Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 19
Ted þautsvo upp á þilfar, en mágur hans gekk hægt á eftir honum hálfringlaSur og kom upp nógu snemma til að sjá hann koma niður stigann ásamt ungum kvenmanni með litla handtösku.. farþegar höfðu aldrei tekið eft- ir. — Ég skil luktina eftir hjá þér, sagði stýrimaðurinn og batt hana fasta, — og svo verð- um við uppi á þiljum mestalla nóttina — við leggjum af stað klukkan tvö. Hann fór síðan út úr lúkarn- um og skiparinn á eftir, en reyndi samt kurteislega að hleypa honum á undan, fór síð- an í káetuna til þess að fá sér tveggja eða þriggja tíma svefn. — Það verður uppistand heima, Ted, sagði skiparinn ó- rólegur, er hann skreið í koj- una sína. — Hún Lovísa er vís til að skamma mig fyrir að leyfa þér að vera í trúkki við svona stelpu. Við vorum að tala um þig um daginn og hún sagði að ef þú yrðir orðinn giftur eft- ir fimm ár, þá væri það alveg nógu fljótt. — Lofum Loo að skipta sér af því, sem henni kemur við, sagði stýrimaðurinn hvasst. — Henni þýðir ekkert að vera að nöldra við mig. Hún er ekki mín kona, svo er guði fyrir að þakka. Svo bylti hann sér og stein- sofnaði, en vaknaði hress og kátur þremur klukkustundum seinna, til þess að hefja það, sem hann hélt í einfeldni sinni að yrði skemmtilegasta ferð hans á ævinni. Arabella seig smámsaman niður með útfallinu, og vindur- inn var svo óverulegur, að hún tafðist við hverja háa vöru- skemmu á leiðinni. En móts við Greenwich hvessti samt ofur- lítið, og skömmu síðar kom ungfrú Harris, dálítið föl í framan og úfin á hár, hægt og bítandi upp á þilfarið. — Hvar er spegillinn? sagði hún, þegar Ted flýtti sér að bjóða henni góðan daginn. — Hvernig er hárið á mér? — Allt í bylgjum, sagði ungi maðurinn bálskotni, — allt i krullum og frunsum. Komdu niður í káetu, þar er spegill. Ungfrú Harris kinkaði ofur- lítið kolli til skiparans, þar sem hann sat við stýrið, elti svo stýrimanninn niður og rak upp ofurlítið hneysklunaróp, þegar hún sá sjálfa sig í speglinum, veifaði til bálskotins Teds að fara upp á þilfar, meðan hún lagaði á sér hárið. Við morgunverðinn varð ein- hver árekstur út af því, sem stýrimaðurinn kallaði gamal- dags þröngsýni skiparans. Hann hafði ákveðið, að skiparinn skyldi stýra meðan hann sjálf- ur og ungfrú Harris borðuðu, en kaffið var ekki fyrr komið á borðið en skiparinn kallaði á hann og fékk honum stýrið, en fór sjálfur niður í hlutverk gestgjafans. Stýrimaðurinn maldaði í móinn. — Þetta er ekki viðeigandi, sagði skiparinn. Hún og ég borðum saman og þú svo á eftir. Hún er undir minni vernd. blíðlega, og svo heyrðist hlátur Ungfrú Harris samþykkti og orðaskvaldur upp til stýri- mannsins, sem sat við stýrið hneykslaður. Loksins fór hann niður í kalda kaffið og hálf volgu síldina og flýtti sér svo upp, eftir að hafa étið í snar- kasti og kom þá að skiparanum, sem var að segja úrvalsævin- týri sín þakklátum áheyranda, sem hékk á hverju orði hans. Þetta kæruleysi, sem þau sýndu tilfinningum hans, ætl- aði alveg að gera hann vitlaus- an og nú varð hann í fyrsta sinn á ævinni fyrir barðinu á af- brýðissemi af versta tagi. Það var í hans augum alveg greini- legt, að stúlkan var orðin bál- skotin í skiparanum, og hann braut heilann í ákafa við að reyna að finna ástæðuna til þess. Til þess að minna mág sinn á hans eigin afstöðu, kom hann nokkrum sinnum að, eins og meðal annarra orða, nafni konu hans. Það varð varla sagt, að rkiparinn hlustaði á hann, en hann klappaði bara stúlkunni föðurlega á kinnina og gæddi henni á sögu frá barnæsku stýrimannsins, sem hinn síðar- nefndi hafði eytt drjúgum hluta ævi sinnar til að afsanna. Og enn mótmælti hann henni kröftuglega, og ungfrú Harris bætti sem snöggvast að hlæja og ávítaði hann fyrir að vera að mótmæla sögunni. Þegar máltíðinni var lokið, var yfir honum einhver ólundarleg deyfð, og þegar parið kom upp á þilfar, gleymdi hann alveg sjálfum sér og fór að hrósa ung- frú Harris fyrir matarlystina hennar. —. Skammast máttu þín, sagði skiparinn í ströngum tón. — Það er gott, að þú skulir vita, hvað skömm er, sagði stýrimaðurinn. — Ef þú getur ekki hagað þér almennilega, ættirðu held- ur að fara frammá, þangað til sKapið í þér batnað, hélt skip- arinn áfram. — Með mestu ánægju, svar- aði hinn. — Ég vildi bara óska, Framhald á bls. 34. 19. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.