Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 41
LANGTUM MINNI rafmagnseyðsla og betri upphitun með RAFMAGNSÞILOFNUM Minni rafmagnseyðsla vegna þess að á ADAX raf- magnsofnunum er sjáifvirkur hitastillir (termostat) er virkar jafnt á öll stillingarþrepin. Þér eyðið ekki raf- magni að nauðsynjalausu. Betri og jafnari upphitun vegna þess að á ofnunum er einnig sérstök hitastilling er lætur ofninn ganga á jöfnum lágum hita, sem hindrar trekkmyndun frá gluggum. Fallegri ofnar vegna þess að stillihnappamir éru ofan á þeim fyrir miðju. ADAX ofnarnir fengu verðlaun í Noregi fyrir fallega hönnun 1968. 3 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið nánari upplýsinga um þessa fallegu vönduðu norsku rafmagnsþilofna. EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 — 21565 séu heilbrigð, hafi jafnvægi og góða greind, en kæra sig alls ekki um að ala upp snillinga. Það er auðvitað ekki nóg að tala við börnin, lesa eða teikna fyrir þau á þessu tímabili, fram að 6—7 ára aldri. Það þarf líka að sjá þeim fyrir hentugum leiktækjum. Allt sem 4—5 ára börn taka sér fyrir hendur hefur áhrif á þroska þeirra. Það er árangur af hugsunum barnsins og örv- ar það til nýs framtaks. Leikir eins og að róla, móta í sand og leir, leika leikrit, mömmuleik, byggja úr kubbum, sauma og smíða, hafa þroskandi áhrif á barnið og það er skylda okkar að sjá til þess að þau hafi tæki- færi til að leika sér bæði úti og inni. Við eyðum miklu fé í leik- föng árlega og þegar við velj- um þau ættum við alltaf að hafa í huga hvaða tilgangi þau geti þjónað. Það er líka þroskandi fyrir börn að fara í leikhús og kvik- myndahús og að sjálfsögðu að horfa á sjónvarp. Smábörn eru mjög áhugasamir sjónvarps- skoðendur, en ef þetta á að auka þekkingu barnsins og vera því uppörvun, verður maður að „aðstoða" þau. Vera reiðubúinn til að svara spurn- ingum og ræða við þau um það sem þau hafa séð og hafa áhuga á og að sjálfsögðu sjá til þess að þau sjái ekki og heyri ann- að en það sem þeim er hollt. Við höfum ekki mikið talað um ást og blíðu í þessari grein. En ef kærleikurinn er ekki grundvöllur þess sem við reyn- um að gera fyrir börnin okkar, þá er allt unnið fyrir gíg. Og það er ekki nóg að elska börn- in sín, það verður líka að tala um það og sýna þeim það lika! Ef maður hefur þetta allt í huga og leggur sig fram og getur komið barninu í skilning um að flesta hluti er hægt að sjá frá meira en einu sjónar- horni, þá verður hugsun þeirra frjórri. Þegar þau svo fara í skóla, þá kemur í ljós að þeim gengur betur sem veit meira og kann meira. VÖNUNARHÁTÍÐIN MIKLA Framhald af bls. 9. eiga sterkari ítök hjá Indverj- um en líklega nokkru fólki öðru. Sumar konurnar, sem fengu Pilluna, gleymdu að taka hana reglulega, og aðrar létu menn sína éta hana, þar eð þær héldu að það hlyti að gera sama gagn. Enn annað fólk límdi gúmmí- verjur og gorma, sem það fékk ókeypis hjá stjórninni, á hús- dyr sínar, sennilega í þeirri trú að þetta fældi anda frjó- seminnar frá. Ekki hafa Indverjar viljað lögleiða fóstureyðingar, eins og til dæmis Japanir og Kínverj- ar hafa gert, og eina ráðið sem þá var eftir var fjöldavönun. Sú hugmynd kom fram að lög- leiða vönun á öllum fjölskyldu- feðrum, sem eignazt hefðu fleiri en þrjú börn, en það náði ekki fram að ganga. Þá var hafin í landinu mikil áróðursferð fyrir því að fá menn til að láta vana sig af frjálsum vilja, bið- sölum á járnbrautarstöðvum var breytt í skurðstofur, miðl- arar, sem fengu menn til að gefa sig fram, fengu verðlaun. Þeir sem vanaðir voru fengu líka sín laun, eins og getið er hér að framan. Tala þeirra er nú komin upp í sex milljónir. Vönunarhátíðin í Ernakulam reyndist svo velheppnuð aug- lýsing, að læknarnir urðu á næstunni að vísa frá nokkrum af öllum þeim fjölda, sem eftir það gaf sig fram. Einn lækn- anna sagði: „Vitaskuld hefðum við getað vanað þá líka. En gjafirnar frá yfirvöldunum voru einfaldlega gengnar til þurrðar." ☆ SKÓGARHÖGGS- MAÐURINN SEM ... Framhald af bls. 15. voru jafnvel það. svartsýnir, að spá því, að hann myndi aldrei hlaupa meir. En Hágg náði sér og hóf erfiðar æfingar í ársbyrjun 1940. Hann hljóp í djúpum snjó þrívegis í viku og náði sér algerlega. Gunder Hágg sló í gegn eins og sagt er og vakti heimsat- hygli á Jónsmessudag 1940. Hann hafði verið kallaður í herinn og í keppni þar hafði hann hlaupið 2000 metra á 5:23 mín., það var tími, sem enginn trúði að væri réttur. Á Jónsmessumótinu í Östersund var boðið auk Hággs, landsliðs- parinu Henry Jonsson og Ake Jansson. Sjaldan eða aldrei hafa úrslit í hlaupi komið eins á óvart og að þessu sinni. Þegar einn hringur var eftir hófst endasprettur Hággs og hinir frægu keppinautar stóðu eins og kyrrir. Hagg sigraði með yfirburðum á hinum góða tíma 3:51,8 mín. Gunder Hágg var orðinn hlaupari á heimsmæli- kvarða. Nokkru síðar sigraði Henry Jonsson þó Hágg naum- lega, báðir hlupu 1500 metrana á 3:48,8 — eða sama tíma og sænska metið, sem Arne And- ersson átti. Hann varð þriðji í hlaupinu á 3:51. Beztu tímar Hággs á árinu 1940 voru: 1500 m. á 3:48,8 — 3000 m. 8:11,6 og 5000 m. á .14:33,2. Árið 1941 urðu þáttaskil í lífi Gunders Hágg. Hann fékk stöðu hjá slökkviliði Gávle, sem mjög hjálpaði honum við æf- ingar og keppni. Hann dvaldi löngum í Váladalan við æfing- ar. Þar réði ríkjum hinn gagn- merki Gösta Olander, en hjá honum hafa æft margir af beztu íþróttamönnum heimsins. Þar kunni Hágg vel við sig í kyrrð- inni og æfði af kappi. Fyrsta keppni hans þetta ár var í Berlín, hann sigraði í 3000 m. hlaupi á 8:19,2 mín., á undan þýzka hlauparanum Syring. Sigurgangan hélt áfram, hann sigraði í tveimur 1500 m. 38. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.