Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 18
Daman a prammanum Smásaga eftir W.W. Jacobs Skiparinn á prammanum Arabellu sat afturí á farkosti sínum, og studdi hægra oln- boga á stýrissveifina. Nýlokið var viðraeðum um daginn og veginn við stýrimann á skon- nortu, sem lá þarna í nokkurra feta fjarlægð, og stýrimaðurinn hékk hálfur út af borðstokkn- um. Og viðræðunum var lokið út af skoðanamun á trúmálum. Skiparinn hafði komizt í því- líkan hita, að honum datt í hug, hvort hann hefði ekki íengið trúarsetningar sjöunda- dagsbaptistanna frá henni móð- ur sinni, en stýrimaðurinn var sjálfur hissa á því, af hve mikl- um hita hann hafði varið trú- arbrögðin Wesleymanna, en menn af þeim trúflokki, sem hefðu heyrt þetta, hefðu vafa- laust glennt upp augun af hryllingi. Og hann hafði meira að segja bent skiparanum á villigötur hans, með því að kalla hann prammara, og frá sömu stundu höfðu baptistarnir eignast verjanda ef ekki félaga og trúbróður. Skiparinn var enn undir áhrifum frá þessari trúmála- deilu, þegar hann tók að velta bví fyrir sér, hvað orðið væri af stýrimanninum og mági hans. Ljós, sem höfðu verið að keppa við hálfrökkrið, skinu nú björt og skiparinn gekk þangað sem ljósrönd var yfir þvert þilfarið, og tók upp slitið silfurúr og sá, að klukkan var crðin tíu. Rétt í sama bili birtist dökk mannvera á bakkanum og lagði af stað niður stigann, og sterk- byggður ungur maður, tuttugu og tveggja ára, stökk fimlega niður á þilfarið. — Klukkan er tíu, Ted, sagði skiparinn dræmt. — Og verður ellefu eftir klukkutíma, sagði stýrimaður- inn rólega. — Nóg um það, sagði skipar- inn nokkuð hátt, er hann tók eftir andstæðingi sínum fyrr- verandi, sem var enn í sömu settu stellingunum, og um leið datt honum í hug orðtæki móð- ur sinnar og sagði: — Segðu ekki neitt við mig. Ég hef verið að tala við einn Belíals son síð- asta hálftímann. — Prammari! sagði Belíals- sonurinn g,remulega. — Láttu hann eiga sig, Ted, sagði skiparinn í meðaumkun- artón. — Hann var ekki að tala við mig, sagði Ted. — En skítt með hann, ég þarf að tala við þig undir fjögur augu. — Út með það þá! sagði hinn með verndarrödd. — Já, komdu með það! sagði röddin frá skonnortunni, upp- örvandi. — Ég hlusta. Prammarinn svaraði þessu engu. Hann gekk á undan niður í káetu, og kveikti þar á lampa, sem orkaði á fleira en eitt skhningarvit, settist á kistu og skoraði aftur á hinn að bera upp erindi sitt. — Já, sérðu til... það er nú svona ... sagði stýrimaðurinn og átti bágt með að koma upp orðunum, — það er ung stúlka, sem ég er að spássera með, og... — Soássera með! sagði skip- arinn og greip andann á lofti. — Aldrei hef ég nú heyrt ann- að eins! — Það hefirðu kannski, hefð- irðu verið svolítið laglegri, svaraði hinn snöggt. — Já, sem sagt, ég er búinn að bjóða þess- ari stúlku far með okkur! —• Nú, það hefurðu? sagði skiparinn hvass. — Og hvað heldurðu, að hún Lovísa segi um það? — Því verður þú sjálfur að sjá fyrir, sagði bróðir Lovísu hress í bragði. — Ég ætla að búa um hana frammí og þá skal fara vel um okkur öll. All í einu hrökk hann við. Stýrimaðurinn á skonnortunni var tekinn að gefa frá sér ein- hver kvensemisblístur. — Hún er að koma, sagði iiann. — Ég bað hann að bíða þarna uppi. Ted þaut svo upp á þilfar, en mágur hans gekk hægt á eftir honum, hálfringlaður, og kom upp nógu snemma til þess að sjá hann koma niður stigann, ásamt ungum kvenmanni með litla handtösku. — Þetta er mágur minn, Gibbs skipstjóri, sagði Ted og kynnti þá nýkomnu. — Snöfur- legasti maður á prömmunum hérna á ánni. Stúlkan rétti fram hanzka- klædda hönd, hristi hönd skip- arans vingjarnlega og leit for- vitin kring um sig. — Þetta er svo nærri vatn- inu, Ted, sagði hún hálfhrædd. Skiparinn hóstaði. — Við tökum nú ekki farþega, svona venjulega, sagði hann vand- ræðalegur. — Við höfum lítil þægindi uppá að bjóða. — Það gerir ekkert til, sagði stúlkan vingjarnlega. — Ég skal ekki vera heimtufrek. Hún sneri sér undan og elti síðan stýrimanninn niður í ká- etuna og dáðist að öllum útbún- aðinum, sem þar var, til að spara rúmið. Skúffurnar voru undir koju skiparans, og vöktu sérstaka athygli hennar, og eig- andi kojunnar varð ólundarleg- ur á svipinn, þegar hann sá hana reyna að hrista upp í rúm- inu. Hann gekk niður til henn- ar, í vandræðum með sjálfan sig. — Ég var bara að reyna að hrista svolítið upp í rúminu, sagði ungfrú Harris og roðnaði. — Já, það sá ég, svaraði skip- arinn snöggur í bragði. Hann reyndi að herða sig upp í að segja henni, að hann gæti ekki tekið hana með sér, en kom bara ekki upp öðru en of- urlitlum hósta, sem ekkert varð af ráðið. — Ég skal sjá um matinn, sagði stýrimaðurinn allt í einu, — en þú setur þig niður og tal- ar við hana Lucy á meðan. Gestinum til heiðurs lagði hann ofurlítinn dúk á borðið eg bar svo fram kalt nautaket, súrkrydd og hitt og þetta, svo að ungfrú Harris datt helzt í hug dúfur, sem koma upp úr hattinum hjá galdramanni. Gibbs skipari sætti sig við þetta, sem óumflýjanlegt var, át mat sinn þegjandi og lofaði þeim að gefa hvort öðru auga. — Við verðum að búa um þig frammí, Lucy, sagði stýri- maðurinn, þegar snæðingi var lokið. Ungfrú Harris hrökk við. — Hvar er það? — f hinum endanum á bátn- um, svaraði stýrimaðurinn, og stakk einhverjum rúmfötum undir arminn. — Þú gætir kom- ið með lukt, John. Skiparinn, sem var orðinn altiliegri, eftir tvö glös af bjór, gerði svo, og elti þau áleiðis til lúkarins. Þefur af austri, tjöru, málningu og öðrum heilsusam- legum sótthreinsunarefnum gaus út þegar hlerinn var tek- inn frá. Skiparinn dinglaði luktinni og var næstum farinn að brosa. — Þarna get ég ekki sofið, sagði stúlkan einbeitt. — Ég dey alveg úr hræðslu. — O, þú venst því, sagði Ted hughreystandi og hjálpaði henni niður stigann. — Það er þurrt og viðkunnanlegt hérna. Hann lagði arminn utan um hana og þrýsti hönd hennar og þegar ungfrú Harris hafði feng- ið þennan siðferðilega stuðning samþykkti hún ekki einasta að verða þarna, heldur fann hún ýmislegt sem lúkarinn hafði fram yfir káetuna, sem aðrir 18 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.