Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 4
Reyníff LIMMITS súkkulaði- og megrunarkexið strax í dag Fæst nú aftur í öllum apótekum Afar bragðgott Heildsölubirgðir: G. ÖLAFSSON, Aðalstræti 4 — Ég er ekki nærri búin með söguna, herra dómari! P0STURINN Ekki hundrað prósent viss Kæri Póstur! Ég les alltaf Vikuna og þakka margt gott efni. Nú vil ég leita ráða hjá þér, því að margir hafa fengið mjög góð svör hjá þér. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák, sem er einu ári eldri en ég, ég er fimmtán ára. Hann var með annarri stelpu á föstu, en hann hitti mig miklu oftar en hana og var með mér yfirleitt í partíum. Ég held að hann sé hrifinn af mér, en er ekki hundrað prósent viss. Kæri Póstur, segðu mér hvað ég á að gera. Á ég að hætta að hugsa um hann, eða hvað? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga fiskarnir og stein- geitin saman, en krabbinn og Ijónið? Ein ástfangin. v-—) Ef þig langar til að halda við hann er ástæðulaust að hætta því. En ef þú vilt síður að hann sé með hinni líka, skaltu bara setja honum kosti: að hann hætti við aðra hvora. Skriftin er heldur falleg og bendir til að þú sért iðin og varkár. Fiskur og steingeit eru fremur ólíkrar náttúru og skilja hvort annað varla til fulls, en hafa þó að ýmsu leyti áþekk sjónarmið. Krabbinn og Ijónið eru gerólík og eiga sjaldan vel saman. Vísan á fangelsisveggnum I fróðlegri og athyglisverðri grein í „Vikunni" frá 17. febr. sl., þar sem dvalargestur í fanga- húsinu við Skólavörðustíg lýsir dvöl sinni þar og viðhorfum, segist honum m. a. svo frá: Á veggnum hjá ein- um fanganum er skrifuð vísa eftir óþekktan fanga. Ég ætla að skrifa hana hér: Á himinstraumum er ég alinn ölduhljóm og vatnanið moldarbarna vonir við. Hálfur brunninn, hálfur kalinn, heildarlöngun falinn. Yzt á lífsins eyðisöndum, angurmæddur í tímans hyl. Hrakinn fram að furðuströndum, forlaganna gegnum spil. Allt það sem ég óska vil, einn í hjarta mínu dyl, þar til upp að Ijóssins ströndum líð ég burtu glaður. Ég er aðeins ófullkominn mað- ur . . ." Þegar ég las þessa frásögn og tilvitnun greinarhöfundar, kann- aðist ég óðara við Ijóðið — eða „vísuna", sem hann nefnir svo — og hef reyndar kunnað það frá því ég var barn. Þannig er nefnilega mál með vexti, að höfundur þess, sem látinn er fyrir nærfellt fjórum áratugum, var allþekkt skáld á sinni tíð, — og mun víst örugglega aldrei hafa verið fangi í húsinu við Skólavörðustíg, enda þótt það skipti reyndar engu máli til eða frá. Höfundur þessa smáljóðs er skáldið Sveinbjörn Björnsson, reykvískur iðnaðarmaður, sem lézt skömmu eftir 1930. Ljóðið er prentað fremst í bók hans „Ljóðmælum", sem út kom árið 1924, og skipar þar sess sem eins konar yfirskrift alls inni- halds bókarinnar. — En sökum þess að íbúi sá í fangahúsinu við Skólavörðustíg, sem á sinni tíð skrifaði Ijóðið á klefavegg- inn, hefur ekki kunnað það að öllu leyti rétt, þykir mér hlýða að koma því hér á framfæri óbrengluðu, eins og það er í „Ljóðmælum" Sveinbjörns. Þar er það þannig: Á himinstraumum er ég alinn, ölduhljóm og vatnanið; moldarbarna vonir við: Hálfur brunninn, hálfur kalinn, heildarinnar lögum falinn. Yzt á lífsins eyðisöndum agnar-smædd í tímans hyl; hrakinn fram að furðuströndum forlaganna gegnum spil. Allt það sem ég óska' og vil einn í hjarta mínu' ég dyl, þar til upp að Ijóssins löndum líð ég burtu glaður. — Ég er aðeins ófullkominn maður. Eins og sjá má, kemst meining skáldsins hér betur til skila, og í þeim tilgangi einum þykir mér við hæfi að gera þessa leiðrétt- ingu. Þetta kastar engri rýrð á grein fangans; hann fór aðeins eftir því sem hann sá skrifað á veggfnn. Ég endurtek, að sú grein var hin athyglisverðasta. Elias Mar. 4 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.