Vikan


Vikan - 29.03.1972, Síða 6

Vikan - 29.03.1972, Síða 6
SÍÐAN SÍÐAST Nú lifa þeir eins 09 blóm í eggi hjá fósturforeldrum í Sviþjóð. ÞAU ÆTTLEIDDU BRÆÐUR FRÁ EÞÍOPÍU „Það er ekki nærri eins erfitt að ættleiða börn og af er látið, jafnvel ekki, þótt þau komi frú fjarlægu, van- þróuðu landi og hafi annan litarhátt en við.“ Þetta segja sænsku hjónin Claes og Else Cárlsson, sem ættleiddu í fyrra tvo, svarta bræður frá Eþíópíu, Daniel, sem er sex ára, og Bandulo, sem er þriggja ára. Það var ekki barnleysi, sem olli því, að þau tóku þessa ákvörðun. Þau eiga fjögur börn fyrir, Mikael, 15 ára, Lenu, 11 ára, Pelle, 10 ára, og Patrik, 6 ára. Þau hjónin höfðu lengi rætt um að ættleiða dreng, sem væri á sama aldri og Patrik og gæti verið leikfélagi hans. Þau lásu tímaritsgrein um ættleiðingu og höfðu síðan sam- band við ættleiðingarmiðstöð. Þar var þeim strax boðið að taka að sér litlu bræðurna tvo frá Eþíópíu. Hjálparstöð Rauða krossins í Gambela þekkti til þeirra. Þangað komu þeir daglega til Daniel og Bandulo vannærðir í Eþíópíu. að fá mat. Þegar þeir komu þangað í fyrsta skipti, voru þeir mjög vannærð- ir og illa haldnir. Faðir þeirra hafði yfirgefið heimilið og móðirin hafði eng- in tök á að sjá fyrir börnum sínum. „Við ákváðum strax að taka þá báða. Okkur fannst ekki rétt að aðskilja þá, fyrst þeir voru bræður,“ segir Else Carlsson. Þau útveguðu nauðsynleg leyfi og skrifuðu, en svo illa tókst til, að bréfið glataðist í pósti og kom aldrei fram. Þau skrifuðu aftur og fengu svarbréf um hæl. Þá voru báðir litlu drengirnir veikir; annar hafði fengið gulu, en hinn malaríu. Lofað var að láta þau hjónin vita strax og þau mættu sækja þá — og staðið við það. Kvöld nokkurt um miðsumarið í fyrra komu þeir Daniel og Bandulo til nýja heimalandsins síns, Svíþjóðar. Bandulo hafði enn ekki náð sér til fullnustu eftir veikindin, en að því slepptu voru þeir vel útlítandi. „í fyrstu fannst þeim skemmtilegast að kveikja og slökkva á lömpum, skrúfa frá vatnskrönum og horfa á sjónvarp- ið,“ segir Claes Carlsson. „Sjónvarpið var mikið undur í þeirra augum og sömuleiðis tannburstinn. En það sem þeim þótti þó bezt af öllu var, að þeir skyldu mega borða eins mikið og þeir vildu. Þeir borðuðu reiðinnar ósköp í fyrstu, stundum sex eða sjö egg í morg- unverð. Samkvæmt læknisráði urðu hjónin að hafa hemil á því fyrstu vik- urnar, hvað þeir borðuðu, og tókst það allt bærilega". Þeir Daniel og Bandulo lærðu sænsku á undraskjótum tíma. Eftir aðeins tvo mánuði gátu þeir gert sig skiljanlega og núorðið tala þeir sænsku eins og innfæddir. „Daniel fer í leikskóla með Patrik“, segir Else. „Við vitum ekki enn, hvort hann getur byrjað í skóla í haust. Þeir eru jafngamlir, en þó er mikill munur á þroska þeirra eins og við er að búast. Þeir Daniel og Bandulo hafa aldrei átt neina raunverulega bernsku og þess gjalda þeir að sjálfsögðu. Daniel er sagður ærslafengnari en nokkur annar krakki í leikskólanum.“ Hjónunum ber saman um, að drengj- unum hafi tekizt furðuvel að samlagast gjörbreyttum lifnaðarháttum. Þó er eitt og eitt atriði, sem þeir eiga erfitt með að venjast. Þeir eru til dæmis log- andi hræddir við ketti. í sumar þorðu þeir ekki að sofa við opinn glugga af ótta við, að kettir kæmu hlaupandi inn um gluggann. Þau hjónin grunar, að þeir eigi slæmar minningar í sam- bandi við villiketti frú Eþíópíu. Einnig er þeim lítið gefið um heimilishundinn. Þeir harðneita að klappa honum og hafa verið staðnir að því að sparka í hann. Skýringin er ef til vill sú, að í Eþíópíu eru hundar ekki hafið sem húsdýr, heldur eingöngu villtir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.