Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 16
VIÐ OG BÖRNIN OKKAR Lena er átta ára, situr með leiksystrum sínum og segir draugasögur. Þau hafa lokað að sór og slökkt ljósið. Hver sag- ^n er annarri skuggalegri. Þær segja frá dimmum kirkjugörð- um, sem aðeins eru upplýstir af daufum bjarma tunglsins og þegar klukkan slær tólf rísa skröltandi beinagrindur upp úr gröfum sínum og glotta drauga- lega. Afturgöngurnar smjúga meðfram múrunum og grípa börnin, sem eru á leið heim til sín á náttarþeli. Börnin hafa æst sig upp. Þegar Lena fer heim til sín, er hún hálfsturluð af hræðslu. Hún flýtir sér gegnum myrkar götur og þorir hvorki að líta til hægri né vinstri. Hún sér allsstaðar skugga, hrasar og hjartað hamast í brjósti henn- ar. Og hún tekur hræðsluna með sér heim. Hún heldur sig sjá svartar skuggalegar verur fyr- ir utan gluggana og hún skríð- ur undir sæng, svo hún sjái ekki neitt. Hún þorir varla að fara fram í eldhúsið, þegar komið er kvöld. Oft fær hún martröð og vaknar þá kald- sveitt. En hún segir foreldrum sínum ekki frá því. SÁLFRÆÐINGURINN SEGIR: Á 8—-9—10 ára aldri kemur að því að börnin leika sér með hræðsluna, njóta hennar. Þau æsa hvert annað upp og sig sjálf um leið með draugasög- um, kitla sig með hræðslunni. Þau vilja kynnast því sem er lokkandi, spennandi. Á þess- um aldri sækjast þau líka eftir hrollvekjusögum og vilja sjá slíkar kvikmyndir. Á þessum aldri hættir börn- um við að ýkja og þegar far- ið er yfir strikið, þá er ekki langt í það að þau verði hrædd við hversdagslega hluti og máli dökkt á vegginn. En spurningin er nú einmitt hvort þessi leikur Lenu með hrollvekjuna er ekki á einn hátt heppilegur til að kenna henni að mæta hræðslunni. Það heyrir til mannlegs þroska að hugleiða það óþekkta og það sem getur vakið hræðslu, þar til maður skilur á hverju maður á von. Á 8—10 ára aldri eru börn gjörn á að hugsa mik- ið um hvað er hættulegt og hvað ekki, hvort þau séu hug- rökk eða ekki, hvort þau geti staðið sig gagnvart öðrum eða ekki. Kröfur fullorðinna hvíla þungt á þeim, kröfur, sem oft er erfitt að koma til móts við og svo er það áreynsla út af fyrir sig að standa sig meðal félaganna, að vera kaldur og vel liðinn. Barnið er orðið nógu stórt til að skilja að margt getur verið hrollvekjandi. Þau hugsa til dæmis mikið um sjúkdóma, vita að þeir geta haft sársauka í för með sér. Þau hugsa um Þegar börnin stækka breytist hræðsla þeirra. Þau njóta þess að hræSa önnurbörn og segja skugga- legar draugasögur. 1 En fyrst, jafn- vel fram á skólaaldur eru þau dauð- hrædd, ef þau eiga að vera ein heima ... dauðann, hvort einhver nákom- inn deyi, pabbi þeirra eða mamma, eða einhvert ætt- menni og það kemur oft fram í draumum þeirra. Þau eru forvitin og skilja það sem stendur í dagblöðunum, fylgj- ast með öllum ógnum stríðs- fréttanna.í sjónvarpinu. Það er reyndar mjög margt sem nú- tímabarn getur verið hrætt við. BARNIÐ VILL VERA „STÓRT“, OG ÞEGIR UM HRÆSSLU SÍNA Hræðslan eykur hugmynda- flugið. Börnin leika sér að hræðslunni, sjá fyrir sér mikl- ar hættur, sem þau yfirstíga í óskadraumum sínum. Þau lifa sig inn í draugasög- ur og glæpareyfara og sjá sig sjálf í hetjuhlutverkum. Ef börnum tekst að vinna bug á hræðslunni, þá er það stórt skref í þroskaátt og verð- ur þeim mikill styrkur síðar. En stundum verður álagið meira en hægt er að þola. Hræðslan gerir vart við sig, en þau geyma hana með sér og þora ekki að láta bera á henni, þau fá martröð, en þora ekki að segja frá því. Á þessum árum tala börn yfirleitt ekki um hræðslu. Nú á dögum hrópa börn ekki á hjálp eða flýja í fang móður sinnar, dag og nótt, þegar þau eru í þörf fyrir öryggi. Yfir- leitt finnst nútímabörnum að það sé hlægilegt að láta sjá 16 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.