Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 21
túlkaði þetta allt fyrir mér, gekk miðillinn upp að altarinu og beygði sig áfram. Stór, svart-gul slanga hlykkjaðizt upp arma hans og utan um líkama hans. Miðillinn var í dásvefni og slangan hreyfði höfuðið í takt við hreyfingar hans. Svo tók hann tvö kerti og setti þau á berar axlir sín- ar. Þau loguðu skært, en ég var dauðhrædd um að þau myndu velta um koll eða kveikja í pappírsræmunum. Slangan var líka á sífelldu iði. Kertin voru ekki fest á nokk- urn hátt, en samt stóðu þau, þótt maðurinn hristi hárið frá andlitinu og slangan hreyfði sig. Þetta var ekki sjónvilla. Eg ast. Hann kom til mín og fór að tala. Hann talaði mjög hægt og skýrt og ég skildi hvert ein- asta orð: — Ég er Nijke, sagði hann á góðri sænsku. - Ég er Nijke og ég bið þig að skila kveðju til Birgitte og segja henni að hún sé barnið mitt, ég leiði hana og vernda ennþá, ég bið að heilsa! Hann talaði sænsku. HANN VISSI EKKI EINU SINNI AÐ SVÍÞJÓÐ VAR TIL Fylgdarmaður minn skildi ekki eitt einasta orð og hvísl- aði að mér að nú væri miðill- inn að segja eitthvað sem hann ekki skildi, það væri líklega einhver gömul indíánamál- lýzka, en hann gæti ekki túlk- Astrid Gilmark í Brasilíu. lokaði augunum og opnaði þau svo aftur — ég sá það sama, slönguna, pappírsræmurnar og kertin. Svo lagði maðurinn kertin lárétt á axlirnar og vax- ið draup á slönguna, sem hring- aði sig um mitti hans og var þar kyrr. Ég velti því fyrir mér hvort slangan fyndi alls ekki fyrir vaxinu. Hann talaði mál sem ég skildi ekki. Þegar hann sagði eitthvað á portúgölsku túlkaði fylgdarmaður minn. Svo gekk hann fast að altar- inu og lagði armana á það. Slangan hvarf. Hann rétti úr sér, hristi höfuðið svo fjaðraskúfurinn datt af hon- um, en kertin voru ennþá lá- rétt á öxlum hans. Ein af kon- unum setti á hann nýjanfjaðra- skúf og mér fannst hann breyt- að það. Ég þaggaði niður í honum. — Hann er að tala mitt mál, sagði ég. — Verið hljóð! Miðillinn sagði ekki meira við mig. Ég var rugluð ogundr- andi yfir þessu sem sýndi mér á svo skýlausan hátt sannleik- ann um annað líf. Ég gat varla sofið um nóttina og næsta dag fékk ég fylgdarmann minn til að leita uppi Portúgalann, sem hafði verið miðill um kvöldið. Eftir töluverða leit höfðum við upp á honum. Hann var verkamaður og mjög undrandi yfir því að ég skyldi vilja ná tali af honum. Hann vissi ekki einu sinni að til væri lítið land sem heitir Svíþjóð. Því síður kunni hann orð í sænsku. Þeg- ar ég spurði hann um slönguna, í Rio er það algengt að fólk komi saman á miðilsfundum. Þarna er lýsandi kross yfir fólkinu sem leitar sambands við þá sem horfnir eru. Það er alveg sérstaklega mikill áhugi á þessum málum i Suður-Ameríku. sagðist hann hata slöngur og orma og gæti ekki komið ná- lægt þeim. Hann vissi ekkert hvað skeði, þegar hann væri í dásvefni. Honum fannst það svo sjálfsagt að hann væri mið- ill fyrir „andana“, en hann gat ekki skilið hversvegna ég hefði áhuga á að tala við sig, hon- um fannst það hreinlega fynd- ið. FYRIRBOÐI Mig langaði til að vita hvort hann hefði verið látinn vita fyrirfram um heimsókn mína. Þegar ég bað hann að hafa eftir nafn mitt, gat hann það varla. Astrid liggur ekki vel á tungu Portúgala. Ég hafði líka tekið eftir því að fylgdar- maður minn hikaði alltaf við að kalla mig fornafni. En ég hafði heyrt miðilinn talahreina sænsku og nefna nafn mitt, þegar hann talaði við mig í dá- svefni. Ég fór líka með hinum am- erísku gestgjöfum mínum á op- inbera „macumba", þar sem öllum er heimill aðgangur. Fólkið kom og fór, eins og við kaþólska messu. Við fengum okkur sæti þar sem við gátum fylgzt með því sem fram fór, séð þá sem gengu í hring og sungu um Jesus Christos með hefðbundnu hljómfalli. Ég fann með sjáfri mér einhvern fyrirboða, var viss um að eitt- hvað myndi ske. Mig langaði til að fara í hringinn, en ég sat kyrr, þar sem ég var að- eins áhorfandi. Skyndilega tók ein konan sig út úr hringnum, kom til mín og sagði: — Þú átt að vera í miðjunni. Það var sá staður sem var ætlaður miðl- unum og ekkert af þessu fólki gat vitað að ég hefði miðils- hæfileika. Ég var leidd af hin- um syngjandi skara að altar- inu, þar sem tíu, tólf manns sátu kringum borð á bæn. Ég var látin skrifa nafnið mitt á blað og þeir sem sátu kring- um borðið lögðu hendur sínar á það. Svo var myndaður hringur af fólki í kringum mig og allir hneigðu sig fyrir mér. Konan, sem hafði leitt mig, sagði: — Starf þitt verður blessað að handan og við mun- um biðja fyrir þér. Ég var tekin í þeirra hóp. Starf mitt, það er að koma á sambandi við jarðneskt líf og það líf sem er eftir dauð- ann. Það er reyndar enginn dauði til, aðeins breyting á til- verustigum. Ég hefi aldrei ef- azt um þetta, og síðan ég kom frá Rio, er ég ennþá vissari um að ég hafi á réttu að standa. ☆ 30. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.