Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 21
40 STORMASÖM ÁR MEÐ LIZ Þriðji og síðasti hluti urinn var fjarlægður af fingri hennar. Við þessa breytingu gagnvart minningunum um Mike Todd, hvarf líka hinn raunverulegi grundvöllur hjónabands hennar og Eddie Fisher, sem hafði verið bezti vinur Mikes Todd. Sameigin- legar minningar þeirra um hinn látna voru ekki lengur nægilegur grundvöllur fyrir hjónabandi. Elizabeth var því orðin andlega frjáls og hún varð svo ástfangin af Richard Burton að hún gleymdi öllu öðru. SAMVIZKUBIT . Ást þeirra færði þeim ekki mikla gleði til að byrja með. Burton gekk í gfegnum vítis- kvalir vegna þess samvizku- bits, sem hann hafði út af konu og börnum, sem honum þótti innilega vænt um og sem elsk- uðu hann. Sársauki fylgdi þessu vali hans, sem eftir hans eigin dómi ekki var neitt val, hann segist ekki hafa átt ann- arra kosta völ og þessi sárs- auki sat lengi í honum. Kate, dóttir hans var mjög lík Sibyl og það hrærði viðkvæma strengi í brjósti hans. Eftir skilnaðinn frá Sibyl, sá Burt- Þau bera það með sér að þau eru hamingjusöm. Mæðgurnar Liz og Liza gætu sem bezt verið systur á þessari mynd. hafði boðað til af þessu tilefni, krafðist hann þess að Elizabeth neitaði öllum ásökunum út af sambandinu við Richard Burt- on. Hún gerði það ekki en við- urkenndi að hún hefði týnt hjarta sínu til leikarans frá Wales. Að sjálfsögðu leið ekki á löngu þar til Sibyl Burton fékk að heyra allan sannleik- að hugsa um börn sín og að taka skyldi frá henni litlu þýzku stúlkuna, sem hún hafði ætt- leitt, meðan hún var gift Edd- ie Fisher. Elizabeth varð að þola alls konar aðdróttanir, í bréfum og síma og jafnvel á götum úti. Þetta er líklega það tímabil í lífi hennar, sem henni , hefur fundizt óþægilegast og minningarnar um það vekja Margir muna eflaust eftir því þegar mest gekk á í Rómaborg, meðan á upptöku kvikmyndarinnar „Cleopötru" stóð og það varð öllum Ijóst að ástasamband hófst á milli Elizabeth Taylor og Richard Burtons. Það rigndi yfir þau gagnrýni, skömmum, hótunarbréfum og símtölum - jafnvel komst Vatikanið inn í þessar deilur. En aðalpersónurnar, sem urðu valdandi að þessu hneyksli, hafa notið mikillar hamingju síðan ... Fyrsta setningin, sem Rich- ard sagði við Elizabeth Taylor hljómaði eitthvað á þessa leið: „Hefur nokkur sagt þér að þú ert eiginlega geysilega sæt stúlka?“ Hin dáða leikkona veltist um af hlátri. Hún hafði sannarlega ekki búizt við að heyra þessi orð af vörum hins fræga leikara, sem var líka rómantískt ljóðskáld og ákaf- lega öruggur í framkomu. Þessi þeirra fyrsti fundur átti sér stað í kvikmyndaveri í Rómaborg, þar sem verið var að kvikmynda ,,Cleopötru“. — Framhaldið var ekki sérlega rómantískt, því að Burton var illa haldinn timburmönnum og engum datt í hug að hann gæti komizt í gegnum vinnu sína þann daginn. Elizabeth Taylor varð að halda á kaffibollan- um, sem hann hafði svo mikla þörf fyrir til að skýra hugs- un sína. En í stað þess að líta niður á hann fyrir þetta auma ástand, þá var hún full með- aumkunar. Og þessi meðaumk- un átti eftir að verða að allt öðru, miklu alvarlegri og dýpri tilfinningum. Þegar þetta skeði var Eliza- beth Taylor gift Eddie Fisher. Burton hafði líka sína Sibyl, sem hann hafði verið kvæntur í mörg ár og átti með henni tvö börn. Um þettá leyti bjó hann líka við hamingjusamt fjölskyldulíf. Þessi tvenn hjón fóru oft saman út að skemmta sér, eftir fyrstu kynni í kvik- myndaverinu. Elizabeth Tayl- or og Richard Burton viður- kenna að smátt og smátt varð sambandið á milli þeirra meira en venjuleg vinátta. Elizabeth Taylor var farin að viðurkenna að hún yrði að lifa meira fyrir nútíðina og fram- tíðina, heldur en að lifa í for- tíðinni. Hún bar að vísu ennþá hálfbrunninn hringinn, sem tekinn hafði verið af fingri Mike Todds, þegar lík hans var dregið út úr flugvélarflakinu. Hún hafði fram að þessu verið háð mjög sterkum minningum um Mike Todd, en nú fór að losna um þessi bönd og hring- on ekki börn sín í tvö ár og það kvaldi hann mjög. Elizabeth Taylor hefur líka viðurkennt að henni hafi fund- izt það hræðilégt að svo marg- ir hafi þurft að líða fyrir ást þeirra. Fyrst í stað reyndu þau að vinna bug á þessu og halda sig sem lengst frá hvort öðru, en það var sem ótal seglar seildust í þau og færðu þau aft- ur saman. Þau þurftu líka að hittast daglega í kvikmynda- verinu, meðan á upptöku „Cleopötru“ stóð. Eddie Fisher hélt samt að konan hans væri hrifin af hon- um, en hann komst ekki hjá því að heyra slúðursögurnar. Á blaðamannafundi, sem hann ann. Hún fékk nafnlaus bréf og símahringingar frá fólki, sem ráðlagði henni að hafa betri gætur á eiginmanninum og athuga hvað þau Elizabeth Taylor væru að bauka. En Si- byl var raunsæ kona og henni var þetta ljóst þegar þau voru í Rómaborg, enda gátu þau Burton og Elizaþeth ekki dul- ið tilfinningar sínar. ÁSAKANIR OG HÓTANIR Og nú var hneykslið, með Elizabeth Taylor í aðalhlut- verki, í fullum gangi. Og í þetta sinn vildi jafnvel Vati- kanið láta vanþóknun sína í ljós og lýsti því yfir að Eliza- beth Taylor væri ekki hæf til með henni hroll. Einu sinni ennþá reyndu þau að skilja. Ást þeirra, hversu heit sem hún var, gat ekki vegið upp á móti samvizkubiti þeirra og þeirri sorg sem þau voru völd að. Þau ákváðu því að hittast ekki framar. Burton fór með konu sinni og toörnum til Genf, þar sem þau áttu heimili. Elizabeth Taylor fór líka heim til sín í Gstaad, þar sem hún átti hús. Almenning- ur trúði mátulega á þennan aðskilnað og þótti það nokkuð ískyggilegt að þau væru þú- andi í sama landi. Elizabeth Taylor tók nú fyrstu skrefin til að fá skilnað frá Eddie Fisher og þá stóð 20 VIKAN 13. TBL. 13. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.