Vikan


Vikan - 22.07.1971, Qupperneq 49

Vikan - 22.07.1971, Qupperneq 49
ÉG VIL LIFA - ÞESS VEGNA RÖLTI ÉG ÁFRAM Þessi gamla kona er búin að ganga yfir 60 kílómetra á fjór- um dögum, frá hinu sveltandi Austur-Pakistan til Indlands. Hún var búin að missa syni sína og konurnar þeirra og allt sem hún hafði til að lifa fyrir. Ljósmynd- arinn spurði hana, hve gömul hún væri. Hún horfði á hann skiln- ingsvana. — Hve mörg sumur hefur þú lifað, spurði hann þá. — Ég hefi lifað alltof marga vetur, svaraði hún. Og hún hélt áfram göngu sinni, kannske þangað sem hungrið var ennþá sárara. ÆVISAGA HINS EINA OG SANNA CHURCHILLS KVIKMYNDUÐ ÞRETTÁN TONN AF KAFFI GERA STÚLKURNAR FAGRAR Churchillf jölskyldan kemur nú bráðum á kvikmyndatjaldið, en nú verður það ævisaga þess Churchills, sem við könnumst bezt við, Winston Churchill, enda á myndin að heita „Ungi Winston". Hin ameríska móðir Churchills verður leikin af Ann Bancroft, sem er flestum kunn, enda hefur hún fengið Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndaleik árið 1963 og það ár fékk hún líka ensku verðlaun- in. Robert Shaw leikur föður Winstons, Lord Randolph Chur- chill. Það eru Richard Attenbor- ough og Carl Foreman, sem standa fyrir kvikmyndatökunni. Anna Bancroft á að leika inóður Churchills, en hún hefur hlotiS Oskarsverðlaun bæði í Bretlandi og Bandarikjunum. Það er sífellt verið að tönnlast á því að kaffi sé óhollt, en Hiro- michi Matsu í Tokyo er frægur læknir, og hann segir, að kaffi sé mjög hollt; það geri húðina mjúka og fríska, en hann segir, að það eigi að drekka óbrennt kaffi. Brennda kaffið á að nota til að liggja í því. Á myndinni, sem tekin er í fegrunarstofnun í Japan, eru 13 tonn af brenndu kaffi látið í ker og þar geta konurnar velt sér og orðið ennþá fegurri. 29. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.