Vikan


Vikan - 29.03.1972, Síða 44

Vikan - 29.03.1972, Síða 44
FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. - ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. V!Ð ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 talar bretónsku mállýzkuna betur en ég. Þvert ofan í alla löngun mína og dómgreind tók ég að brölta niður klettinn, sem ég hafði rétt áðan verið svo feginn að geta klifrað upp. Alan hló þegar hann sá þessa tregðu í öllum hreifingum mínum. — Vertu ekki hræddur! stríddi hann mér. — Það er enginn einasti úlfur innan sjón- máls og ég vona, að þú farir ekki að standa að baki einu stelpukomi, hvað hugrekki snertir. — Hvað á stelpukorn að vilja með að vera hér á ferli í skóg- inum í náttmyrkri? nöldraði ég um leið og éð náði til jarðar. — Það er nú einmitt það, sem ég ætla að spyrja hana um, bjálfinn þinn! Guð minn góður! bætti hann við í hvíslingum. — Hvílík fullkomin fyrirsæta að skógargyðju! Mér fannst einhvernveginn eitthvað meira en eintóm lista- mannsaðdáun í orðum félaga míns, svo ég athugaði stúlkuna með auknum áhuga. Ég fann, að ég stóð á öndinni, þegar við stóðum augliti til auglitis í tunglskininu. Að vísu eru konur í Bretagne óvenju fríðar, en hjá þessari stúlku, sem stóð fyrir framan mig, virt- ist fegurðin vera á fullkomnu hástigi. Andlitsdrættir hennar — já, en hvernig get ég farið að lýsa því, sem engin orð fá lýst? Orð- in eintóm virðast þýðingarlaus ef þau ætla að fara að lýsa þess- ari dásamlegu veru, sem birtist okkur úr dularfullu náttmyrkr- inu. Fegurð hennar var yfir- mannleg og ekkert af henni átti rót sína að rekja til „listar- innar, sem dylur listina", að mati konuhugans. Ljósa hárið lék ógreitt og liðað um enni og háls. Mjúka hörundið var mjög útitekið af vindi og sól. Ódýri bómullarkjóllinn hennar hefði sýnzt vera hreinasta drusla, ef ekki hefðu verið hinar glæsi- legu h'nur undir honum. Fall- egu fæturnir voru berir upp að hnjám, og ekki einu sinni með tréskó, eins og fátækustu bænd- urnir nota venjulega. Hún virt- ist miklu líkari skógargyðju en raunverulegri sveitastúlku. Einhverra hluta vegna — kannski stafaði það af nýafstað- inni hræðslu minni, þá fór sjálf rósemin hennar í taugarnar. — Hvað ert þú að gera hér? spurði ég eins hvasst og lélega bretónskan mín leyfði. — Veiztu ekki, að hér eru úlfar á ferli? Mér til mestu furðu, svaraði hún mér á hreinni frönsku: —• Vitanlega eru hér úlfar, herra minn. Var ég ekki^rétt áðan — hún hikaði ofurlítið — að heyra þá ýlfra. Og þér... ekki hafið þið klifrað upp á Skrattanslegsteininn til þess eins að dást að útsýninu eða hvað? Ég var steinhissa á þessu sjálfsöryggi hennar. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að annað- hvort hlyti hún að vera sérlega hugrökk eða þá sérlega heimsk. En hún virtist nú hafa vitið fullkomlega hjá sér, því að meira að segja var hún fyndin á minn kostnað. Ég var í þann veginn að svara henni uppi með viðeigandi virðuleik, þegar Al- an varð fyrrri til. —• Þér talið frönsku? sagði hann og hló eins og strákur. -— Það er stórkostlegt! Ég var orð- inn hræddur um að lenda utan við þessar samræður. En játið þér nú allt! Voruð þér ekki hrædd þegar úlfarnir fóru fram- hjá yður þarna inni í skóginum? Hún hristi höfuðið, hreykin, næstum ofsalega. — Ég var ekkert hrædd — um sjálfa mig. Alan Grantham brosti. — En þér voruð dálítið óró- leg okkar vegna? Það var fall- ega gert af yður að láta yður svona annt um öryggi okkar, en fannst yður þetta samt ekki dálítið órökræn afstaða? Þér vitið. að við vorum komnir upp á steininn, en þér sjálf á jörðu niðri, varnarlaus gegn villidýr- unum. Sérstaklega var þarna einn stór úlfur, sem réðst á hina og rak þá á flótta. Kannsk: sáuð þér hann — gullfalleg skenna. — Fannst yður það? Hún brosti sem snöggvast, rétt eins og hún hefði misskilið hann og ætti sjálf þessa gullhamra. — Jú, ég þekki þetta dýr, sem þér eigið við. En ég er ekki hrædd við það, — alls ekki! Það gerir hvorki mér mein — né yður. — Þér virðist þaulþekkja allt innræti skennunnar, skaut ég inn í með ólundarlegu brosi. — Hvernig í ósköpunum getið þér vitað, hverjum hún grandar og hverjum ekki? Stúlkan yppti öxlum kæru- leysislega. — Rólegur, herra minn. Ég veit það af því að ég veit það. Það eru til bæði úlfar og úlfar — hún brosti svo að hvítu, jöfnu tennurnar blikuðu í tunglskininu — alveg eins og til eru karlmenn og karlmenn. Og — bætti hún við, rétt eins og hún fengi einhvern eftir- þanka — það eru líka til konur og konur, sumar hættulegar, sumar ekki, sumar miskunn- samar og bjarga — aðrar áhugasamar um að spilla. Hún snarþagnaði og snerist á hæli. Komið þið nú — það er orðið áliðið. Ég skal vísa ykkur skemmstu leið til Josselin, gegn um skóginn. — Gegn um skóginn? sagði Alan, steinhissa. — En úlfarn- ir...? Hún sneri sér við, eins og óþolinmóð. — Hef ég ekki sagt, að þeir gera ykkur ekkert mein? sagði hún og horfði dökkum augun- um framan í félaga minn. — Hópurinn er nú kominn marg- ar mílur í burt. — En grái úlfurinn? spurði Alan lágt. Stúlkan leit undan. Síðan sneri hún sér svo að ekki sást framan í hana. — Komið þið eða komið þið ekki? Hún hreytti úr sér orð- unum yfir öxl sér. —• Ég læt yður að minnsta kosti ekki fara eina gegnum skóginn, sagði Alan, mannlega. — Af stað með okkur þá! Hún stakk arminum undir hans arm, álíka ófeiminn og köttur stekkur upp á hné manns til að gæla við sig, og svo geng- um við öll yfir rjóðrið að skóg- inum. Ég var á eftir og í ekki allt of góðu skapi. Þetta var allt saman of dul- arfullt til þess að ég kynni við það. Ég brosti gremjulega með sjálfum mér, þegar ég velti því fyrir mér, hvort þessi léttlyndi félagi minn hefði orðið eins fús til fylgdar ef stúlkan ókunna hefði verið tannlaus kerlingar- skrukka, hrukkótt eins og val- hnota! Við náðum til þorpsins, án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Úlfarnir voru jafn gjörsamlega horfnir, sem hefði slíkt dýr aldrei stigið faéti á þessa jörð. Ekkert rauf dauðaþögnina í þessum mikla skógi nema brak- ið í visnuðu laufi undir fótum okkar, og furukönglunum, sem við stigum á. Frnmhald í nœsta blaði. 44 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.