Vikan


Vikan - 29.03.1972, Side 43

Vikan - 29.03.1972, Side 43
ÚR RITDÓMUM UM SPÍTALASÖGU: HELGI SÆMUNDSSON, AlþýðublaSiS 28. des.: ,,En mest finnst mér samt til um stílinn á bókinni. Sú íþrótt G. D. er hér slík, að hann fer á kostum stórmeist- arans — — Hann átti í sjúkrahúsið það erindi að sjá lífið og tilveruna í nýju Ijósi. Þá reynslu hermir hann í Spítalasögu af logandi mæisku og leiftrandi fyndni og virðist allt þetta heilög alvara — —" INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON, Tímanum 1. des.: „En á bak við kennir maður höfundinn eins og einhvern Skarphéðinn í brennunni, sem glottir við tönn — — Og einhvernveginn finnst manni að bók þessi hafi verið skrifuð lifinu til heiðurs með þau orð að leiðarljósi að skaflinn skuli ekki beygja þótt skúr falli á mann — — Og eitt er vist. Spitalar á Islandi verða aldrei sömu alvöru- stofnanirnar og þær voru fyrir útkomu sögunnar. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK, Verkamaðurinn 12. nóv.: „Gamansemin gróf og hittin einkennir verkið, en þó er fjölgresi falið undir áburðarmiklu melgresi". PÁLL LÝÐSSON, Þjóðólfi 6. nóv.: „ — — Ég er ekki að segja að áhrifa gæti á Guðmund frá séra Jóni (höfundi Pislarsögu) en á 300 árum hafa vart aðrir tveir höfundar tekið betur á í sjúkdómslýsing- um — — Spitalasaga nær vonandi eyrum alþjóðar, enda einstakt verk----" BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON læknir, Alþbl. 11. nóv.: „ — — Stíllinn er glæsilegur á bókinni — — Margir kafl- ar bókarinnar eru svo ritfærðir að beinlínis aðdáunarvert er----Þar fer G. D. á kostum stilistans. — — Við lestur þessara kafla liggur lesandanum oft við gráti af hlátri —" ÖRN, í Suðurlandi, 11. des.: „ — — Verkið er svo þrungið sannindum og kyngimögn- uðum boðskap um mannlifið, að bókmenntamenn vita ekki hvernig þeir eiga að flokka það. — — Fara þarf út fyrir ísl. nútímabókmenntir til að finna hliðstæður, þó ég þekki enga sem lögð yrði til jafns við Spitalasögu. Kaflar í FÖNNUM KILIMANJAROFJALLSINS eftir Heming- way minna að hugblæ á hana, en ekkert er þar þó ámóta skarpt og í Spítalasögu. ARNÓR HANNIBALSSON, Suðurland 11. des.: „-----Þessar og þvílíkar forsendur standa að baki skáld- skap SAMUEL BECKETTS. Hann sýnir okkur afleiðingar þeirrar hörmulegu staðreyndar, að maðurinn skuli þurfa að búa í efni, í líkamanum. — — Ég held að það megi finna í SPITALASÖGU þónokkuð af hugleiðingum um þessi efni. Ég held að bakgrunnurinn sé einmitt kenningin um andann og efnið". JÓHANN HJÁLMARSSON, Morgunblaðið, 22. okt.: „Ég efast um að margir ísl. rithöfundar geti státað af því hispursleysi í frásögn sem einkennir Guðm. Daníelsson. — — Honum hefur tekizt að skemmta lesendum sínum konunglega. — — Sennilega hafa ekki berorðari spítala- lýsingar verið prentaðar hérlendis en þær, sem lesandinn kynnist í Spitalasögu". ÓLAFUR JÓNSSON, Visi, 22. okt.: „Dauðinn bíður búinn — en meðan lífið endist er lifs- von. Það er undirrót hinna læsilegu, gamansamlegu frá- sagna í þessari bók, skáldskaparefni hennar innan- eða utanflokka í bókmenntunum — — " PÁLL FINNBOGASON, Nýtt land - Frjáls þjóð, 21. okt.: „Guðm. Danielsson er einn af fremstu rithöfundum þjóð- arinnar. — Þessi bók er allt annars eðlis — gagnrýnin, gamansöm og raunsæ og umfram allt skemmtileg". Spítalasaga Guðmundar Dam'elssonar í 2. útaáfa Spítalasaga kom út hjá Prentsmiðju Suðurlands, Selfossi um miðjan okt. sl., haust í 3 000 eintökum, sem telst stórt upplag. Um 10. desember þraut upplagið, en pantanir héldu áfram að streyma inn. Vegna verkfalls bóka- gerðarmanna reyndist ókleift að endurprenta bókina fyrir jól, en hins vegar ákveðið að 2. útgáfa kæmi 20. janúar 1972. Texti 2. útgáfu Spítalasögu er óbreyttur frá 1. útgáfu, nema hvað höfundur gerði á honum fáeinar minniháttar lagfæringar. Dandi hcfur buxnaskipti mcð hjálp ciginkonunnar. Ein af myndum Halldórs Pcturssonar i bókinni. Höfundurinil færður úr skrauthaldinu. - Eitl af myndum Halldórs Pcturssonar t bókinni Þeir bóksalar sem vilja fá Spítalasögu, 2. útgáfu, vinsam- lega panti hana í síma 99-1434 og 99-1424 Prentsmiðja Suðurlands lif. Eyrarvegi 21, Selfossi — Sími 99-1434 og 99-1424. 13. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.