Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 46
Góðir bílar tryggja skemmtilegt ferðalag. Bílaleigan r 4 SKÚLATUNI 4 SÍMI15808 (10937) jafnmikið og áður. Hún hitti Evu Granland og Eva var elskuleg og ágæt en þær voru þó aðeins kunningj- konur ennþá Hana langaði til að hitta Kristínu aftur og það ennþá meira en nokkru sinni fyrr. En það hafði ekki gengið svo vel, þegar þær hittust síð- ast — hún gat ekki hugsað sér að leita aftur á náðir hennar. Og það gerðist aldrei neitt. Hún var úti í garðinum eitt sumarkvöldið. Loftið var milt og hlýtt og Yngvi var að vinna. Að hún skildi þurfa að vera svona einmana alltaf! En.... Svo heyrði hún skyldilega að síminn hringdi og varð sér þess meðvitandi, að hann hafði hringt lengi. Hún hljóp inn. — Anna? Kristín var í sím- anum. ■— Var ég að ónáða? Eg lét hringja svo lengi. Hjarta Önnu sleppti úr slagi. Hana, sem hafði einmitt lang- að svo til að tala við Kristínu — Nei, alls ekki, sagði hún móð. — Eg var í garðinum og heyrði ekki í símanum fyrr en núna. Smáþögn. — Anna, sagði Kristín svo óðamála. — Eg ætla að halda boð á föstudaginn. Gætir þú .... gætuð þið Yngvi komið? Mér þætti vænt um það. Vænt um? Þegar ekkert gerð ist nokkru sinni? Veizla, dans, skemmtun! Anna varð hrifin og hana langaði til að öskra já, en hún hafði naumast opn- að munninn fyrr en hún lok- aði honum aftur. Hvers vegna hringdi Kristín? Vildi hún sjá hana aftur? Voru þetta ekki ein svikin enn? — Ég veit, hvað þú heldur, sagði Kristín eftir stutta þögn. — En við verðum víst að æfa okkur nokkrum sinnum, áður en við getum talað saman eins og fyrr Anna. Heldurðu það ekki? Og.... og ég sakna þín svo mikið. Og ég þín! langaði Önnu til að svara, en hún gat ekki stun- ið orðunum upp. — Ég vil ekki að neitt breyt- ist, sagði hún svo. — Við höf- um alltaf verið vinkonur. — Ætlarðu þá að koma? — Já, sagði Anna. — Ég kem. Ég er í nýja einbýlishúsa- hverfinu, sagði Kristín. — Á Vesturgötu tólf. Nei, nei, ég keypti mér ekki hús þar! Ég fékk leigt og mér líður vel hérna. Mikið verð ég fegin, ef þú kemur Anna. Og Yngvi auð- vitað líka. Þú.. . . — Ég verð fegin að sjá þig aftur. Hún hvíslaði þessum orð um, því að nú fann hún, að þær voru að verða vinkonur aftur. Því varð ekki neitað. Vináttan varð aðeins að þrosk- ast og þróast en það yrði samt gott að skemmta sér aftur! Hún söng af gleði allt kvöldið. En Yngvi neitaði. Hann var þreyttur og mæddur eftirþræt- una við Filipsson, sem hann hafði neyðst til að reka. — Ég held, að ég treysti mér bara ekki, sagði hann og strauk þreytulega yfir ennið á sér. — Ég er þreyttur, Anna og mér þykir þetta leitt, en þræturnar hafa tekið of langan tíma og við höfum dregizt aftur úr. Ég hef nóg að gera hérna heima. Hann reyndi að hlæja, en Anna vildi ekki taka neinu gamni. — Þá það, sagði hún kulda- lega. — Ég ætla samt. Hann blóðroðnaði, svo leit hann undan og tók kvöldblað- ið. — Þú ræður því. Hann sagði ekki fleira og þau ræddust heldur lítið við næstu dagana. Anna fann stundum til þeirrar þrár að þrýsta sér að honum og segja: Eg skil. Eg veit, að þú ert þreyttur og að ég er ekki állt- af eins og ég ætti að vera. Við förum ekkert til Málmeyjar, við bíðum, þangað til að þú mátt vera að því að fara og þá förum við saman, þú og ég. En hún gerði það ekki. Hún beit á jaxl og þagði og hélt fast við sitt. Ef Yngvi vildi vinna sig í hel. þá hann um það. En þá varð hann líka að sætta sig við það, að hún skemmti sér ein. — Vantar þig ekki peninga? spurði Yngvi kuldalega. þeg- ar hann sá hana láta niður í töskurnar. -— Eg er með ávísanahefið mitt. Það líka. hún átti ekki eigin penin^a lengur: ekkert. sem hún vann fvrir siálf. Bara pen- inga. sem maðurinn hennar gaf henni. F.ins mikið og hún vildi að vfsu. þvf að hann var ekki smásmuguiegur. En það var samt ekki skemmtilegt. Hún varð bara enn styttri í spuna. Hún gekk t.einrétt, til stöðv- arinnar með töskuna í henH- im»i. Það var gott að komast í biirtii. hlátt áfram dásamlegt! Fólk. skemmtilegt. fólk. ekki leiðinitanúkar. sem aðeins hugsuðu um vinnuna! Hún keypti sér farseðil og beið á járnbrautarstöðinni. Það voru aðeins tveir aðrir farþegar frá Steinbrú og hún þekkti hvor- ugan. Þá fengi hún að sitja í friði og ró og þyrfti engan að tala við. Hún varð að halda á- fram að hugsa um það, sem henni hafði dottið í hug. Ef Kristján kæmi nú? Ef Kristín hefði nú boðið honum líka? En hún gæti ekki hafa gert það, því að hún var alls ekki þannig. Svo sagði fólk nú alltaf: maðurinn minn fyrrver- andi er bezti vinur minn — það stóð í öllum blöðunum — en Kristján var ekki vinur hennar og1 yrði það aldrei. Hann var eins og hann var. En hún fékk fiðring um sig alla, þegar hún hugsaði um hann. Hún kom snemma heim til Kristínar og Kristín opnaði sjálf fyrir henni og ljómaði, þegar hún sá hana. — Mikið er ég fegin að sjá þig, Anna! — Ég er líka fegin að sjá þig- Þær föðmuðust og nú var ekki lengur neitt, sem skildi þær að. Þær voru aftur vin- konur og fundu það báðar. — Komdu og hjálpaðu mér við að búa til kjúklingasalatið, sagði Kristín. — Stefán sker niður agúrkuna, en mér veitir ekki af aðstoð samt. Stefán! Hún hafði ekki séð drenginn frá því að hún rak hann frá sér um kvöldið á- samt Kristínu. Það var ótrú- lega erfitt, en Anna þvingaði sig til að líta í augu drengsins. Börn gleymdu fljótt! En Stefán hafði engu gleymt! — Heyrðu, sagði hann hugs- andi. — Þú öskraðir að mér. — Stefán. . . . sagði Kristín, en Anna greip fram í fyrir henni. — Já, sagði hún. — Það var illa gert og mig langar til að biðja þig um að fyrirgefa mér. Ég skal aldrei gera það aftur. — Allt í lagi, sagði Stefán og hélt áfram að skera niður agúrku. — Þá máttu sofa í rúminu mínu. — Nu-ú, sagði Anna undr- andi og Kristín hló. — Ég bjó um þig inni hjá Stefáni, sagði hún. Hann getur sofið hjá mér og þetta herbergi hans er mest út af fyrir sig. Ég held, að það verði heldur fjörugt í kvöld. Anna hugsaði: á ég að spyrja, hvort Kristján komi? En hún Framhald á bls. 50. Þér sparíð með jáskríít VIKAM SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 46 VIKAN 30. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.