Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 9
Ný framhaldssaga £g var nítján ára, og maður hlýtur að hafa einhverja knýjandi ástæðu til að snúa baki við lífinu á þeim aldri. Mínar ástæður voru dauði og hneykslismál - hvorttveggja í ríkum mæli. I. KAFLI 1. Sléttan lá flatneskjuleg og auð, undir þungbúnum himn- inum, daginn sem ég kom til Belvedere. Kring um svæðið er hár múrveggur. Fornleg tré skýla húsinu og svo íbú- um þess fyrir augum forvitins fólks. Rétt handan við það rísa sandhólarnir, með æf- ingasvæði hersins allt um kring. Hóstinn í vélbyssunum er ekki viðkunnanlegur. Hann óróar sjúklingana, en gaddavír og viðvörunarspjöld halda ferðafólki í hæfilegri fjarlægð. Þetta er einmana- legur staður. Það var satt, sem dr. Alberts hafði sagt, að hér gæti ég verið vel fal- in. Þegar þunglamalega hlið- grindin skall aftur, losnaði ég úr heiminum — þessum vægðarlausa, hnýsna heimi. Ég var nítján ára og maður hlýtur að hafa einhverja knýjandi ástæðu til að snúa baki við lífinu á þeim aldri. Mínar ástæður voru dauði og hneykslismál — hvorttveggja í ríkum mæli. Belvedere var ágætur staður til þess að kveðja heiminn. Mörgum ár- um áður, skömmu eftir fráfall föður míns, hafði eignin — að nafninu meðtöldu — verið af- hent og gerð að geðveikra- hæli af nýtízkulegasta tagi. Og húsið var líka alveg eins og sniðið til þess arna. Þetta var Halensee-stofnun, en Halensee-milljónirnar höfðu verið hafðar álíka nafnlausar og ég var nú. Dr. Albers var stofnandi, forráðamaður og yfirlæknir, allt í senn, og hann hafði smyglað mér þarna inn sem hjúkrunar- nema. Ég hafði lagt niður þetta hataða ættarnafn, sem hafði verið klesst á síður dag- blaðanna. í öllum löndum. Áður en ég ákvað að leita hælis í Belvedere, hafði ég ferðazt til útlanda, en heim- urinn er lítill, og endurminn- ingar og blaðamenn sátu fyr- ir mér, hvar sem ég kom. Blossaljós biðu mín á flug- völlum. blaðamenn þyrptust að gistihúsunum. Ég hafði engan frið: augu mömmu, ón pabba og munnurinn á Timo. þessi ógleymanlegi munnur — og þlóð ... endalausir þlóð- straumar. —• Þetta er ekkert annað en líkamleg ofþreyta, hafði dr Albers sagt, þegar ég kom loksins, eyðilögð á öllum taugum, í lækningastofuna hans, um það bil ári seinna, — ekkert annað getur forðað þér frá því að lenda ein- hverntíma í Belvedere ... það er að segja sem sjúklingur, en ekki hjúkrunarkona. Þetta var hreint ekki svo fráleit sjúkdómsgreining, ef haft er í huga, að hann vissi ekki allt, enda þótt hann sýnilega grunaði eitthvað meira en fram hafði komið við réttarhöldin. Þarna var tryggur, gamall vinur, sem hélt sig hafa vit á geðtrufl- unum mannsins! Samt var eitthvað að vefjast fyrir hon- um, sem hann hafði ekki komizt til botns í. í allra síð- asta sinn, sem hann hafði beðið mig að tala við sig eins- lega (og þá hafði ég verið við hjúkrun í Belvedere í þrjú ár), gat ég mér þess til, að eitthvað væri að. Og óróinn færðist í aukana, er ég sat á stól í skuggalegu forstofunni hans. Pósturinn var nýkom- inn og bréfin lágu þar á borði. Meðan stúlkan hjálpaði mér úr kápunni, leit ég á um- slagið, sem efst var. Ein- hvernveginn kannaðist ég við rithöndina utan á því, en hversu mjög sem ég braut heilann, gat ég ekki komið henni fyrir mig. En þetta virtist nú annars ekki skipta neinu máli, og ég gleymdi því aftur. Við gleymum svo oft hinu mikilvæga, rétt eins og það skipti engu máli! Og það var illa farið, því að hefði ég þekkt þessa rithönd þá, hefði líf mitt orðið allt öðrm vísi en raun varð á. En hvað sem því líður, þá var ég með hugann fullan af tilgátum um, hvað gamli maðurinn eiginlega vildi mér. Hann leit eitthvað einkenni- lega á mig, rétt eins og hann væri að ráða það við sig hvort hann ætti að trúa mér fyrir einhverju eða ekki. Hann var fölur og veiklulegur. Áhyggj- urnar höfðu markað djúpar hrukkur í viðkvæmt andlitið. Hann var orðinn svo breytt- ur, að ég ætlaði varla að þekkja hann. — Ertu veikur? — Nei, það er bara þetta svefnleysi. Fáðu þér sæti, Vera. 19. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.