Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 22
Lykillinn ekki einu sinni að mér að ung- frú Clementine myndi þekkja hana aftur. — Ekki það? Ég varð svo ráðviltur að ég fékk tár í augun. — Hvað held- urðu eiginlega um mig? sagði ég æstur. — Heldurðu að ég sé svo fyrirlitlegur að ég... — Ég veit ekki hverju ég á að trúa, sagði hún með hljóm- lausri rödd. — En Alice, það hefði ekki breytt neinu, þeir höfðu Polly á valdi sínu. — En við hefðum haft Lenny Montez. Við höfðum tækifæri til þess. Við hefðum haft yfir- höndina og getað leitað til lög- reglunnar um hjálp. — Hverju ertu eiginlega að drótta að mér? Að ég hafi s_krif- að undir dauðadóm dóttur minnar. — Ég hefi ekki sagt það, það gerðir þú sjálfur. Ég starði undrandi á andlit hennar, sem annars var svo milt og ljúft, það var nú orðið inni- iokað og hörkulegt. — Þú ert sannarlega miskunnarlaus. sagði ég og ég var allt í einu orðinn svo hás, að ég kom varla upp orði. — Þú vildir ekki meðaumk- un, sagði hún kuldalega. Tuttugu mínútur liðu án þess við segðum nokkurt orð, tutt- ugu hræðilegustu mínútur, sem ég hafði lifað fram að þessu. Ekkert af því sem fyrir hafði komið var eins voðalegt og þessar tuttugu mínútur, sem ég sat þarna, ákærður og sekur fundinn um glæpsamlegt at- hæfi og dæmdi sjálfan mig fyr- ir morðið á barninu mínu. Alice skildi hvernig mér leið, en hún gerði ekkert til að létta mér byrðina. Hún varð mildari á svipinn, • en hún sagði ekki að hún hefði verið óréttlát, hún þagði. En þegar tuttugu mínút- ur voru liðnar, rauf hún þögn- ina. — Ég hefi verið að hugsa um lykilinn og ég h'eld að ég viti hver hefir tekið hann. Það hlýtur að vera Polly. Hún sá þegar ég lagði hann á vask- borðið og vildi skoða hann, vegna þess að henni fannst þetta skrítinn lykill. Ég sagði henni að þetta væri lykill að skrítnum skáp, þar sem fólk geymdi dýrmætustu hluti sína. Mjög fallega og fína hluti eins og fallegustu brúðuna hennar. Það hlýtur að hafa snert hug- myndaflug hennar. Og hún var ein í eldhúsinu, rétt áður en við fórum út. Það getur verið að hún hafi stungið honum í kápuvasann. —• Þá eru þau kannski búin að finna hann núna, sagði ég óttasleginn. — Ó guð minn góð- ur, Alice, hugsaðu þér ef þau hafa fundið lykilinn ... — Það er alls ekki víst að þau hafi gert það, sagði Alice. Polly hefir ábyggilega gleymt honum og það er engin ástæða til að ætla að þau leiti á henni. Rödd hennar titraði og hún var orðin náföl . Rétt í því var hringt bjöll- unni við eldhúsdyrnar. Við stóðum bæði upp og störðum hvort á annað í nokkrar sek- úndur. Svo fór ég til að opna. Það er að segja að ég opnaði dyrnar, en maðurinn, sem stóð fyrir utan hrinti upp hurðinni með svo miklum krafti að ég kastaðist langt inn á gólf og var nærri búinn að missa jafn- vægið. Svo óð hann inn og lok- aði dyrunum að baki sér. Þetta var stór og ruddalegur maður, einna líkastur fjöl- bragðaglímumanni. Hann stóð þarna gleiður og glápti illilega á okkur. Ég heyrði að Alice tók andann á lofti fyrir aftan mig. — Hver eruð þér? spurði ég. — Og hvert er erindi yðar? — Ég heiti Shlakmann, Hans Shlakmann. Við töluðum sam- an í morgun, munið þér ekki eftir því. — Jú. ég man það, sagði ég og ræskti mig, svo röddin sviki mig ekki. — Ég man að það var faðir yðar, sem... — Einmitt, já, það var hann gamli minn, sem féll á brautar- teinana. — Því trúi ég ekki, þá stæð- uð þér ekki þarna glottandi, sagði Alice. — Heyrið þið í henni! sagði Shlakmann og benti á Alice með þumalfingrinum. — Eins og ég ætti að fara að grenja yfir honum, þeim fjandans svikara! — Og nú, sagði hann og ein- blíndi á mig, — fáið þér mér lykilinn ... Áður en ég gat svarað hon- um, fann ég að Alice lagði höndina á öxl mína. — Er það ekki herra Montez, sem sendi yður?? spurði hún. Hann glápti á hana og ég sá að æðarnar á enni hans þrútnuðu. — Það kemur yður ekkert við, sagði hann. — Ég hlusta ekki á þetta kjaftæði. Komið með lykilinn. — Herra Montez sagði að við fengjum frekari fyrirmæli um miðnættið og klukkan er ekki nema hálf níu, sagði Alice. — Ég held að hann hafi ekki sent vður. Vinnið þér með eða á móti herra Montez, herra Shlakmann? — Ég vinn fyrir Hans Shlak; mann, frú mín, — ég vinn að- eins fyrir Hans Shlakmann. Og þessi fjandans Montez skal ekki hlunnfara mig. Þessvegna vil ég fá lykilinn og ef þið komið ekki strax með hann af frjáls- um vilja ... — Þá berjið þér okkur í klessu, sagði Alice þreytulega. — Ó, hve ég er orðin þreytt á ykkur öllum saman ,— yður með alla þessa bólgnu vöðva, Cambosia með hnúajárnin og þessum Montez með sína kettu; — ég er svo þreytt á ykkur að mér er flökurt. Shlakmann starði á hana í nokkrar sekúndur, en svo rak hann upp æðisgenginn hlátur. — Hún er þreytt á okkur, hafið þér heyrt annað eins, sagði hann og rak í mig hnefann, svo ég hrökk aftur á bak. — Hún er þreytt á okkur ... — Ég vissi ekki að til væru svona manngerðir eins og fcér, hélt Alice áfram, án þess að láta hann trufla sig. Og ekkert ykkar lítur út fyrir að hafa venjulega greind, því að þá hefði ykkur verið Ijóst að við höfum alls ekki lykilinn. Ef hann hefði verið í okkar vörzlu, þá hefðum við afhent hann fyr- ir löngu síðan. Shlakmann var hættur að hlæja. — Ó, þér skuluð ekki reyna að blekkja mig, þessi lykill er milljóna virði. —r Ekki fyrir okkur. Okkur hefir hann aðeins valdið sorg- um og áhyggjum. Við höfum hann ekki. Hún sagði honum nú alla sög- una. — Þér getið nú sjálfur séð hversvegna við gátum ekki lát- ið Cambosia fá hann, sagði hún að lokum. — Við fundum hann ekki, svo einfalt var það. Og þegar við komum til skólans, til að sækja dóttur okkar, þá voru þau búin að ræna henni. — En peningarnir, þessi tutt- ugu og fimm þúsund, sem þið kröfðust? sagði hann tortrygg- inn. — Það var aðeins til að losna við hann og draga tímann á langinn. Eitthvað urðum við að taka til bragðs. En lykillinn er ábyggilega í kápuvasa telpunn- ar og þér getið fengið hann. Við höfum engan áhuga á honum. Það eina sem skiptir okkur máli er að vita hvar Polly er. — Bíðið nú andartak, sagði Shlakmann og hrukkaði ennið, eins og hann legði hart að sér við að hugsa. — Hvernig á ég að vita hvort þið segið satt eða ljúgið? Þið luguð að Angie, til að losna við hann. Það sögðuð þér sjálf. Þetta með krakkann getur þá líka verið lygi. Hann gekk ógnandi nokkur skref í áttina til mín, en Alice gekk á milli okkar. — Hlustið nú á mig, herra Shlakmann. — Við vitum það mætavel að við höfum ekkert að gera í hendurnar á yður. Þér getið drepið okkur með berum höndunum ef þér viljið það við hafa. Það vitum við vel. Shlakmann kipraði munninn í óhugnanlegri grettu. — Það er laukrétt... — En hvaða gagn ætti yður að vera að því, ef þau finna lykilinn á meðan, hélt Alice áfram, þegar hún sá morðsvip- inn á glottandi ásjónu hans. — Skiljið þér ekki að hver mín- úta er dýrmæt? Og ef þér hald- ið að við séum að ljúga, þá get- ið þér tekið okkur með yður. Þá vitið þér hvar við erum, er það ekki rétt? Hann íhugaði þetta, án þess að líta af okkur og grimmdin skein úr litlum grísaraugum hans, en við stóðum grafkyrr og biðum. Ég fann hvernig svit- inn spratt út á mér við þessa spennu. — Jæja, allt í lagi, sagði hann að lokum. — En haldið yður saman, í hamingjunnar bænum. Ég þoli ekki síkjaft- andi kerlingar ... En hvað skyldi nú ske, ef Polly var ekki með lykilinn? hugsaði ég, þegar við gengum út að bíl Shlakmanns ... Sögulok l nœsta blaði. 22 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.