Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 7
Hans von Biilow, fyrri eiginmaður Cosimu Lizst. Ævi hans var þyrnum stráð, því hann varð fórnardýr metnaðar- girndar hennar. f rni ríLUI YFIR SNILUNGNUM Siðir »g lífsvenjur Cos- imu Wagner voru svo liræðilegir, að i mörg ár var um það lalað í Evrópu og það með réttu. Cosima Wagner bar enga virðingu fyrir mannlegum verum. Cosima Wagner bar ekki nokkra virðingu fyrir sann- leikanum. Cosima Wagner lial'ði ekki nokkra meðaumkun með þeim sem áttu bágt. Það er því ekki undar- legt að nú sé spurt hvernig það megi vera að liún hafi lilotið svo miklar þakkir i Þýzkalandi, sem raun bar vitni. Hún var mikils metin, varð eiginlega æðstiprestur þýzkrar menningar. A hverju ári salnaði hún saman í Bayreuth alþjóð- legu úrvali tónlistarunn- enda, stjórnmálamönnum og framáfólki á mörgum sviðum. Það má hún eiga. Og gengi Richards Wagners, mannsins sem allir tónlistarunnendur þekkja, var ekki sízt henni að þakka, enda varð hún eiginkona hans. An hennar atorku hefðu hátíðaleikirnir i Bayreuth aldrei orðið að veruleika. Þangað safnast enn þann dag í dag unnendum tón- smíða Wagners og þeir eru orðnir að einskonar helgi- athöfnum. Cosima fæddist við Comovatnið 24. desember árið 1838. Hennar beið sannarlega ekki eðlilegt uppeldi og það liefði verið sérstakt ef hún hefði orðið venjuleg manneskja. Það sáu foreldrar hennar um. Faðir hennar var Franz Liszt, liinn frægi tónsmið- ur og píanóleikari. Hann var þekktur fyrir ástaræv- intýri sín og mjög dáður einleikari, enda hafði hann sérstaka snilligáfu, en hann var líka óstjórnlega eigin- gjarn. Hann vildi helzt ekki sjá börn sin, en krafðist takmarkalausrar hlýðni og undirgefni af þeim. Móðir Cosimu hin fagra greifafrú Marie d’Agoult, var jafn sjálfselsk og fað- irinn. Hún fæddi Liszt þrjú börn. auk Cosimu, dóttur- ina Blandine árið 1835 og síðast soninn Daniel, árið 1839. Hún skipti sér ekki af börnunum, móðurhlut- verkið lét hún fóstrunum eftir. í Paris voru það kennslu- konur sem lögðu lienni erf- ið verkefni á lierðar. Þær börðu ])að lika inn i hana að hún ætti að lilbiðja föð- ur sinn, enda varð hann hálfguð i hennar augum. Þetta varð til að marka djúp spor í sálarlíf hennar. Þrá hennar eftir ást for- eldranna, sem hún aldrei varð aðnjótandi, varð að hreinni geðtruflun. Tilbeiðsla hennar á föð- urnum varð til þess að hún leit upp til karlmanna, fannst þeir vera æðri verur og það varð hennar „köll- un“ að fórna sér fvrir þá, ef um fórn var hægt að tala frá liennar hálfu. Foreldrarnir lögðu líka Jjriðju stoðina í undirstöð- una undir lif dótturinnar, þegar hún var níu ára. Þá slitu þau sambandi sínu og siðan hófst deila um yfir- ráð yfir börnunum. Fyrst gaf hún sig hljóm- sveitarstjóranum, síðan stjórnaði hún lífi lxans. Ásakanir og Ijótt orð- bragð var daglegt brauð og í ])ví andrúmslofti óx Cos- ima upp. Hún lærði líka að nota sér aðferðir föður- ins, þótt þær væru ekki alltaf sem heiðarlegastar. Hún lýsli velgerðar- manni sinum, Ludwig kon- ungi II, af Bayern, kulda- lega, kallaði hann „ónvtj- ung og hlægilegan spör- fugl“. Hún liellti sér yfir heimspekinginn Nietzce, sem var ekki sanunála Wagner um Gyðingana og skanunaðist við franska gagnrýnendur og áhorf- endur, sem hrópuðu niður óperur Wagners. Hún var aðeins ungling- ur, þegar hegðun hennar gerði það að verkum að lnin hlaut allskonar auk- nefni. Ilún var til dæmis kölluð „liennar hátign“. Ilún var lika kölluð „stork- urinn“, þar eð hún var mjög hávaxin, horuð og 30. TBL. V|KAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.