Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 50
Stuttu síðar fannst mér ég vera búin að eignast litla telpu, und- urfríða og granna — hún var varla stærri en 7 merkur. Húð hennar var hvít og slétt en ekki rauð og þrútin eins og venja er með lítil börn. Fann ég þá ein- hvern undarlegan fiðring fara um mig og þegar mér var lit- ið út um glugga sá ég hvar húsið sem ég á heima í stendur fyrir neðan skólann sem ég var í í fyrra, en það er í allt öðru hverfi en ég bý núna. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. Dreaming Baby Girl. Fyrrihluti þessa draums er þér mjög hagstæður og boðar þér meðai annars langvinnt hjóna- band, velgengni í starfi og heillaríka framtíð. En barnið setur strik í reikninginn, þó ekki stóran frekar en barnið sjálft, þannig að þú mátt búast við smávægilegum erfiðleikum síð- ar á lífsleiðinni. Framliðin amma Sæl, VIKA mín! Mig dreymdi að ég ætti heima í Reykjavík og væri í heimsókn hjá ömmu minni sálugu f Borg- arnesi. Ég fór þar inn og þegar ég kom í ganginn, sá ég að á gólfinu lá hrúga af smápening- um. Ég tók þá upp og fór með þá inn til ömmu. Síðan leiddi ég hana að glugganum og sagði við hana: „Sjáðu út. Hvernig ætli standi á því að það er svona mikill snjór úti?" Hún varð alveg undrandi en yppti bara öxlum. Svo settumst við inn í herbergið hennar og þá tók ég eftir þvf að hrúga af barnafötum lá á gólfinu. Ég varð hissa og hugsaði með mér að hún væri bara strax farin að kaupa jólagjafir handa afkom- endum sínum. í því að ég var að hugsa þetta kom frænka mín — og dóttir ömmu — inn og spurði mig með þjósti hvað ég væri að vilja. Ég sagðist einungis hafa verið að sýna ömmu snjóinn úti og þeg- ar ég hafði fullvissað hana um að ég hefði komið í þeim erinda- gjörðum einum, blíðkaðist hún. Síðan fór ég út og var að hugsa, hve skrítið það hefði verið að amma hefði ekki sagt orð allan tímann sem ég var .hjá henni. Svona var nú draumurinn. Ég þakka fyrirfram fyrir ráðning- una, bless. Draumadís í Keflavík. / nœstu Islenzkur fatnaður • Kaupstefnan íslenzkur fatnaður er atburður, sem hverju sinni vekur almannaathygli, enda er fátt sem skiptir fólk meira máli en hverju það klæðist. Hér kemur ótalmargt fleira til greina en það eitt að fötin séu til skjóls; fötin skapa manninn, eins og orðskviðurinn hermir. í næstu VIKU birtast myndir frá nýafstaðinni kaupstefnu. Voldugasti maður Bandaríkjanna • Hver er það? Nixon forseti eða aðalleiðtogi Cosa Nostra? Nei, hvorugur, að því er hermir í grein, sem við birtum i næsta blaði. Samkvæmt því sem þar stendur er sá stærsti vestra Edgar Hoover, æðsti yfirmaður FBI, banda- rísku alrikislögreglunnar. Hann hefur gegnt þeirri stöðu í nærri hálfa öld og er nú meira en hálfáttræður að aldri. Hefurðu lifað áður? • Það skyldi þó aldrei vera. í Austurlöndum fjær hefur það lengi verið staðföst trú manna að þeir fæddust aftur og aftur, endurholdguðust. Á Vesturlöndum vex þessari trú nú fylgi, og í næsta blaði birtum við aðra greinina í greinaflokki um þetta efni. Þessi draumur er þér vafalaust fyrir því að innan skamms þarft þú að taka þýðingarmikla ákvörðun, ákvörðun sem aðeins verður tekin einu sinni, og amma þín viidi segja þér að þá ákvörðun verður þú að taka ein. Enginn getur gefið þér viðun- andi ráð nema þú og sá máttur sem í þér býr. Rauður steinn og blár Kæri Draumráðandi! Ég og tengdamóðir mín vorum í hreingerningum fyrir móður mína og vorum við að gera hreina skápa í svefnherberginu, en í raun og veru eru engir skápar þar. í þessum skáp fannst mér vera fullt af gömlum fötum af mér og systur minni, og hentum við þeim öllum. Ég var með ferðatösku sem ég var að fara í gegnum og var eins með hana: hún var full af fötum sem við hentum. Neðst í töskunni voru þó tveir litlir jólapakkar. Ég las á þá, og voru þeir frá foreldrum mínum til mín og systur minnar. A þeim stóð: „Jólin 1950". Ég sýndi tengdamóður minni þetta, og sagði hún mér að opna minn pakka.' í honum var lítil, hvít askja, og þegar ég opna hana, er þar gullhringur með bláum steini. Ég á hring með bláum steini, svo ég hugsaði með mér að ég ætti að athuga hinn pakk- ann. Ég geri það, og í honum er þá alveg eins hringur, nema hvað að steinninn er rauður. Ég skipti á hringjunum þannig að ég fékk þann rauða en systir mín þann bláa. Mér fannst sem henni myndi vera sama þótt ég gerði þetta, en ég ætlaði hvorki að segja henni né mömmu frá skiptun- um. Með beztu kveðjum. B.F. Þetta er mjög erfiSur draumur viðureignar, en eftir því sem við komumst næst, þá boSar hann þér einhverjar útistöður viS systur þína. Ekki er alveg Ijóst hvers vegna, en við teljum víst aS þú komir til meS aS eiga upptökin aS þeirri deilu. Þá er- um við vissir um að lausnin sé á vissan hátt tölfræSileg, og þrátt fyrir takmarkaSa þekkingu á talnaspeki, lítur út fyrir aS deilan verSi fjárhagslegs eSlis. 50 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.