Vikan - 22.07.1971, Side 34
Jafnvel Elísabet hvatti Maríu
til að finna morðingja hans og
refsa þeim öllum. En engin al-
varleg tilraun var gerð til þess
og þremur mánuðum eftir
dauða Darnleys, voru þau María
og Bothwell gefin saman.
í þetta sinn varð almenn
gremja við allar konungshirðir
Evrópu — hjá mótmælendum
af því, að í æðum Bothwells
rann ekki einn dropi af kon-
unglegu blóði, og hjá kaþólsk-
um af því, að Bothwell var mót-
mælandi, og auk þess talinn
morðingi. Það kom til reikn-
ingsskila við Carberry hæð, ná-
lægt Edinborg, þar sem sam-
einaðar fylkingar fjandmanna
.Maríu og þeirra sem hefna
vildu Darnleys, mættu fylktu
liði fylgismanna hennar. í
fyrstu voru fylkingarnar álíka
fjölmennar, en eftir því sem
á daginn leið, þynntust raðir
stuðningsmanna Maríu.
Undir hvítum vopnahlésfána
voru samningar gerðir. Hin
fagra drottning skyldi gefa sig
á vald óvinunum og verða fangi
þeirra. Bothwell, sem hlýtt
hafði þögull á samningsgerðina,
kyssti konu sína skilnaðarkossi
og var síðan leyft að fara frjáls
ferða sinna. Hann fór til Orkn-
eyja, og þaðan flýði hann á
smá kænu til Noregs. Að lok-
um var hann tekinn höndum og
settur í fangelsi í Danmörku,
þar sem hann dó sjö árum síð-
ar, óður og hlekkjaður.
Eins og í þarnæsku var María
flutt úr einu fangelsinu í annað.
En kveneðli hennar var óbugað,
því að í Lochlaven-kastala varð
einn af fangavörðum hennar
svo ástfanginn af henni, að
hann hjálpaði henni til að flýja.
Npkkrir vinir söfnuðust undir
fána hennar, en þeir reyndust
of fáliðaðir. Hrakin af óvinum
sínum neyddist hún loks til
þess, hinn 16. maí 1568, að fara
yfir landamærin til Englands.
Elísabet hafði ávallt lofað
henni öruggu hæli, en á sömu
stundu og María fór yfir landa-
mærin, lokaðist gildra Elísabet-
ar. María átti eftir að vera
fangi þau 19 ár, sem hún átti
ólifuð — stundum var tekið á
henni með hönzkum, stundum
var hún beitt svívirðilegri harð-
neskju. Stundum var henni
leyft að fara ríðandi á veiðar,
en njósnarar óvina hennar létu
hana aldrei hverfa úr augsýn.
Eitt sinn var hún tekin til yf-
irheyrslu vegna gruns um þátt-
töku í morði Darnleys. Aðal-
forsendur ákærunnar voru
byggðar á hinum frægu Casket-
bréfum. í silfurskríni (casket),
sem talið var að Bothwell hefði
skilið eftir, þegar hann flúði,
fundust bréf með rithönd Mar-
íu, að því er fullyrt var, sem
báru þess vott, að henni hefði
verið kunnugt um ráðabrugg
um morðið. En allt gátu þetta
verið falsanir, fundnar upp í
því skyni, að veiða Maríu í
gildru. Henni var ekki leyft að
svara formlega til saka, hún
fékk engan lögfræðilegan
ráðunaut, og engan tíma til að
undirbúa vörn sína. Hefði hún
fengið að leiða vitni, hefði hún
getað komið með marga, sem
hefðu getað sannað að bréfin
væru fölsuð.
María var sýknuð vegna
skorts á sönnunum. En frelsið
fékk hún ekki. Elísabet veitti
henni mörg ár enn, til þess að
fremja eitthvert örlagaríkt ax-
arskaft.
Og því miður, í örvæntingu
sinni yfir hinni endalausu
fangavist, reyndi María að gera
samsæri með mörgum um að
hjálpa sér að flýja. Öll þau
bréfaviðskipti voru lesin af
njósnurum Elísabetar, og Elísa-
bet vissi oft um slíkt ráðabrugg
á undan Maríu. Árið 1586 var
María Skotadrottning loks tek-
in aftur til yfirheyr-slu í Foth-
eringay, í þetta sinn ákærð um
samsæri gegn Englandsdrottn-
ingu og ríkinu. Niðurstaða rétt-
arhaldanna var fyrirfram
ákveðin. Hún var dæmd til
dauða .
Á aftökudeginum næsta ár,
klæddist hún með sama tígu-
leik og umhyggjusemi eins og
venjulega .Hún klæddist loð-
skinnsfóðruðum kyrtli úr
svörtu satíni, með flaksandi
ermum og löngum slóða og í
hárauðu pilsi. Höfuðbúnaður
hennar var úr snjóhvítu líni
með langri slæðu, og um háls-
inn bar hún festi með Agnus
Dei. Þegar hún var leidd á högg-
stokkinn, söng hún hástöfum á
latínu til að yfirgnæfa mótmæl-
endabænir djáknans í Péturs-
borg (Petersborough í Suður-
Englandi). Böðullinn var skjálf-
hentur og varð að höggva þrisv-
ar til að losa hið fagra höfuð
frá bolnum. Þannig urðu enda-
lok hinnar síðustu Skotlands-
drottningar, er hún var 44 ára
að aldri.
Elísabet hafði sigrað — og
þó? Það var sonur Maríu, Jakob
I., sem síðar ríkti bæði yfir
Englandi og Skotlandi, og stofn-
aði Sameinaða Konungsríkið,
sem stendur enn í dag. Og þessi
drottning, kona, sem þjóðsögur
þyrluðust upp um þegar í lif-
anda lífi, er enn meiri þjóð-
sagnapersóna nú en nokkru
sinni fyrr. Fyrir Skota, og mörg
skáldin, allt frá Ronsard til
Schillers og Alfred Nayes, er
hún fegurðin og ævintýrið holdi
klætt.
VINDSÆNGIN
Framháld af hls. 13.
Þau fengu sér ís eftir matinn
og svo kaffi og Pétur fór að æfa
bónorðið í huganum, sneri því
á alla vegu og kanta. Hann sá
að Stella var dösuð eftir öfátið
og mátulega varnarlítil og nú
var stundin runnin upp fannst
honum. En í því að hann ræskti
sig, bað hún hann að hafa sig
afsakaða, hún þyrfti fram. Og
hann hélt áfram að æfa sig, en
þegar hún kom aftur var kjark-
urinn i'jaraður út og hann ákvað
að slá bónorðinu á frest, kann-
ski þangað til í lyftunni á leið-
inni niður, notfæra sér kitlurn-
ar í maganum á henni eða
stoppa lyftuna milli hæða. Kon-
ur voru veikar fyrir þess hátt-
ar bjánalegum uppátækjum.
Pétur veifaði í þjóninn og sagði
við Stellu.
„Eigum við ekki að fá okkur
einn niðri á Mímisbar?" Jú,
hún var til í það og Pétur borg-
aði reikninginn og þau stóðu
upp. Þegar þau komu í lyftuna
var hún full af fólki og enn
varð hann að slá bónorðinu á
frest.
Á Mímisbar var margt um
manninn og í einu horninu sat
huggupíanistinn og spilaði
syfjuleg lög. Konur voru þarna
í góðum meirihluta, sýndist
Pétri, brosandi, tilkippilegar,
bíðandi. Þarna voru líka þessar
venjulegu barflugur og vín-
belgir, sem féllu að fólksmergð-
inni eins og vel skorðaðir stein-
ar í grjótgarð. Allar hendur
voru á lofti og barþjónarnir
fylltu glösin skjótara en aug-
um væri rennt, en samt virtist
enginn fullur þarna inni.
Pétur sótti handa þeim tvo
Manhattan, en þegar hann kom
aftur var Stella farin að tala við
fólk, sem hún þekkti. Þetta
voru ung hjón, óþarflega lífs-
glöð, fannst Pétri og honum var
ekkert sérlega um þau gefið.
Maðurinn var greinilega mikið
fyrir útivistir, það kom fljótt í
ljós. Hann átti hest, sagði hann
og hafði yndi af rjúpnaskyttiríi
og svo sagði hann, að þau hjón-
in væru ný komin sunnan úr
Ölpum, þar sem þau höfðil ver-
Röntunarseðlll
KLIPPIÐ HÉR
Vlnsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, I því númeri. sem
ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávlsun/póstávísun/frlmerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
Nr. 21 (9472) Stærðin á að vera nr.
Nr. 22 (9476) Stærðin á að vera nr.
Vlkan - SimpllcHy
KLIPPIÐ HÉR
Nafn
Heimili
34 VIKAN 29. TBL.