Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 18
Framhaldssaga eftir H. Sheffield Annar kafli CATHERINE Alltaí þegar hann er fjarver- andi, já, um leið og hann fer, verð ég dauð og dofin. Það er eins og ég sé leikfang, sem er lagt niður í öskju, þangað til Róbert minn kemur heim aftur til að láta vel að mér. Reyndar er það sannleikanum samkvæm- ara.'þótt erfitt sé kyngja því, að það er rétt eins og hann snerti rafmagnsrofa til að afmá mig, fleygi mér út í yztu myrk- ur, þangað til hann kemur heim. Ég get ekki andað þessu út úr mér við nokkra manneskju aðra en Jacqueline. Ég gerði það í dag, þegar við vorum á búðar- rápi og horfðum á tízkufatnað í einum búðarglugganum. Ég lifnaði svolitið við, en það var aðeins vegna þess að mér datt í hug hvort Róbert myndi líka þessi kjóll fyrir mig, eða hvort honum fyndist hann ef til vill nokkuð „unglegur" handa mér. Ég er auðvitað sjálfri mér lík, ég er ekki sama unga stúlkan, sem kvænist honum fyrir löngu síðan. Ég er trú eiginkona hans, ennþá ástfangin, þótt ég sé far- in að eldast, reiðubúin til að lifa friðsælu lífi, lifa í friði, — en ég veit að hann er alltaf eirðarlaus, enda er hann á stöð- ugum þeytingi til vígvalla um allan heim. Mig langar til að láta hann finna frið. En ég skil hann að nokkru leyti- ég 'Veit að hann þráir ró, en starf hans heldur honum 'í stöðugri spennu. En drottinn minn, hve margt við gætum átt saman! Margt skemmtilegt. Ég man hve mikla ánægju hann hafði af því þegar við lásum Sartre saman! Og hve við vorum bæði hrygg þegar Camus dó. Og hvað var það sem hann sagði, þegar við fórum saman til Chartres í fyrsta sinn? En sá tími er lið- inn, það er nútíminn sem gildir og ég verð að taka því sem að höndum ber. Það eru stöðugar breytingar og stundum finnst mér sem ég sé á einhverri ei- lífri stigmyllu. Jæja, hann er nú kominn aftur. Ég get ekki’lýst þessum degi — vikunni, ég var undr- andi þegar ég kom úr búðar- rápinu og sá að hann var kom- inn heim. Það var eins og að uppgötva nýja stjörrtu að sjá hann sitja þarna í rólegheitum, lesandi í blaði, þegar ég kom heim. Og hve Lucie varð glöð, guð blessi hana, það var eins og hún hefði unnið stóra vinning- inn í happdrætti. Það er nú reyndar ósköp kjánalegt að gera svona mikið veður út af því að fá eigin- manninn heim. Þegar ég. tala við Jacqueline um þessa miklu aðdáun mína á Robert, þá get ég alltaf lesið meðaumkun úr augum hennar. Ég veit að ein- hversstaðar á leiðinni hefi ég farið villt; ég ætti ekki að elta hann svona, treysta eingöngu á hann til að lifa og njóta gleð- innar. Hann er lasergeislinn, ég er eitthvað miklu minna. Ég hélt að lífsþróttur minn væri töluverður, en það er ekkert, samanborið við þá orku sem í honum býr; áhugamál mín ó- sköp smávægileg á móti allri þeirri dýpt og hæð, sem hann ber með sér. Við erum eins og lygn á og Niagara. Auðvitað kaus ég hann, hinn mikla anda, og finn mína smæð. Það hefði verið barnalegt að halda fram mínum vesælu sjónarmiðum í sambúð við hann og kjánalegt að rembast við að halda í hið svokallaða „andlega frelsi“, sem EinhversstaSar á leiSinni hef ég viilzt, ég ætti ekki aSvera honumsvona háS aS öllu leyti. Hann er lasergeislinn, ég er eitthvaS miklu minna.... ég hafði áður en ég kynntist honum. En samt hafa öskur hans ekki drekkt veikri rödd minni, frek- ar sameinað hana sinni eigin. En stundum finnst mér ég vera orðin að örlítilli sprænu, sem þornar upp hvað af hverju. En hvað get ég gert? Ég sameinað- ist honum. Það getur verið að í mér sé einhver varalind, sem gæti gætt mig lífi einu sinni ennþá, en er það ekki tilgangs- laust, meðan Robert er annars vegar? Þessa spurningu legg ég stöðugt fyrir sjálfa mig. Ætti ég að reyna? Þori ég því? í hvert sinn sem ég freistast til að reyna, þá kemur hann heim og ég er á floti einu sinni enn- þá, borin áfram af lífsorku hans, djúpri, innilegri tilfinn- ingu, viðkvæmni hans og ást. Þá er það mér nóg. Meira en nóg, það er algleymi. En þó er þetta óraunverulegt algleymi, rétt eins og ég væri malandi köttur. Við tölum ekki lengur saman að ráði. Við skiptumst ekki á skoðunum, það er ekk- ert lengur, sem minnir á það sem við áttum saman fyrst. Við tölum um heimilisvandamálin, flugáætlanir hans og þau vand- ræði sem alltaf eru að ske í klippingarherberginu í vinnu- stofu hans. Ég segi honum frá óánægju minni með nýja hús- vörðinn, lélegri þjónustu við J vftuna. Er þetta hjónaband? Ánægja? Dulmál ástarinnar? En þegar við komum í rúmið, hefur hann engu gleymt, það er eins og það hefur alltaf verið. Stundum rífumst við, jafnvel stirðna ég upp og finn dauða- kulda leggjast yfir mig. Þá hu'gsa ég hvort við eigum nokk- urn tíma eftir að liggja hlið við 18 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.