Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 31
MEÐ TVÆR HENDUR TÖMAR Fyndist þér óeðlilegt að konan þín tæki sér elskhuga? Hvað er langt síðan, að þú tjáðir henni ást þína? Hvenær leiztu á hana, — almennilega? Þú manst það ekki? Þú ættir að skammast þín; I dag, þegar ungar eiginkonur eyöa meiri tíma og peningum fyrir útlit sitt, fá þær oftast vafasama gullhamra að launum. TNNOXA Living peach er gert fyrir konur, sem þurfa helzt aldrei að segja til um aldur sinn. Hrífandi konur, sem gera sér far um að halda athygli eiginmanna sinna — og allra hinna sem kunna að meta fallegt útlit vel snyrtrar konu. INNOXA Eykur yndisþokkann. Framhald. af bls. 12. land. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir stríðið, að tímarnir höfðu batnað svo, að hægt var að hugsa um þann möguleika að snúa aftur heim. Gömul og gráhærð hjón, sem stóðu hvort öðru svo nærri, að frúin grét, þegar hún var skil- in frá manni sínum og komið fyrir í kvennabúðum, sneru aftur til Dijon. Þau fengu ofur- litla fjárupphæð sem styrk frá ríkinu, en að öðru leyti var ekkert að byrja með. Þau stóðu með tvær hendur tómar. Hús- in voru horfin, göturnar horfn- ar — staðurinn var að byrja að fá á sig nýjan svip, en þann svip þekktu gömlu hjónin ekki. Þau hörfuðu frá og héldu norð- ur á bóginn og höfnuðu loks í litlum bæ, Carly, skammt frá Boulogne. Allt hafði svo gott sem verið jafnað við jörðu þar í stríðinu, en endurbyggingin var í fullum gangi, svo að handverksmaður var velkom- inn og fékk nóg að starfa. Þau fengu tvær litlar kytrur í Car- ley. Enn þá gátu þær naum- ast kallast herbergi, en mað- urinn smíðaði og múraði og þegar hann ók snemma á mánu dagsmorgnum til Boulogne á reiðhjólinu sínu hélt konan hans vinnunni áfram. Hann svaf gjarna á vinnustað sínum á sumrin, þar sem þetta var löng leið að aka hvert kvöld. Konan hans tók einnig til við áð sauma aftur, en í Dijonhafði hún haft litla saumastofu. Á laugardögum kom maður hennar heim þreyttur og föl- ur. Ekkert bréf? var ævin- lega hið fyrsta sem hann spurði um. Nei, ekkert bréf hafði bor- izt. Á sunnudögum settust þau niður við bréfaskriftir. Um allt Frakkland spurðust þau fyrir um barn sitt. Víða voru þau hvött og styrkt í voninni. Á hverjum degi gerðist það kraftaverk, að fólk hittist aftur eftir óáran stríðsins. Hvískyldu þau ekki hafa heppnina með sér? Herbergin þeirra tvö voru fá- brotin og fátækleg, en hrein ■''oru þau að minnsta kosti og höfðu tekið miklum brevting- um frá því er þau fluttu í þau. í öðru var stórt rúm, þar var einnig borð og nokkrir stólar, skápur og saumavél. Ekkert af þessu var það sama sem þau höfðu átt í Dijon. Hitt herberg- ið stóð autt. Það var fóðrað ljósbláu veggfóðri með rauðu rósamynstri. — Nú er hún tuttugu ára, sagði konan. — Hún getur á- reiðanlega fengið skrifstofu- vinnu og þá getur orðið fínt hjá henni með tímanum. Hún kinkaði kolli í áttina til tóma herbergisins og hélt á- fram: Hún er orðin svo stór núna, að hún þarf að hafa sitt eigið herbergi. — Herbergið hennar skal verða búið húsgögnum eftir tvo mánuðf lofaði maðurinn. Ég sá einmitt fallegan skáp með spegli í fornsölu í gær. Með spegli, át konan upp eftir honum og varð dreymin á svip. Stúlkur hafa gaman af að líta í spegil og hún skal eiga þann bezta. Já, með spegli, endurtók maðurinn. — Kannski ég spyrji um verðið næstnæst. — Og ég á saumapeninga. Hún stóð á fætur og opnaði litla hirzlu á gamaldags sauma vélinni sinni og tók öskju upp úr henni. — Sjáðu. Þetta ætti að minnsta kosti að nægja fyrir speglinum. Síðan skrifuðu þau aftur bréf og dreifðu þeim um allt landið og vonuðu það bezta. — Nokkuð nýtt, spurði mað- urinn næsta laugardag. Að þessu sinni svaraði hún: Já, hún býr í Montpellier hjá madame Villefrance... . Þau skrifuðu ekki meira. Það var svo margt, sem þurfti að rannsaka og svo mörg forms- atriðin sem þurfti að koma í kring. Auk þess hafði dóttir þeirra verið löglega ættleidd. Nei, þau urðu að fara sjálf til Montpellier. Það var löng og dýr ferð yfir þvert Frakkland. Þau urðu að vera heila nótt í París og hírðust alla nóttina í klefa á þriðja farrými, af því að þau höfðu ekki efni á að vera í svefnklefa. Það var bjart veður og ferskt loft, er þau gengu frá járn- brautarstöðinni. Þau hröðuðu sér eins og lúin bein þeirra leyfðu. ■—- En hvað hér er fallegt, sagði konan. Stóra húsið var umlukt trjám, og umhverfis það var hár múrveggur. Það mátti rétt naumlega greina þak þess milli trjákrónanna. Já, svaraði maðurinn. Hér var allt svo framandi. 30. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.