Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 50

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 50
bæði í útvarpi og sjónvarpi. Auk þess var hún birt í fleiri blöðum en Miami Herald. Barbara Mackle hafði nú leg- ið næstum sextíu klukkustund- ir í kistunni. Það er erfitt að ímynda sér hvílíkt ógnarálag sá tími hefur verið henni, and- lega sem líkamlega. „Stundum fannst mér ég vera að ^afna, jafnvel þótt viftan væri á. Ég hugsaði: Hvernig fer ef eitthvert smádýr festist í loftrásinni? Eða ef það fer að snjóa? Myndi snjórinn hindra loftið að koma inn? Ég fann til sárra verkja í mjöðmunum. Mig tók í þær í hvert skipti og ég skipti um stellingu. Vegna þess hve kvef- uð ég var varð ég að anda gegn- um munninn. En ég gat aldrei fundið að ég væri með hitq.. Þrátt fyrir kuldann og bleyt- una í kistunni hugsaði ég mik- ið um kalt og tært vatn. Ég sá fyrir mér stóra könnu með vatni og hvernig ég myndi hlæja og smjatta á vatninu og svelgja það stórum. En mest af öllu langaði mig til að geta hreyft mig. Ég spark- aði og barði með hnefunum upp í lokið og í hvert skipti hrundu droparnir yfir mig. En þannig fékk ég að minnsta kosti svo- litla útrás. Að öllu eðlilegu hefði ég átt að vera svöng. En það var ég ekki. Ég borðaði þrjá eða fjóra munnbita af epli, en meira varð það ekki. Ég vildi ekki heldur borða of mikið. Enda var ekki „salerni" í kistunni. Nokkrum sinnum lá við að ég gæfi upp alla von. Þá hugsaði ég sem svo að frá sjónarmiði mannræningja væri öruggast að drepa þá, sem þeir rændu. Og ég hafði meira að segja séð þau, sem rændu mér, og gat því gefið lýsingu á þeim .. FBI uppgötvaði að George Deacon var heimilisfastur í hús- vagnabúðum í Miami. Fjórir bílar og tvær þyrlur voru send- ar þangað. Deacon hafði um sumarið flutt þangað inn með konu sinni Dorothy og tveimur litlum sonum sínum. Vikuna fyrir hafði Dorothy farið til Kali- forníu með drengina. Ambert Bischoff, sjötíu og þriggja ára gamall eftirlauna- maður, sagði FBI-mönnunum að hann hefði séð George Dea- con síðdegis á miðvikudag, dag- inn eftir að Barböru var rænt. — Deacon hafði rakað af sér skeggið, sagði Bischoff, — svo að ég þekkti hann naumast aft- ur. Hann sagðist hafa gert það af því að hann ætlaði að vera erlendis næsta hálfa árið. í Jórdaníu. Meðan FBI var enn að yfir- heyra starfsmenn og gesti á staðnum kom pósturinn. Hann kom með jólakort til Georges Deacons frá konu hans í Kali- forníu. Hún skrifaði að ferðin hefði gengið vel og að börnin væru við beztu heilsu. Svo kom undarleg eftirskrift: „Enginn hefur komið hingað og spurt ennþá (sextánda desember). Ég skal hlusta á útvarpsfréttirnar og lesa blöðin. Gangi þér vel. Farðu varlega og stattu þig og LÁTTU EKKI HELVÍTIN ÞAU ARNA NÁ í ÞIG. Ég veit eng- an nema þig, sem komið gæti þessu í kring.“ Robert Mackle fékk einnig bréf. Hann opnaði það í viður- vist FBI. En í umslaginu var ekki eitt einasta skrifað orð. Hinsvegar var þar svarthvít mynd af Barböru. Það var nær- mynd af andliti hennar. Hún var með augun opin og augn- hvítan endurvarpaði bjarman- um af flassblossanum. Hún brosti veikt, svo að sá í hvítar, jafnar tennurnar. Undir höku hennar var spjald með orðinu ,,Rænt“. f umslaginu var líka fjórtán karata guilhringur með hvítum steini og tveimur litlum dem- öntum. Schroder rétti Robert Mackle hringinn og spurði: — Hafið þér séð hann fyrr? — Já, Barbara á hann. — Eruð þér viss um það? — Ég keypti hann handa henni sjálfur. Klukkan stundarfjórðung yf- ir fimm síðdegis hringdi sím- inn í kaþólsku Epiphany-kirkj- unni í Miami. Faðir Joseph Bi- ain tók undir. Karlmannsrödd sagði: — Ég vil tala við prest. Faðir Biain sagði til sín og maðurinn hélt áfram: '— Lofið þér að segja engum það, sem ég nú segi yður? — Já, ég lofa því. — Það er ég sem rændi Bar- böru Mackle. Ég er með fyrir- mæli til Roberts Mackles. Manninum var greiniiega mjög umhugað að ljúka símtal- inu af sem allra fyrst. Hann bað föður Biain segja Robert Mackle að hafa peningana til tals aftur. Hann sagði að Bar- böru liði sæmilega. Hann minnt- ist á öndunartæki og rafhlöðu, en sagðist ekki geta ábyrgzt að rafhlaðan entist lengur en sól- arhring í viðbót. Hann bað prestinn segja Mackle að „við trúðum honum þegar hann sagði að fyrirsát lögreglunnar hefði ekki verið honum að kenna.“ Að lokum sagðist hann ætla að hringja aftur klukkan ellefu um kvöldið. Tilkynningin var send áfram til Roberts Mackles. FBI setti þegar hlerunartæki í samband við síma kirkjunnar. Mackle-fjölskyldan var sár- fegin. Foreldrar Barböru þótt- ust nú sjá að enn væri von um að dóttur þeirra yrði bjargað. Peningarnir voru til taks — hálf milljón dollarar í tuttugu dollara seðlum. Þeir voru tald- ir að nýju og settir í ferðatösk- una. Og aftur var löng bið fyrir höndum. Charies Gullion heyrði frétt- irnar í bílútvarpinu á heim- ieiðinni á fimmtudagskvöldið. Þulurinn sagði frá eltingaleik iögreglumannanna við grun- samlegt fólk, skotunum sem þeir hleyptu af, lausnargjaldinu sem fundist hafði í ferðatösku og Volvonum með skráningar- númeri frá Massachusetts. — Getur það virkilega verið sami bíllinn? hugsaði hann. Kvöldið áður hafði Gullion, sem var málari, stanzað við verzlun ekki langt frá heimilí sínu. Þar hafði hann séð Volvo með húsvagn aftan í, sem lagt hafði verið. í fylgd með mann- inum við stýrið var smávaxin stúlka. Maðurinn hafði viljað selja húsvagninn og fór fram á fimmtíu eða sextíu dollara fyrir hann. Guliion bauð þrjátíu og fimm og maðurinn hafði tekið því boði umsvifalaust. Volvó- inn var með númeri frá Massa- chusetts, og skoðunarvottorðið á húsvagninum var gefið út á George Deacon. Nú leitaði Gullion í húsvagn- inum. f honum voru brjár kist- ur fullar af bókum, segulbands- tæki, búningur fyrir sportkaf- ara og sitthvað fleira. f einu horninu voru nokkur dagsgöm- ud blöð frá Atlanta. Aðalfréttin á forsíðunum var brottnám Barböru Mackle. Gullion fann líka búnt af gömlum sendibréfum. Þau voru stíluð á fanga í fangelsinu í Tracy, Kaliforníu. Nafn hans var Gary Steven Krist. Þar voru fleiri bréf, dagsett ári seinna, skrifuð George Deacon í Massa- chusetts. Þar var getið um nokkra lögreglumenn, sem spurt hefðu eftir Deacon. Öll voru bréfin frá Alaska. Um tíuleytið um kvöldið hringdi Gullion til FBI. Tíu mínútum síðar stóðu tveir FBI- menn við dyrnar hjá honum. í spjaldskrá FBI í Washing- ton var í snatri leitað að fingra- förum Gary Stevens Krists og syndaregistri hans. Hann var fæddur tuttugasta og níunda apríl 1945 í Aberdeen í Wash- ington-ríki. Krist var eftirlýst- ur frá því að hann strauk 1966 úr fangelsi í Kaliforníu. Þótt hann væri aðeins tuttugu og þriggja ára hafði honum á sjö ára tímabili auðnast að vera handtekinn að minnsta kosti sjö sinnum fyrir bílþjófnaði og einu sinni fyrir innbrot. Hann hafði strokið úr fangelsi þrisv- ar sinnum. Fingraför Gary Stevens Krists reyndust þau sömu og Georges Deacons. Þeir voru sem sagt einn og sami maðurinn. Þegar klukkuna vantaði tutt- ugu og fimm mínútur í ellefu um kvöldið hringdi síminn í prestssetrinu við kaþólsku kirkjuna í Coral Gables, þar sem fjölskyldan Mackle átti kirkjusókn. Faðir John Mulachy tók undir. Það var hann, sem daginn áður hafði svarað í sím- ann þegar ræninginn hringdi. Síðan þá hafði hann aldrei far- ið langt frá símanum. Karlmannsrödd sagði: — Það var ég, sem hringdi fyrir skömmu í mjög mikilvægum erindagerðum. Þér munið senni- lega... — Já, sagði faðir Mulachy. Hann hafði þekkt rödd ræn- ingjans þegar í stað. f NÆSTU VIKU: Eftir áttatíu og fjögurra klukkustunda vist í jörðu niðri sér Barbara Mackle aftur dags- Ijósið. maður, hvernig er þetta hœgt? 50 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.