Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 12
Smásaga úr Reykjavíkurlífinu eftir örn H. Bjarnason Hún var mjög vel stæð, það bar öllum saman um, átti verzlun við Laugaveginn og stóra ibúð vestur í bæ og Pétur var staðráðinn að krækja í þessa konu. Heildsal- an hafði gengið illa hjá honum undanfarið og hann varð að komast yfir peninga, mikla peninga og það fljótt. Hjónabandið var svo sem ekki það lifsform, sem hann taldi fullkomnast hér á jörðu, en endur fyrir löngu hafði hann komið sér niður á þá kenningu, að peningar hefðu góð áhrif á sálina og nú var málum þannig háttað, að hamr sá enga aðra leið til þess að afla þeirra. Það voru nokkrir mánuðir síðan Pétur hafði kynnzt þessari konu og i kvöld ætluðu þau út að borða saman. Hann var að hafa fataskipti og móðir hans elti hann um alla íbúð og týndi upp spjarirnar jafnharðan og hann fleygði þeim frá sér, óhreinir sokkar hér, nærföt þar, handklæði uppi á bókaskáp og svo þurrkaði hún bað- herbergisgólfið og hreinsaði skeggkústinn og rakvélina. Svona hafði hún stjanað undir honum í fjörutíu ár og stundum var engu líkara en hún hefði nautn af þvi, nautn af að bogra í gegnum lífið fyrir drenginn sinn. „Ertu búinn að talta meðalið þitt?“ kallaði hún og hann sótji fjögur þúsund krónur og lét í veskið sitt. Þetta var aleigan. Helzt hefði hann viljað hafa það meira, því að í kvöld ætlaði hann að biðja konunnar og hann vissi, að miklir peningar samankomnir í einu veski myndu verka vel á hana. Konur settu þess háttar i samband við karlmannlega ýtni og dágóða náttúru og almenn hygg- indi. „Meðalið þitt, ertu búinn að taka það?“ kallaði móðir hans og hann fór í jakkann sinn. „Já,“ sagði hann, en það var ekki satt. Hann hafði tek- ið þessar töflur æ sjaldnar undanfarið, raunar þvert of- an í ráðleggingar læknisins, einfaldlega vegna þess, að honum fannst það hlálegt, að hann ekki nema fertugur maðurinn og alls enginn ístruhlunkur, skyldi vera veill fyrir hjarta. „Ætlarðu út með henni?" sagði móðir hans og hún lagaði vasaklútinn í brjóstvasanum og leit ibyggin á hann. „Já, við Stella ætlum i Grillið saman.“ „Það er pen kqna, hún Stella,“ sagði hún og lijálpaði 12 VIKAN 29.TBL Hann opnaði tvær bjórdósir og hellti í glös handa þeim og hann kyssti hana og fór með höndina npp undir pilsið og það var enginn divan þarna inni og hann hallaði henni upp að skrifborðinu.... honum i gula úlsterfrakkann, „og erfði hún ekki verzlun eftir manninn sinn sáluga?“ Hann anzaði henni ekki, en hringdi í leigubil. Þegar bíllinn var kominn fylgdi hún honum út á tröpp- ur og á leiðinni fjarlægði hún kusk, sem hún þóttist sjá á frakkanum. Þetta var eins konar þögul athöfn, sem táknaði að hún væri móðir hans og hann sonur hennar. Stella átti heima á Melunum og leigubillinn fór Suð- urlandsbrautina og upp Lönguhlíð og vestur Hring- brautina. Á leiðinni þreifaði Pétur i vasa sinn eftir pillu- glasinu. Það var gott að vita af því þarna, en hann fékk sér enga töflu, enda var það svo, að i hvert skipti, sem hann tók þetta hjartameðal, fannst honum hann eldast um mörg ár og í kvöld mátti hann ekki við sliku. Hann þurfti að vera í góðu formi, svo hann gæti hrifið Stellu með sér út í þetta dæmalausa ævintýri. Raunar var hann bjartsýnn, því að siðast þegar þau hittust hafði hún sagzt elska hann og hún hafði talað mikið um börnin sín tvö, hvað það væri slæmt fyrir þau að eiga engan pabba og hún svona mikið að heiman og gæti ekki sinnt þeim sem skyldi. „Ég elska þig líka,“ hafði hann sagt og siðan bætt því við, að börn mættu ekki verða fyrir of einhliða áhrifum. Það yrði að vera jafnvægi í uppeldinu, styrk hönd til þess að vega upp á móti gælum móðurinnar. Þetta hreií og hún sagði að hann væri skilningsrikasti maður, sem hún hefði á ævi sinni hitt. Og þá nótt fór hann ekkert heim til sín og um morguninn færði hún honum kaffi í rúmið og hún sagði við krakkana, að þau skyldu kalla hann frænda. Bíllinn stanzaði nú fyrir utan húsið og Pétur bað bíl- stjórann að flauta. Það var dálítil snjóföl á stéttinni og þegar Stella kom út, fór Pétur á móti henni og leiddi hana í bílinn. Hún var í dýrindis loðkápu og silfurlit- uðum skóm og hún lét allan þunga sinn hvíla á honum og honum fannst hann vera með kartöflusekk á hand- leggnum eða stóra ferðatösku. Þegar þau komu i Grillið, tók yfirþjónninn á móti þeim og vísaði þeim að borði úti við austurgluggann. Svo kom annar þjónn ungur, stimamjúkur náungi með snjóhvitar hendur og mjótt yfirvaraskegg. Hann lyktaði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.