Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 24
JESÚS KRISTUR í GAMNI EÐA ALVÖRU HugleiSingar í tilefni kirkjusóknar um páskana. Eftir Ómar Valdimarsson. Eins og komið hefur fram i fréttum, var kirkjusókn um ný- afstaðna páska óvenjumikil og var haft eftir nokkrum klerk- um og kennimönnum að annað eins hefði ekki skeð í mörg herrans ár. Astæðurnar eru ef- laust margvíslegar en þó hefur vafalítið verið þungt á metun- og riti að Jesúbyltingin svo- kallaða hafi hafist með útkomu rokkóperunnar „Jesus Christ — Superstar“. Örugglega hefur óperan ýtt töluvert undir áhuga almennings, sérstaklega þó ungs fólks, á Jesú Kristi og kristinni trú yfir höfuð, en ai- rangt er að áðurnefnd ópera borgaralegs lífs, héldu upp i fjöllin austast í Kaliforníu og reyndar um öll suðvesturriki Bandaríkjanna. Þar voru stofn- aðar kommúnur, hverra íbúai tóku skjótt upp lifnaðarhætti hinna fyrsta kristnu manna — leiðir á blaðamönnum og eitur- lyfjasölum — og frá samlestn úr I Thing og verkum Timothys Leary og Allens Ginsburg, var horfið að Biblíunni. Sumt af þessu fólki aðhyllist ennþá Séra Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, stjórnaði vökunni og er hér að stjórna leik i morgunsárið. Skiptinemar bjuggust aðeins við 40—50 manns á vökuna í Langholtskirkju aðfaranótt páskadags, en um 1000 manns voru þar þegar mest var. Hér er yfirlitsmynd yfir hópinn. Myndina tók Þorgrímur Gestsson, blaðamaður við Alþýðublaðið, en hann tók einnig hinar myndirnar sem eru með greininni og eru þær allar frá vökunni i Langholti. um að ýmsar nýjungar í kirkju- og helgihaldi voru reyndar um þessa páska. Má þar helzt nefna vöku þá er KAUS, samtök skiptinema, stóð fyrir í Lang- holtskirkju; „Páskaeggið“ i Tónabæ; árdegismessuna á Sel- fossi og sitthvað fleira. Og strax eftir páska slógu dagblöðin því upp með eldgosaletri að nú væri Jesúbyltingin komin til íslands: Æskunni var borgið. All algengt hefur verið að heyra og sjá haldið fram í ræðu hafi verið fyrsta kveikjan að þessari hreyfingu. Jesúbyltingin skaut fyrst rót- um sínum árið 1967, þegar blómatímabilið var aðeins far- ið að dala á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem það átti upp tök sín (reyndar hefur megnið af hinum „nýja kúltúr“ átt rætur sinar að rekja þang- að). Hipparnir á Height/Ash- bury „jörðuðu" hippahreyfing- una í táknrænni athöfn og þeir sem ekki sneri aftur til daglegs, hippalífernið í kommúnunum, en fleiri i hópum „Jesúfólks- ins“ (Jesus freaks) telja það þó forkastanlegt. Annars má i þessu sambandi benda á grein- ar um Jesúbyltinguna í jóla- blaði VIKUNNAR 1971. Hreyfing þessi er slík og upp- lunnin úr jarðvegi sem útilokar nær algjörlega að hún berist hingað til lands í því sama formi og hún er í Bandaríkjun- um. íslendingur sem nýkominn er að vestan sagði undirrituðum til dæmis svo frá, að á strætum úti (á vesturströndinni aðal- lega) væri ekki stundarfriður íyrir ungu fólki sem ræki visi- fmgur upp i loftið og segði: ..Eigum við að biðja saman, bróðir?“ Slíkt er fyrirbærið þar í landi og þvi er nánast út í hött að halda fram að „Jesú- byltingin" sé komin til íslands. Jesúfólkið í Ameríku er veru- lega sanntrúað og það talar um trú sina á svipaðan hátt og Hvitasunnumenn, Vottar Je- 24 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.