Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 49

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 49
lyfjafræði við háskólann í Mexíkóborg og verið ráðin haustið 1968 að sömu rann- sóknastofnun og Deacon. Þau hittust í fyrsta sinni í langferð með Pillsbnry, rann- sóknaskipi stofnunarinnar. Þau höfðu greinilega strax orð’ið hrifin hvort af öðru. Að minnsta kosti var hvað eftir annað kom- ið að þeim í mjög innilegu sam- félagi. Pillsbury hafði komið heim úr ferðinni tíu vikum áður en Barböru var rænt. Á þeim tíma höfðu George Deacon og Ruth Eisemann-Schier aðeins sýnt sig saman við nokkur tækifæri. Þegar FBI yfirheyrði starfs- fólk sjórannsóknastofnunarinn- ar fyrir hádegi á fimrritudaginn, kom í ljós að enginn þar hafði séð Ruth eða George síðan á föstudaginn þrettánda desem- ber. Um miðjan dag upplýsti FBI- maðurinn Rex Schroder föður Barböru um hve langt leitin væri komin og möguleikana á að hafa hendur í hári ræningj- ana án þess að greiða lausnar- féð. Robert Mackle sagði: — Mér stendur á sama um peningana. Við verðum að ná sambandi við ræningjana aftur. Við verðum að láta þá vita að tiltektir Mi- amilögreglunnar voru ekki mér að kenna. Við verðum að láta þá vita að það var hrein tilvilj- un, og að ég hafi peningana og sé reiðubúinn að afhenda þá. Fréttamaður frá Miami Her- ald hjálpaði til að stíla áskorun til ræningjanna. f áskoruninrii fórust Robert svo orð: „Ég vissi ekkert um aðgerðir Miamilögreglunnar á fimmtu- dagsmorguninn þegar þeir i-eyndu að handtaka ykkur og lögðu hald á peningana, sem ég hafði skilið eftir hand.a ykk- ur. Ég bið til Guðs að þið hafið ekki gert dóttur minni mein. Gerið svo vel að hafa samband við mig aftur, sama hvernig. Ég geri hvað sem er, bara að dótt- ir mín verði látin laus.“ Næsta sólarhringinn var á- skorun föðurins endurtekin ] SPÆNSKAR BÆKUR ITALSKAR BÆKUR Bókaverzlun SNÆBJARNAR Hafnarstræti

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.