Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 4
Bók fyrir allt íbrottafúlk Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK PÓSTURINN Dai Bradley Kæri Póstur! Ég hef aldrei leitað til þín áður og því vona ég að þú svarir þessu bréfi mínu. Hvað getur þú sagt mér um Dai Bradley? Er hann söngvari eða spilar hann í hljómsveit og hvaða hljómsveit þá? Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. R.A. ——A. Um Dai Bradley get ég akkúrat ekkert sagt þér, þar sem ég hef aldrei heyrt á þessa mann- skepnu minnzt fyrr. En vera má að einhver lesenda viti það og þá munum við aS sjálfsögSu birta þær upplýsingar. Gaddavír 75 Kæri Pósturl Mig langar til að spyrja þig um hljómsveitina Gaddavír 75. Hvað heita þeir? Gætir þú ekki birt mynd af þeim? LJS. þættinum „Heyra má . . ." birtist grein um Gaddavír 75 þann 27. maí sl. (21. tbl.) og vísum við hér meS til þeirrar greinar. Húsmæðraskóli Kæri Pósturl Viltu vera svo góður að svara þessu bréfi. Ég er að hugsa um að fara á húsmæðraskóla, en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Hvert er aldurtakmarkið? Hvar á landinu eru skólarnir og hvað er maður lengi í þeim? Hvað kostar það og hvað þarf maður að panta pláss með löng- um fyrirvara? Tilvonandi húsmóðir. I ViS birtum grein um HúsmæSra- skóla Reykjavíkur sl. vor, nánar tiltekiS í 16. tbl., þann 22. apríl og gætir þú reynt aS hringja þangaS. Síminn er 11578 og eins hefur Þjóðkirkjan rekið hús- mæðraskóla aS Löngumýri í Skagafirði og veitir skrifstofa biskups, sími 11550, allar upp- lýsingar um það. „Önefnd" Elsku Póstur! Mig langar að biðja þig um upplýsingar um hljómsveitina „ÓNEFND" úr Hrunamanna- hreppi: 1. Er hún hætt að starfa? 2. Hvað heita meðlimirnir? 3. Hvað eru þeir gamlir? 4. Hvar eiga þeir heima? 5. Heitir ekki einri þeirra Bjarni (Baddi) og á heima í Hafnar- firði? Ég vona að þú getir sefjað for- vitni mína sem fyrst, elskan, því ég var að þræta um þetta við vinkonu mína.'Svo vil ég þakka VIKUNNI fyrir alla þá skemmt- un og fróðleik sem ég hef teyg- að úr henni og óska ykkur vel- farnaðar. Skotta. Því miSur höfum viS aldrei heyrt þessa hljómsveit nefnda, en þætti vænt um að einhver les- andi sendi okkur línu um þá og gjarnan mynd . . . þá sakaði alls ekki að þeir gerðo það sjálfir, blessaðir drengirnir. Eitt og annað Kæri Póstur! 1. Hvort er algengara og/eða hættulegra, krabbamein eða æðakölkun? 2. Breytið þið orðalagi bréfanna sem þið fáið? Ég skrifaði nefni- lega einu sinni og þá var búið að breyta orðalagi einnar setn- ingar það mikið að hún fékk allt aðra meiningu. 3. Hvort segir maður „að æja" eða „að á" í merkingunni að stanza og hvíla sig? Og svo er hér að lokum áskor- un til allra bréfritara Póstsins-. í guðanna bænum hættið með ruslakörfubrandarann. Hann er löngu orðinn úreltur og er áreið- anlega að gera alla lesendur Póstsins gráhærða. 90-60-90. 4 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.