Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 17
Lena þorir ekki að vera ein heima á sér hræðslu. Þannig er það með Lenu. Ef þeir fullorðnu finna ein- hverja breytingu hjá barninu, sem bendir til hræðslu eða hugaróra um lífið og dauðann, um óþekkta heima og bilið milli lífs og dauða, þá er um að gera að tala um það á eðli- legan hátt, hlusta á barnið, eða reyna að setja sig í þess spor. Það er sagt að ef maður talar um ,,draugana“ þá hverfi þeir. HRÆDD VIÐ AÐ VERA EIN í bókinni „Barnið og hræðsl- an“, sem byggð er á athugun- um á 1320 börnum á aldrinum 9—12 ára, frá fimmtán löndum, speglast hræðsla barna í mörg- um myndum. „f Svíþjóð og Noregi er það aðallega skógurinn sem er ógn- vekjandi. Kjallarar eru líka hirollvek.jandi. Þar er venju- lega dimmt og draugalegt, börnin fikra sig áfram í myrkri eða daufu ljósi, í leit að ein- hverju sem þau eru send eftir eða þurfa að finna; í Frakk- landi er það vín, í Þýzkalandi bjór, í Júgóslavíu laukur og í Svíþjóð kartöflur". En það sem norræn börn ótt- ast mest af öllu er að vera skil- in ein eftir. í suðlægum lönd- um er yfirleitt fullt af eldra fólki, sem vill giarnan líta eft- ir börnunum. Það eru nágrann- ar, já, heilu íbúðahverfin eru alltaf reiðubúin til að sitja hjá börnum nágranna síns. Meðal barna í Svíþjóð, sem svara spurningunni, var aðeins eitt, sem sagði að alltaf væru ná- grannarnir reiðubúnir til að sitja hjá sér og það var dreng- ur af ítölskum ættum, fjöl- skylda hans innflytjendur. GLEFSUR ÚR „BARNIÐ OG HRÆÐSLAN". „Kvöld nokkurt, þegar Lena var ein heima, var hún að lesa óhugnanlega sögu. Mamma hennar hafði sagt að hún mætti ekki lesa þessa bók, því að þá myndi hana dreyma illa. Þegar hún var sokkin niður í lestur- inn, heyrði hún eitthvert brak í forstofunni. Lena varð ofsa- lega hrædd og hún vissi ekki hvað hún átti að taka til bragðs. Hún stökk upp af stóln- um og skreið undir rúm. Þar lá hún og hríðskalf. ...“ „Anna var ein heima. Það fannst Önnu óhugnanlegt. Hún varð hrædd við minnsta hljóð. Þótt klukkan væri aðeins átta um kvöldið, flýtti hún sér í rúmið. Hún hélt að það myndi hjálpa sér. En hún hafði alltaf á tilfinningunni að einhver væri í húsinu og hún titraði eins og espilauf. Ef þetta væri nú hennar síðasta. ... “ — É'g er hrædd ef ég er skil- in ein eftir heima og það er myrkur. Ég heyri fótatak og leyndardómsfull hljóð, sem kannske eru alls ekki til, en í huganum heyri ég þau. Þá verð ég hrædd, en ég þori ekki að hljóða. . . .“ SÁLFRÆÐINGURINN SEGIR: Allar þessar svipmyndir fel- ast í einu orði, sem ætti að standa með „eldskrift", vegna þess að þær bera vitni um það sem öll börn óttast mest: „Ein manaleiki“. Að vera eitt, —• hræðsla við einmanaleikann. Skiljum við börnin okkar of oft eftir ein? Að láta barnið sitt vera eitt heima, það er ekki það að mamma og pabbi eru úti að vinna á daginn og börnin á dagheimili eða í fóstri hjá öðr- um. Það er heldur ekki að fara út og skilja barnið eftir hjá barnfóstru. Barnið er eitt, ef það er án eftirlits, ef það er eitt heima, án þess að einhver . fullorðinn sé heima. JAFNVEL ÞÖGNIN ER HRÆÐSLUVEK J ANDI Það eru til „lyklabörn“ í þúsundatali, sem verða að koma heim að auðu húsi og vera ein svo tímum skiptir. Það eru til börn, sem móti vilja sínum, verða að bjarga sér sjálf jafnvel daglega. Það eru líka stærri börn, sem verða að vera ein heima á kvöldin, þegar mamma og pabbi fara út. vegna þess „að þau eru orðin svo stór“, að þau geta hjálpað sér sjálf; þau fá líka símanúmer, sem þau geta hringt í, ef „eitthvað kem- ur fyrir“. í einmanaleik sínum reyna börnin venjulega að sýsla við eitthvað sem heldur huganum föstum, eitthvað sem er skemmtilegt. Þau horfa á sjón- varp eða lesa lexíur. Svo skeð- ur ekki neitt. En jafnvel þögn- in getur orðið ógnvekjandi og stundum er líka þögnin rofin af allskonar braki, kannske ó- veðri á glugga og það vekur hugmyndaflugið. Að hugsa sér ef einhver væri nú að brjótast inn, ef einhver væri nú að læðast.... Það hefur kannske verið mikið talað um að gleyma ekki að læsa dyrun- um.... gat það hafa gleymst? Ljósið getur dofnað, eða það titrar... . skuggar geta líka verið óhugnanlegir og orsakað hræðslu. Ljós og hljóð, það tvennt er einmitt það sem álitið er að orsaki fyrst og fremst hræðslu Smábörn hræðast snögg hljóð og sterkt ljós. Og þessi fyrsta hræðsla býr í þeim. Það eru svo mörg hljóð og ljósabrigði, sem orsaka hræðslu. Þegar börn eru ein, geta þau jafnvel ímyndað sér að eitthvað óhugn- anlegt eigi eftir að koma fyrir þau. Það er álitið sjálfsagt að smá börn séu aldrei skilin eftir ein. En hvað þá um 6 til 7 ára börn? Framhald á bls. 37. 30. TBl. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.