Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 45
A GÖÐjSl kpTUNDj setja hundinn út, áður en myndin byrjar, sagði hún. — Farðu bara að hátta. £g ætla aðeins að vita, hvort myndin er þess virði að horfa á hana, svo kem ég. — Umm, sagði Yngvi og andvarpaði. — Viltu ekki, að ég fari út með hundinn? — Nei, nei. Ég hef gott af að anda að mér fersku lofti. Hún fór út með hvolpinn og setti hann á gangstíginn. Það var svo kyrrlátt og hljótt í Steinbrú á vorkvöldum. Hún sá ljós í gluggunum á sumum húsanna, en hún heyrði næst- um ekkert hljóð, ekki einu sinni lestardruninn. Langt, langt undan ý’lfraði hundur, ekkert annað. Hér er fallegt, hugsaði hún. Hér er hreint og engin meng- un, sem eyðileggur í manni lungun. Ég þarf ekki að óttast það hér, að ég gangi alein um göturnar og hér eru allir elskulegir og indælir. Ef þeir væru bara ekki svona hvers- dagslegir. En samt... . Nei, reyndu nú að átta þig, Anna. Svona nú. Silkimjúk gerðu það, sem þú fórst út til að gera! Svo fer ég að horfa á sjón- varpið og hætti að hugsa. — Líttu á bréfamöppurnar, sagði Yngvi nokkrum dögum seinna og sýndi henni skjala- skáp á skrifstofunni. — Þá færðu fljótlega yfirsýn yfir það sem við gerum og hvers konar viðskipti við höfum. Hérna eru útistandandi viðskipti — þarna þau frá því í fyrra og þarna pantanir. s»m við erum ekki farnir að afgreiða ennþá. Skil- urðu það? — Ekki alveg sagði Anna og fann sér til skelfingar, að hjarta hennar sló hratt. Hún fann til spennings yfir hinu nýja og óvenjulega. — En ég get lært það, ef ég fæ tíma til þess. — Það held ég nú líka, sagði Yngvi og hló við —É'g fer fram á verkstæðið, en þú sækir mig, ef það er eitthvað. — Umm, sagði Anna. Settist niður og fór að líta í möppurn- ar. Það var gott að vera farin að vinna. Það var gott að sitja við skrifborð aftur, þó að hús- gagnaverkstæði Ekanders minnti jafnlítið á tízkublað og hugsast gat. Það var samt vinna, sem hægt var að laga sig að og venjast. Ekki, hugsaði Anna með sjálfri sér og skammaðist sín fyrir um leið, ekki eins og hús- verkin, sem alltaf komu þeim á óvart, sem ekki voru vanar slíkum verkum. Og það konu, sem gat ekki hugsað sér að líta á hús og hoimili eins og það alheilagasta! Hún hrukkaði nef ið og leit á bréfin. — Sæl, sagði einhver ígætt- inni. Það var Steinn maður Maríu. — Það er skemmtilegt að sjá þig hérna. — Mér líður eins og fiskin- um í sjónum, svaraði Anna og hló við. — Það er vel gert af Maríu að hugsa um hvolpinn minn á meðan. — Hún gerir það fúslega og svo hefur hún gott af að hugsa um eitthvað annað en sjálfa sig. Hún er dálítið þreytt á mömmunum bæði minni og sinni. Þær eru alltaf að hringja og spyrja, hvað hún sé að gera, en María getur ekki bitið frá sér. Hún bara vinnur helmingi meira. En það var nú ekki það, sem ég vildi — hvar er Yngvi annars? —■ Hann sagðist ætla út á verkstæðið, en það var fyrir löngu. — Hann er þar ekki. En við þurfum að ná í hann núna. Steinn brosti ekki lengur og hláturhrukkurnar voru horfnar við augnakrókann. — Hvað er að Steinn? spurði Anna óróleg. — Hefur eitthvað komið fyrir? Hún hafði oft komið á verk- stæðið og séð stóru hringsag- irnar, sem skáru tréð eins og heitir hnífar smjör. Ef einhver hefði nú. . . .? — Meiddist einhver? spurði hún. — Nei, nei. Það er bara hann Filipsson. Nýi verkstjórinn. — Já, ég kannast við hann. Yngvi hefur talað um hann. — Það er allt að verða vit- laust, sagði Steinn æstur. — Ég held, að Yngvi verði að tala við strákana. — Heldurðu, að hann geti það? — Hann Yngvi? Já, það veit skratt.... ég á við, að það getur hann. Það hlýða honum allir. Hann er einstakur mað- ur. Anna þagði um stund. Svo sagði hún: — Hvers vegna réði hann Filipsson? Nú verða bara vandræði. — Ætli hann hafi ekki hald- ið að hann gæti létt svolítið undir með sér sagði Steinn og brosti breitt. — Fyrrum hafði Yngvi ekki um neitt að hugsa nema vinnuna. En nú hefur hann anað og betra. — Jæja, sagði Anna en hana sveið í kinnarnar. — Og ég skil hann svo vel, sagði Steinn, deplaði auganu til hennar og fór. Anna var fegin, að hann fór. Var það virkilega ætlun Yngva? Kannski vildi hann vera meira hjá henni, en hún hafði haldið.... Heyrðu! Yngvi kom inn og truflaði hana í hugsunum sínum. — Klukkan er að verða tólf. Eigum við að fara í mat- stofuna og borða? Þá þurfum við ekki að elda og þvo upp heima. — Já, sagði Anna fegin. — Við skulum gera það, en Steinn var að leita að þér. — Ég veit það, en við ákveð- um það eftir matinn. Það er ekki til neins að þræta á fast- andi maga. Komdu nú, stelpan mín! Það var svo indælt og þó ein- kennilegt að fara þangað og borða saman. Losna við að kaupa inn, elda mat, leggja á borð og þvo upp diska. Bara fá sér mat og fara með disk- inn í hendinni að borði með félaga sínum. Svona hafði það verið hér fyrr og svona leið henni bezt. Tala við aðra, líka fólk, sem hún þekkti ekkert; hvíla sig ögn fyrir vinnuna seinna um daginn. Hún leit út unda sér á Yngva. — Veiztu hvað? sagði hún. — Mér finnst ég vera í ævin- týri. Eins og ég hefði ekki hitt þig fyrr en í dag. — Heldurðu að þú vildir hitta mig aftur? Hann gretti sig og lagfærði bindið. — Yrði ég að hringja og biðja um viðtal? — Vitanlega! sagði hann hlæjandi. — En ég held að við borðum samt kvöldverð sam- an. Hann hló og tók um hönd hennar og þau fléttuðu fing- ur. Það var rétt, sem Steinn hafði sagt. Yngvi var góður maður. Það var eitthvað svo indælt að finna, hvað sam- verkamönnum hans fannst um hann. Þá varð hún víðsýnni og gjafmildari sjálf. En dagarnir liðu svo ótrú- lega fljótt. Göran kom aftur næstum áður en hún vissi og Anna varð að hætta. Það var svo tómlegt að vera ein allan daginn og hafa bara hvolpinn að tala við. Hún fann sér til skelfingar, hvernig gamla sorg in og örvæntingin var að yfir- buga hana aftur’og góða skap- ið hvarf út í veður og vind. Þau Yngvi voru ekki lengur góðir vinir. Og hann vann 30. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.