Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 26
RODDIN ER EINS OG MÁLVERK Hefurðu annars athugað hvað söngurinn er mikill hluti af lífi manns? Þú ferð ekki í gröf- ina nema það sé sungið yfir þér. Þú giftir þig ekki nema sé sungið yfir þér. Þú ert ekki skírð- ur nema að minnsta kosti einn sálmur sé sung- inn. Og þegar fólk kvartar yfir óknyttum barna, segi ég: látið þau í kór! Þá fá þau útrás. Við brugðum okkur hér á dögunum heim til Guðrúnar Á. Símonar, óperusöngkonu, sem býr að Mávahlíð 37 hér í borg ásamt móður sinni og syni. Það sem fyrst vekur athygli gests- ins í ibúðinni eru fallegir, gamlir munir og fjöldi katta, flestir þeirra af því afbrigði sem kennt er við Síam og skera sig úr öðru kattakyni á sér- kennilegu litarafti, mjög blæ- brigðaríkri rödd og augum bláum eins og safír. Þeir virð- sst hér óteljandi, og sjálf neit- ar húsmóðirin að gefa upp heildartölu þeirra. Guðrún Á. Símonar er ekki einungis þekkt sem ein af okk- ar bestu söngkonum, heldur og sem snjall skemmtikraftur í al- mennri merkingu orðsins og atkvæðamikill og litríkur per- sónuleiki. Hún hefur bæði kunnað vel að koma fyrir sig orði og ekki farið í launkofa með það, sem þenni hefur legið á hjarta. — Kettirnir vekja ó- hjákvæmilega aðdáun okkar, svo að við byrjum með því að spyrja Guðrúnu, hvort hún hafi rnikinn áhuga á dýrum yfirleitt. Guðrún svarar því játandi. — Ég er hrifin af öllum dýrum, segir hún, — kettirnir eru núm- er eitt. Þeir eru sjálfstæðir, blíðlyndir, tignarlegir og ókúg- anlegir. — Ekki grimmir? — Ekki grimmir. Ég hef al- drei haft grimman kött. Ég veit að þeir eru til grimmir, en þá er um að kenna rangri meðferð. Það veit ég af langri reynslu. —■ Er langt síðan þú tókst ástfósti i við þá? — Ég hef alltaf verið mjög hrifin af köttum, en það var hrein tilviljun að ég fór að hafa svona mikið af þeim. Nú er svo komið að þeir stjórna mínu lífi. Ég er meira bundin af þeim en þó að ég væri gift, ég er nefni- lega fráskilin. Þeir þurfa mikla umhirðu, ég get ekkert farið frá án þess að gera áður ráð- stafanir að hugsað sé um þá. Þetta byrjaði vestur í Ameríku. Ég fór í söngferðalag til Kan- ada og um hluta af Bandaríkj- unum. í New York hitti ék vin- konu mína Halldóru Rútsdótt- ur, sem átti Síamskött, gull- fallega kisu, sem Gunnar Ey- jólfsson, ieikari, hafði gefið henni. Þessi kisa varð formóðir minna katta. Halldóra gaf mér kettling, sem á sínum tíma átti svo fallega kettlinga að þeir urðu sýningarkettir. Þannig kom þetta smátt og smátt. Þetta var 1959. Svo 1962 fékk ég fress- inn minn, sem er sænskur, og hann fékk ég hér á Islandi hjá fólki, sem ekki gat haft hann TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON lengur. Þannig kom það nú til að ég fór að kynbæta ketti. í Ameríku fór ég oft með kettina mína á sýningar, þar sem þeir fengu margsinnis verðlaun og viðurkenningu. En ég hef tak- markaðan áhuga á að rækta kynbótaketti til sölu hér á landi, því að mér finnst íslendingar ekki kunna að fara með dýr. Mér finnst þeir alltaf hugsa um þau sem steik á borðið, en taki ekki með í reikninginn að þau þurfa hlýju og umhyggju, sem að vísu getur kostað mikla fyr- irhöfn og peninga. Það kostar mikla peninga að 'nafa þessa ketti. En ekki er ég rík mann- eskja, get reyndar talist öreigi. Ég á ekkert nema röddina, son- inn, sem er ellefu ára og svo kettina, bý hérna hjá móður rr.inni. Ég er því hinn réttnefndi MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON öreigi, þótt ég sé kapítalisti í hugsun. — Fer það vel saman? — Nei, en mér líður afskap- lega vel með það. Mér finnst ég vera svo frjáls í hugsun og ég er ekki háð neinum, hvorki eiginmanni, stjórnmálaflokki eða neinu öðru. Nema köttun- um. — Þú varst að segja að ís- lendingum væri ekki lagið að annast dýr. — Það er svo skrýtið með fólk hér, þegar það á dýr, að þá sér það bara sinn kött en getur svo verið vont við annan kött. Þetta síngjarna sjónar- mið skil ég ekki. Köttur er köttur og hundur er hundur og þarfnast sinnar umhyggju, al- veg sama hver á. Þannig lít ég í málin. Ég hef líka barist fyr-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.