Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 19
■ , hlið og njóta ástar okkar. En kraftaverkið skeður alltaf, nótt- in færir okkur hina uppruna- legu viðkvæmni, hlýju og ást- ríður. En þessi rifrildi eru ótta- leg. Þá rennur upp fyrir mér að þessi maður, með gneistandi augu og orrustuöskur, sem ger- ir svo mikla lukku, þegar hann lýsir hörmungum vígvallanna og allri þeirri slátrun, er eigin- maðurinn minn, en samt ókunn- ur maður, sem ég raunar veit engin deili á. En jafnvel á þessu sviði get ég ekki brugðist hon- um. Robert er eins og hann hefur alltaf verið og ég er það sem ég er orðin. Og hann er kominn heim. Hann kyssti mig þrisvar, fyrstu tvo kossana innilega. En nú er hann kominn að sjón- varpinu, ánægður og ákafur á svipinn, eins og hann er alltaf, þegar hann horfir á þáttinn sinn sem við eigum nú að horfa á í sameiningu. Þá er ég ekki lengur eiginkonan hans, heldur áhorfandi og hann býzt við því, að minnsta held ég að hann ætlist til þess að ég sé eins ánægð með það sem hann hefur fram að færa, eins og hann sjálfur og reyndar áhorfendur um alian heim virðast vera. Eg er ein, eða að minnsta kosti í einhverjum einmanalegum minnihiuta, sem hefi viðbjóð á ofbeldisverkum styrjalda, þrátt fyrir listavel gerðar myndir og framúrskarandi texta. Ég lít í kringum mig, virði fyrir mér heimili okkar, notalegt og frið- sælt og mér mjög dýrmætt. Hrollvekjandi mótstaða er það sem maðurinn minn dáir svo mjög; dans hans við dauðann, daðrið við ofbeldið og síðasta samband hans við þá dauða- dæmdu. Hann er ánægður yfir því að litsjónvarpið er orðið að veruleika. Tækið okkar er fyrsta flokks. í Japan, í SuSur-Ameriku, í Bandaríkjunum, um állan heim, tekur ofbeldið á sig sorglega mynd, táknrœnt fyrir baráttuna milli manna. Hér er það kyn- þáttahatrið og ofbéldið, sem er því samfara; alltaf annar aðil- inn að reyna að undiroka hinn. Meðal állra manna, hvort sem hörund þeirra er gult, svart eða hvítt, verður ofbeldið ofan á, þegar barizt er um jafnrétti og völd. Og þó þráir mannkynið frið; eru ekki allir að bíða eftir frelsi? Ég viðurkenni að ég lokaði augunum fyrir mestum hluta þáttarins. Ég hafði séð þetta allt áður; barsmíðina, þegar verið var að berja innfædda til hlýðni við ný stjórnvöld og sýna þeim virðingu, blóðið, sem allsstaðar flýtur, innyfli, sem velta út úr sundurskornum líkömum og ég heyri magnþrungna rödd hans, sem hann alltaf hefur fullt vald á. Ég heyri að hann er mikill hæfileikamaður á sínu sviði. En hann velur sér alltaf verkefni, sem mig langar ekki til að vita um eða horfa á, þá hlið mann- leera hegðunar, sem ég hefi viðbjóð á. Mér finnst ekki rétt að hampa ofbeldinu. En hann er mörgum ljósárum í burtu frá mínum kvenlegu skoðunum Hann dáist mest að þessum at- riðum, sem hann tekur „á staðn- um“! Hann er alveg kaldur í eldlínunni. En þar sem hann skrifar texta sína eftir á, læð- ist það stundum að mér, hvort hann sé raunverulega svona kaldur í eldlínunni. Hann segir það sem ég býzt við: — Jæja? — Jæja hvað? Ég veit að ég er ónotaleg, en eitthvað við þennan þátt hefur snert ein- hverja leynilega þrjózkutaug í mér og mér líkaði alls ekki þátturinn, þótt ég hefði tæp- lega séð hann. — Jæja, hvað? segir hann ó- ánægður. — Jæja hvað og hvað er hvað, — ég veit það ekki Ro- bert. Hvað ertu að reyna að sanna með þessu? — Hvað? Hvað það er sem ég er að reyna að sanna? Framháld á bls. 34. 30. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.