Vikan


Vikan - 22.07.1971, Side 19

Vikan - 22.07.1971, Side 19
Candice (Candice Bergen). Robert (Yves Montand). Catherine (Annie Girardot). „LIFÐU LÍFINU“ er saga þriggja persóna. Líf þeirra er samtvinnað á örlagaríkan hátt — hinn eilífi þríhgrningur .. . Það er MAÐURINN, sem leitar hvíldarlaust að spennu sem gefur lífi hans gildi — gerir það þess vert að lifa. Hann leitar í starfi sínu og meðal kvennanna, sem verða á vegi hans. KONAN, sem finnur að hjónaband hennar er að leysast upp, — sem kann að elska, en ekki að lifa lífinu. STÚLKAN, sem elskar manninn, en ást þeirra knýr þau til að gera úttekt á sjálfum sér og hvoru fyrir sig. Sagan er snilldarlega sögð og hefur verið kvikmynduð og hlaut þá frönsku kvikmyndaverðlaunin, sem bezta mynd ársins. Kvikmyndin verður sýnd í Tónabiói innari tíðar. Með aðalhlutverkin fara Yves Montand, Candice Bergen og Annie Giardot. hafði alltaf farið svo rólega. Lucie var ekki hjálpleg. Henni var ekki liðugt um málbeinið venjulega og nú var hún syfjuð í þokkabót, tautaði æ ofan í æ að ég hefði ekki ætlað að koma heim fyrr en á mánudag. En loksins, eftir að ég hafði þrum- að yfir henni, gaf hún þær upp- lýsingar að konan mín hefði að- eins farið út að verzla með Jacqueline vinkonu sinni. í fyrstu trúði ég henni ekki. Mér fannst þetta hlyti að vera ein- hver neyðarlygi. Lucie vissi ekki einu sinni hvenær von væri á húsmóður hennar. Hvernig mátti það vera? Lucie vissi alltaf um slíka hluti, ef ske kynni að ég hringdi heim. Að lokum varð ég rólegri og tók orð Lucie trúanleg. Það var aðeins saklaus verzlunarferð, sem kom í veg fyrir að ég hitti konuna mína strax, eins og ég þráði hana og þurfti á henni að halda. Þegar Lucie sá að ég var bú- inn að ná mér, varð hún líka róleg og glaðleg. Hún spurði mig hvort ég vildi ekki eitt- hvað að borða, eitthvað að drekka? Ég lét hana stjana við mig. Meðan hún var á stjái fór ég að íhuga þessa einkennilegu taugaveiklun mína, hræðslu og samvizkubit. Hvað kom til? Og hversvegna varð stúlkan svona bjálfaleg þegar ég kom heim? Ég greip tímarit og fór að fletta því, án þess að sjá hvað stóð í því, en þegar ég kom að kross- gátunni varð ég hissa. Þegar Lucie kom inn í stof- una aftur sagði ég: — Segðu mér eitt, Lucie, ert þú dugleg að ráða krossgátur? — Ó, nei, herra. Það er frúin. — Hvenær byrjaði hún á þessu? — Ég veit það ekki Ég held hún hafi alltaf gert þetta. Ég fleygði frá mér tímarit- inu, mjög þungbúinn. Ég fól andlitið í höndum mér. Hvað hafði ég gert Catherine, þessari greindu, ljúfu og ástríku Cath- erine, sem var svo lifandi og áhugasöm, lét sig varða allt sem anda dró. Að hugsa sér að hún skyldi sóa tímanum í svo auð- virðilega dægrastyttingu. Höfðu áhyggjur hennar af mér, sem alltaf var á ferðinni frá einu heimshorni til annars, gert henni þetta? Voru það áhyggjur af starfi mínu og þeim hættum sem voru því samfara, eða vissi hún að fjórða hver ferð mín átti aðeins skylt við óróa blóðs- ins og karlmannlegar ástríður? Það var ómögulegt að vita. En mér fór að verða ljóst að á ein- hvern hátt hafði þessi þeyting- ur á mér smátt og smátt útilok- að hana frá því sem hún áður hafði áhuga á. Sambúðin við mig hafði á einhvern hátt lokað hana inni, eins og í skel. Allt sem eftir var af lífinu var von hennar og trúin á því að ég væri ennþá eiginmaður hennar, jafn ákafur og trúr eins og ég hafði hugsað mér að vera fyrir tíu árum síðan. Það var ekki svo undarlegt að stúlkan væri viðutan og áhyggjufull yfir því að ég hafði snúið heim fyrr en búizt var við; hún hefði sent skeyti út um allt, til að segja konunni minni að ástvinur hennar væri kominn heim, svo hún gæti komið til að taka á móti mér, ef hún hefði eygt nokkurn möguleika á því. Þannig var ég búinn að koma öllu fyrir, að jafnvel stúlkan var svo skelkuð, eins og hún hefði gert eitthvað af sér. Því- líkt ástand! Framhald í næsta blaði. 29.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.