð-
ur, þegar allt kom til alls? Hann
minntist þess, hversu óttaslegin
hún varð, þegar hann hótaði henni
að fara til Gautaborgar og heim-
sækja Ingigerði. Hann ætti eigin-
lega að láta verða af því. Hann
þurfti að vita, hvað hafði í raun
og veru gerzt. Það var Ijóta ólánið,
að kvenmaður af þessu taginu
skyldi klófesta saklausan son hans.
Oðru máli gegndi þegar peningar
og eignir Per Unos Melanders
fylgdu með. En nú höfðu þeir
runnið honum úr greipum. Hvers
vegna skyldi hann þá vera að
hlifa henni? En því gat hann ekki
neitað, allra sizt þegar hann gekk
sísvona rétt á eftir henni, að hún
var með afbrigðum girnileg stelpa.
Ef hún væri bara ekki alltaf svona
kuldaleg við hann. Ef hún væri
svolítið kát og skemmtileg eins og
Ingigerður.
Það væri vissulega gaman að
fara á fjörurnar við hana, en það
kom náttúrlega ekki til greina.
Hún var tengdadóttir hans — því
miður. Hann vildi ekki valda neinu
hneyksli. Hún þóttist hafa tromp
á hendinni, geta afhjúpað hann
hvenær sem hún vildi frammi fyr-
ir syni hans og eiginkonu. Bara et
hún gæti skilið, að ofurlítið hlið-
arspor, sem enginn vissi um, var
aðeins svolítið krydd í tilveruna.
Hún var köld og miskunnarlaus,
jafnvel þótt hún hefði sjálf vafa-
sama fortið f þessum efnum.
Hann varð að reyna að tala við
hana, á meðan þau óku heim. Hann
ætlaði að byrja ofur varlega, en
sýna henni síðan fram á með
festu, að það væri gagnslaust fyr-
ir hana að ætla sér að setja honum
stólinn fyrir dyrnar. Ef hún ætlaði
28 VIKAN 11.TBL.