Vikan - 22.07.1971, Síða 37
UTl&INNI
Á nýja ibúð: 2 umferðir
HðRPUSILKI UNDIRMÁLNING
1 umferð HÖRPUSILKI
og þér fáið ekki ódýrari
málningu!
Hörpusilki Herðir á ganga
og barnaherbergi
HÖRPU FESTIR Úti
HBRPB Hl.
m
S/
senda eftir myndum af stúlku,
sem hann hafði séð myndir af
á forsíðum fimm tímarita.“
Sú stúlka var Marilyn Mon-
roe, eða Norma Jeane Doug-
herty. Fljótlega eftir það fann
ráðningastjóri Hughes síma-
númer Normu Jeane og hafði
samband við hana; sagði henni,
að Howard Hughes vildi hitta
hana.
En eitthvað kom í veg fyrir
að svo yrði, svo að í staðinn fór
Norma Jeane ásamt náunga að
nafni Harry Lipton yfir í Fox-
stúdíóin, en Lipton þessi var
eins konar umboðsmaður
Normu Jeane um það leyti og
átti síðar eftir að koma mjög
við sögu hennar.
Lipton hafði komizt að þeirri
niðurstöðu, að 20th Century-
Fox væri betra takmark en
RKO-Radio Pictures, sem
Hughes átti, þar sem 20th var
á höttunum eftir nýrri, ungri
leikkonu, sem gæti tekið við af
skærustu stjörnum fyrirtækis-
ins, þegar þær væru búnar að
syngja sitt síðasta, og það virt-
ist sem slík örlög væru ekki
langt undan. Á meðal þessara
stjarna var Betty Grable.
Lipton kynnti Normu Jeane
fyrir Ivan Khan, sem þá var
yfirmaður hæfileikadeildar fyr-
irtækisins, og Kahn sendi hana
áfram til Ben’s Lyon, sem var
hæfileikaspæjari 20th Century
Fox.
Um leið og Norma Jeane
Dougherty gekk inn í skrifstofu
Lyons, sá hún á andliti hans,
að honum líkaði það sem hann
sá. Lyon útvegaði henni
reynslukvikmyndatöku og
nokkrum dögum síðar kom hún
aftur í stúdíóið, skjálfandi af
taugaóstyrk.
Hún kom sem af fjöllum og
var hálf hrædd við þetta allt
saman. Hún hafði ekki minnstu
hugmynd um, hvað hún átti að
gera og ekki dró það úr óstyrk
hennar, að henni var sagt að
prófraun ætti að fara fram á
sviði, sem var útbúið fyrir
„Mother Wore Tights“, kvik-
mynd sem engin önnur en sjálf
Betty Grable lék aðalhlutverk-
ið í.
Lyon var sjálfur viðstaddur
og sagði Normu Jeane að fara I
níðþröngan, kynþokkafullan
kjól, sem var sendur frá bún-
ingadeildinni.
Þegar Norma Jeane gekk inn
á sviðið, gat Lyon — sem hafði
séð heilar þyrpingar af stjörn-
um verða til; leikkonur eins og
Jean Harlow, Clara Bow og
Betty Grable — ekki komizt hjá
því að fá gæsahúð. Hann horfði
dáleiddur á Normu Jeane
ganga yfir sviðið, hægt og dill-
andi og hans reynda auga sagði
honum þegar í stað hvaða hlut-
verk þessi nýja uppgötvun hans
ætti að leika í prófuninni.
„Allt og sumt sem þú átt að
gera,“ sagði hann við Normu
Jeane, sem var orðin dauð-
hrædd, „er að ganga yfir sviðið,
setjast í sófann, taka upp sígar-
ettu og kveikja í henni. Síðan
skaltu drepa í henni í ösku-
bakkanum, standa upp og ganga
í áttina að myndavélinni, snúa
þér við, ganga yfir að gluggan-
um þarna, horfa út og koma
svo aftur hingað og ganga út af
sviðinu."
Þegar þessu var lokið, skipaði
Lyon svo fyrir, að filman skyldi
þegar í stað framkölluð. Siðar,
þegar hann skoðaði hana, varð
hann þess fullviss, að hans
fyrstu áhrif af Normu Jeane
voru fyRilega réttlætanleg.
Myndin á tjaldinu sýndi það,
svo ekki var um að villast.
Myndatökumaðurinn, Leon
Shamroy, deildi ákafa hans og
hrópaði til Lyon’s: „Þessi stúlka
verður stórstjarna einhvern
daginn. Náttúruleg fegurð
hennar og minnimáttarkennd
gefa henni einhvers konar dul-
arfullt útlit. Maður sér ekki
svona stúlkur nema örsjaldan."
Nokkrum dögum síðar
hringdi Harry Lipton í Norpiu
Jeane og sagði henni fréttirnar:
„Það lítur út fyrir, að þú hafir
náð takmarkinu, ljúfan. Þeir
vilja, að þú komir hingað og
skrifir undir samning.“
Norma Jeane kyssti simann
af ánægju.
Hún fór til Liptons og saman
fóru þau til að hitta Lyon á
skrifstofu hans. „Herra Zanuck
hefur fyrirskipað, að þú skulir
sett á samning," sagði Lyon.
Maðurinn sem hann átti við var
Darryl F. Zannuck, forstjóri
Fox. Svo dró Lyon upp samn-
inginn.
En það var ekki hið eina, sem
Lyon vildi ræða við Normu Je-
ane. Það var eitt enn. Nafn.
Þeim líkaði ekki Norma Jeane
Dougherty, það yrði of langt á
auglýsingum.
„Eru einhver fjölskýldnöfn
sem þér þykir sérstaklega vænt
um?“ spurðu þeir.
„Ja,“ svaraði Norma Jeane,
„móðir mín var fædd Monroe
og mér hefur alltaf þótt vænt
um það. Auk þess er ég komin
af Monroe forseta."
„Allt í lagi,“ sagði Lyon.
„Monroe skal það vera. Það var
nógu gott. á forseta, svo að það.
er nógu gott handa okkur. Nú
vantar okkur fornafn. Þú ert
furðulegt sambland af tveimur
persónum, sem ég þekkti vel —
Jean Harlow og Marilyn Miller.
Marilyn hljómar betur með
Monroe en Jean.
Svona höfum við það þá:
Marilyn Monroe!“
Marilyn Monroe var alltaf
sár yfir því að hafa ekki haldið
fast við að taka frekar Jean en
Marilyn, en hún gerði sér líka
grein fyrir því, að það var of
seint að hugsa um það, eftir að
hún var orðin stórstjarna.
Fyrsta hlutverk hennar í
29. TBL. VIKAN 37