Alþýðublaðið - 16.02.1923, Síða 1

Alþýðublaðið - 16.02.1923, Síða 1
1923 Föstifdaginn i6. febrúar. 37. tölublað. Ráðaleysi. Ef íslenzkir stjórnendur og yfirráðamenn eru afburðamenn í nokkru efni, þá er það ráðaleysi, þegar á að leysa úr vandamál- um, Verzlun Jandsins er í megn- asta ólagi, og stjórnendur lánds- ins eru ráðalausir. Nokkrir brask- arar hafa einokun á útlendum gjaldeyii, og stjórnendurnir eru ráðalausir. Magnað atvinnuleysi er í landinu og þeir eru einnig ráðalausir um það, og húsakynni Iandsmánna eru yfirleitt siðuðu fólki ósamboðin, og þeir eru enn ráðalausir. Þó hefir þeim verið bent á ráð til að leysa úr öllum þessum vandamálum, og samt eru þeir ráðalausir. Hvernig stendur á þessu? Ástæðurnar eru þær, að hvar- vetna þar,' sem auðvald hefir tögl og hagldir í stjórnmálum, eru ekki, nema mistök verði, aðrir settir til að stjórna en menn, sem fyrir fram er víst um að á engan hátt verði til að leggja stein í götu þeirra, sem hag hafá af því, að aldagamalt ólag haldist eins lengi og unt er. Þess vegna lagast þetta ráða- leysi he.ldur ekki fyr en alþýðan er orðin nógu sterk til að taka ráðin af auðvaldinu. Erlend síraskeyti. Khöfn, 15. íebr. Atvinnuleysið og landtakan. Havas-fréttastofa segir frá því, að fjöldi atvinnulausra manna í Ruhr-héruðunum hafi sótt um átvinnu til landtökuyfirvaldanna. Llfgregluþjónar og heiineun berjast. I (yrradag, þegar Geisenkir- chen var tekin, Ienti 6 þýzkum lögregluþjónum í skæru við 2 franska hermenn, er særðust. Búist er við, að lögregluþjón- arnir verði dæmdir af lífi. Yalera og þjóðaratkvæði. >Daily Mail« segir, að Valera sé fús til þess að sjá til, hver verðiúrslitþjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort írland skuli vera lýðveldi eða friríki, ef Englend- ingar vilji það líka. Brezkir stjórnutálamenn og atliafnir Frakka. Við umræðurnar út af ávarp- inu til þingsins lét Curzon í ljós, að enn væri ekki kominn tími til málamiðlunar, en Grey varði Frakka og óttaðist þó, að athafn- irnar í Ruhr-héruðunum myndu verða til þess, að til vináttu drægi með Þjóðverjum og Rússum. Nýtt lýðveldi við ltíní Blöðin í París ræða opinskátt um möguleika fyrir því, að stofnað verði óháð kaþólskt iýð- veldi við Rín af líkri stærð og Belgía með io miljónutp íbúa. Ura daginn og veginn. Goðafoss var enn ókominn í morgun. i ý-ý"; Togararnir. Gylfi, Hilmir og Baldur komu í gær frá Eng- landi. Munu þeir fara enn út á ísfiski í síðustu ferðina, áður fiskveiði í salt hefst. Gfuðfræðisprófl hafa lokið Ingólfur Þorvaldsson með II. einkunn lakari 58 stigum, Ragn- arOfeigsson með I. einkunn 127^/2 stigi og Þorvarður G. Þormar með II, einkunn betri 77 stigum. Eignist Kvenhatarann. Á- skriftum veitt móttaka ísíma 1269. Sjómannamadressur á 6 krón ur á Freyjugötu 8 B. Auglýsingiiin í blaðið er einnig veitt viðtaka í préntsmiðjunni. Læknisfræðiprófi hafa lokið Skúli Guðjónsson með I. eink- unn 182^/2 st., Steingrímur E. Einarsson I. einkunn 179 st., Valtýr Albertsson I. einkunn 192 stig. Vóibátnúm Worsley, erstrand- aði við Vogastapa nýlega, hefir björgunarskipið Geir náð út og kom með hann hingað í gær. Er báturinn mjög brotinn. Fyrirlestra halda þeir, sem ganga undir próf í íslenzkum fræðum, í háskólanum þessa daga, í kvöld frá kl. 6—7 Pétur Sigurðsson um Vísnabókina og annað kvöld á sama tfmá Vil- hjálmur Þ. Gíslason um álit manna á aldri Eddukvæðanna. Hjúskapur. Síðastliðinn Iáugar- dag voru gefin saman í hjóna- band áf síra Bjarna Jónssyni Sigríður J. Bachmann Laufásveg 5 og Hafliði Bjarnasou Vatns- stíg 7. Næturiæknir er Jón Hj, Sig- urðsson, Laugaveg 40. — Símí 179. Hjálparstiið Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- - Laugardaga . . — 3—4 e. --

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.