Vikan - 22.07.1971, Qupperneq 40
— Hvað er að, fröken Elsa,
hversvegna háldið þér lakinu
svona fast að brjóstunum?
láta þessi vonbrigði fæla sig frá
Hollywood um aldur og ævi.
„Ég verð að hitta hann, ég
bara verð ...“
Marilyn Monroe var skyndi-
lega orðin ákveðin, hörð, full-
orðin og siðast en ekki sízt
hrædd um framtíð sína. Hún
ætlaði að gera það sem fáir
þorðu — og jafnvel létu sér
detta í hug. Hún fór til vel var-
innar skrifstofu Darryl’s F.
Zanuck. Hún hafði aldrei séð
hann ,en þegar samningnum var
sagt upp fór hún til hans i ör-
væntingu sinni. Einkaritari
Zanucks sagði henni, að hann
yværi í fríi í Sun Valley.
Síðustu vonir Marilyn Mon-
roe um að 20th Century Fox
myndi gera hana að stjörnu,
voru brostnar.
Vikur og mánuðir liðu og líf
Marilyn breyttist stöðugt til
hins verra. Tekjur hennar voru
lægri en nokkru sinni fyrr. Hún
fékk atvinnuleysisstyrk, en það
dugði varla fyrir mat, hvað þá
að það dygði henni fyrir öllu
því sem hún þurfti, ef hún ætl-
aði að geta haldið baráttu sinni
áfram. Hún reyndi að komast
aftur inn í fyrirsætustörf, en
hafði verið of lengi í burtu. Hún
var búin að tapa þeim sam-
böndum, sem hún hafði haft, og
stöðuga vinnu var útilokað að
fá.
En einn maður gafst ekki upp
á Marilyn á þessum tíma. Hann
gekk á milli stúdióanna, ráðn-
ingarstjóra, hæfileikaspæjara
og leikstjóra til að biðja þá að
gefa Marilyn eitt tækifæri. Það
var umboðsmaðurinn hennar,
Harry Lipton.
Og loks datt Lipton í lukku-
pottinn. Á endanum fann hann
mann, sem vildi sitja kyrr
nægilega lengi til að skoða
reynslukvikmyndina sem hafði
verið gerð með Marilyn hjá Fox
hálfu öðru ári áður. Sá maður
var yfirmaður hjá Columbia
Pictures, Max Arnow.
„Mér líkar hún,“ sagði Arnow
eftir að hann hafði séð Marilyn
á tjaldinu. „Komdu með hana
hingað, og við gerum samning
við hana.“
Marilyn og Lipton fóru til
Columbia daginn eftir, og eftir
stuttar viðræður við Arnow var
dreginn upp 6 mánaða samn-
ingur. Marilyn fékk 125 dollara
á viku, og hún var látin hefja
leiklistarnám á nýjan leik und-
ir stjórn kennara Columbia,
Natöshu Lytess.
Natasha varð strax hrifin af
ákafa og áhuga Marilyn. Eftir
nokkrar vikur fór Marilyn að
sýna umtalsverðan árangur, og
ungfrú Lytess sá, að í þessum
nemanda leyndust miklir hæfi-
leikar.
Ungfrú Lytess bar Marilyn
vel söguna. Hún var einstakléga
hæfileikamikil kona, og Mari-
lyn var þess fullviss allt til
dauðadags, að framfarirnar sem
hún sýndi, hefðu verið Natöshu
að þakka. Eftir að Natasha
hafði mælt með Marilyn í nokk-
urn tíma, ákváðu forráðamenn
fyrirtækisins, að tími væri
kominn til að Marilyn fengi að
leika.
Sú mynd var gerð á 9 dögum
og hét Ladies in the Chorus. Þar
lék Marilyn aðalhlutverkið, það
fyrsta í röðinni, fatafelluna
Peggy Martin .Hún fékk meira
að segja tækifæri til að syngja
tvö lög!
Og Marilyn Monroe var snjöll
Hún vissi hversu mikils virði
það var fyrir leikara í Holly-
wood að koma sér vel við blaða-
mennina þar — ekki sízt slúð-
urdálkahöfundana eins og
Heddu Hopper og Louellu Par-
son. Því hringdi hún í Louellu
Parson og þakkaði henni fyrir
þann stuðning, sem hún hafði
veitt í dálkum sínum — sem
voru lesnir um öll Bandaríkin.
Marilyn sagði unfrú Parson, að
það væri hún sem bæri aðallega
ábyrgðina á þessu tækifæri.
Þetta símtal var upphaf langrar
og einlægrar vináttu á milli
þeirra tveggja. Vináttu, sem
stóð þar til Marilyn lézt árið
1961.
En stjörnufrægð kemur ekki
á einni nóttu. í þessu tilviki var
það þó ekki aðalleikaranum,
Marilyn Monroe, að kenna,
heldur myndinni sjálfri.
Ladies in the Chorus var verk
eins manns, leikstjóra frá New
York, og hafði sá, Harry Romm,
aðallega fengizt við sviðssetn-
ingar áður. Myndin var skáð B,
sem þýðir að hún er ekki mjög
góð og gaf Marilyn ekki það
tækifæri, sem hún hafði búizt
við. Það sem mynd þessi gerði
í raun og veru fyrir hana var
það eitt að kynna Marilyn fyrir
manni, sem hún síðar giftist,
Joe Di Maggio. Hún varð ást-
fangin.
Hér lýkur úrdrætti okkar úr
ævisögu Marilyn Monroe.
Framhaldið þekkja allir. Það
verður aldrei til önnur Marilyn
Monroe, og það er mjög ólíklegt
að þetta nýja „Monroe-look“
verði vinsælt. Minningin um
þessa dáðu leikkonu er enn of
dýrmæt í hjörtum milljóna að-
dáenda hennar.
(ó.vald. þýddi úr sógunni Mzri-
lyn Monroe, her own story, eftir
George Carpozi, Jr.).
PRICE OF FAME
Framhald af bls. 14.
að ganga í gegnum það tímabil
og nú höfum við engar áhyggj-
ur af því að við séum að stela
neinu frá hvor öðrum.“
Og í framhaldi af því sem áð-
ur var rætt, í sambandi við tvo
píanóleikara og allt það, þá er
rétt að geta þess að þeir hafa
fengið með sér gítarleikarann
Colin Green og trommarann
Clive Thacker, en sjálfir leika
þeir á píanó, orgel, gítara bassa
og eitt og annað í viðbót. Það
er helzt Alan sem leikur á
bassann og er sagði mjög góð-
ur, já, alveg einstaklega góður.
Sjálfur segist hann spila á
bassa til að sýna fólki að hann
sé með tvær lappir, en eins og
kunnugt er hefur hann alltaf
setið við sitt orgel. Georgie seg-
ist vera ágætur bassalekari og
lýgur því ekki. Svo bætir hann
við: „En að vísu hef ég alltaf
verið einn bezti rythma-leikar-
inn í bransanum.“
„SAGA OR SMÁBÆ"
Framhald af bls. 14.
Nú þóttust þeir hafa öll tromp
í hendi sér, sem þeir og gerðu,
og nú hótuðu þeir að birta
myndirnar ef ekki yrði málað
yfir Kristsmyndina og „boð-
orðin“! Og ekki þótti þeim það
nóg. Það vill svo til, að velvild-
armaður okkar er í bæjarstjórn
hérna og einn af andstæðingun-
um hótaði því, að hann skyldi
eyðileggja stjórnmálaferil hans,
þ.e. velvildarmannsins.
Og þá blöskraði okkar manni.
Hann kom til okkar og sagði
okkur alla málavexti og bað
okkur að mála eða hengja eitt-
hvað yfir áðurnefnd verk, sem
við og gerðum.
Tilefni þessa bréfs míns er
að fræða fólk á íslandi á því
hve sumir Siglfirðingar eru
heittrúaðir! Einnig vildi ég
gjarnan fá álit sem flestra á
þessu máli og ég hef ekkert á
móti „persónulegu áliti“ Ómars
Valdimarssonar, því það er gott
að einhverjir hafa sjálfstæða
skoðun á málunum.
Með þökk fyrir birtinguna.
LfZA.
Við þetta bréf hef ég í raun-
inni litlu að bæta, en sendi heit-
ar baráttukveðjur norður.
CREAM ...
Framhald af bls. 15.
•
vel í heimi) ætti að taka það að
sér og það varð úr.
Allar bókanir okkar fóru
fram í gegnum mig, og mig
langar til að láta það koma fram
að þegar þetta var, lækkaði
vikukaupið hjá mér um 20 pund
(4200 kr. ísl.) frá því sem áður
var. Upphaflega var hugmyndin
að þetta yrði mín hljómsveit, en
þeir Jack og Eric vildu að þetta
yrði algjör samvinna, þannig að
enginn yrði „hljómsveitar-
stjóri“. Þá vildi ég náttúrlega
að allar tónsmíðar yrði skráðar
á okkur alla, þar sem ég fékk
ekkert fyrir alla vinnuna sem
ég lagði í bókanir og annað, en
þeir vildu það ekki. „Sá sem
semur, fær alla peningana fyrir
það,“ sögðu þeir.
Eftir þrjá mánuði var ég ó-
ánægður með ástandið. Þeir
vildu ekki einu sinni reyna að
spila mörg þeirra laga sem ég
hafði samið og svo kom að því
að mér var tilkynnt að þeir
ætluðu að ráða nýjan trommu-
leikara. Ég veit ekki enn hvers
vegna þeir gerðu það ekki, en
það er eins gott að ekkert varð
úr því hjá þeim.
Það lá við frá upphafi að
hljómsveitin leystist upp. Oft
þurfti ég að drekka mig blind-
fullan áður en ég gat unnið
með þeim. Nú kemur ekki til
mála að ég vinni með þeim
undir neinum kringumstæðum.
Tvö þeirra laga sem við sendum
frá okkur voru mikið til sam-
in af mér, en þau voru skrifuð
á þá, svo ég fékk ekkert fyrir
þau.
En bað var ekki aðeins vegna
peningana sem Cream leystist
upp. Það komu alls konar hlut-
ir þar inn í... Nýlega var því
stungið að mér að það gæti orð-
40 VIKAN 29. TBL.