Vikan - 22.07.1971, Síða 4
I
VIÐARÞILJUR
í miklu úrvali.
Viðartegundir: eik, askur, álmur, fura, vai-
hnota, teak, caviana, palisander
o. fl.
HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir.
PLASTPLÖITJR, Thermopal, ýmsir litir.
SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota).
*
Harðviöarsalan sf.
Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.
RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla.
- ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim-
keyrsla og Rafha ábyrgð.
P0STURINN
Veiztu svariö?
Kæri Póstur!
Nú ætla ég að spyrja þig nokk-
urra spurninga sem ég vona að
þú getir svarað. Þá byrja ég:
1. Er Keith Richard í Rolling
Stones giftur og ef svo er,
heitir konan hans þá Anita
Pallenberg?
2. Ég las í Póstinum um daginn
að spurt hefði verið hvort
konur sem stunduðu ballet
ættu ver með að eiga börnen
aðrar. Þú sagðir að það væri
hægt að lina vöðvana með
afslöppun. Hvenær eiga þær
sem eru í ballet þá að slappa
af? Á eftir ballet tíma eða á
meðan þær ganga með barn-
ið?
3. Er fyrri kona Johns Lennon
gift aftor?
Viltu birta litmynd af John
Lennon fyrir mig í einhverju af
næstu blöðum.
Kærar þakkir fyrir allt gamalt og
gott.
Ein sem kaupir alltaf VIKUNA.
1. Rétt.
2. Þær eiga að stunda þessar
æfingar á meðan á með-
göngutímanum stendur.
3. Cynthia Lennon mun ekki
gift aftur, en hún á sér þó
fast viðhaid. Við skulum at-
huga þetta með myndina af
henni og sömuleiðis með
Lennon — ef við komumst yf-
ir skemmtilega litmynd af
honum.
Arlo Guthrie
Kæri Póstur!
Þakka þér fyrir allt gamalt og
gott. Þú verður að gera þetta
elskan, becosiemin' lov, darleng
og það í Arlo Guthrie og það
svakalega, ástin. Viltu birta fyr-
ir mig heimilisfangið hans, því
ég er svo in love í honum og í
guðanna bænum ekki láta bréfið
í rusladallinn hjá þér, þá dey ég
nefnilega, veiztu það. Ég er svo
ástfangin i honum. Ég keypti
plötu með honum sem heitir
Arlo Guthrie, Washington Couty.
Ó, gerðu það fyrir mig ástin
mín.
Virðingarfyllst,
Ein ástfangin.
P.S. Bæ bæ. Hvað sérðu úr
skriftinni?
Alltaf er gaman að fá þjóðleg
bréf frá þjóðlegum, ungum kon-
um sem bera virðingu fyrir móð-
urmálinu! Heimilisfangið hans
höfum við ekki, en prufaðu að
skrifa honum c/o plötufyrirtæk-
ið hans; utanáskrif þess er á
plötuumslaginu þínu.
Úr skriftinni lesum við að þú
skrópaðir alltaf í íslenzkutímum
í skólanum — allt frá upphafi.
Gular tennur
Kæri Póstur!
Þú hefur leyst úr svo mörgum
vandamálum að nú ætla ég að
biðja þig um liðsinni. Mitt
vandamál er að ég hef svo
hryllilega gular tennur. Hvernig
á ég að losna við þetta lýti? Ég
hef talað við tannlækninn minn
út af þessu, en ekkert svar feng-
ið. Ég hef reynt þau ráð sem
mér hafa komið til hugar, en
ekkert hefur hrifið. Gefðu mér
nú gott ráð.
Þakka allt gamalt og gott.
Agnar Steinsson.
P.S. Ég hef alltaf keypt Vikuna í
lausasölu, en nú vil ég gerast
áskrifandi. Hvernig fer ég að
því?
Sami.
Byrjaðu á því að skipta um tann-
lækni! Það getur ekki verið góð-
ur tannlæknir sem engin svör
gefur við svona spurningu. Að
vísu höfum við ekki neina
skyndilausn á þessum vanda, en
Pósturinn man til þess að ætt-
ingi hans át einu sinni kalktöfl-
ur í langan tíma og fékk fyrir
bragðið skínandi hvítar og fall-
egar tennur. Eins höfum við
heyrt þess dæmi að tannlæknar
(almennilegir) hafi hreinsað
tennur í fólki á sérstakan hátt og
æfti það að vera hægt við þig
eins og aðra. En Pósturinn hefur
þó mesta trú á að bursta tenn-
urnar kvölds og morgna; þannig
losnar maður líka við tannlækn-
inn.
4 VIKAN 29. TBL.