Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 28
Gu3rún með Kikki tíu áre síamsfress, af afbrigði sem nefnt er blue point, og sonur hennar Ludvig Kári með Lizu, sex mánaða. Liza er einnig síamsköttur, af afbrigðinu seal point. — Þú ert'á móti hundabann- inu? — Ég er með því að fólk fái að hafa hvort sem það vill, kött hund, fugl eða hamstur. Það er auðvitað til margt fólk, sem ætti ekki að hafa ketti. Það eru til skussar, sem hafa ketti og það eru til skussar sem hafa hunda. En það eru líka til skussar sem hafa börn! Sem ættu alls ekki að eiga börn! Þarna finnst mér fordómarnir koma fram. Þú mátt ekki eiga hund ,af því að einhverntíma 1924 kom hér upp sullaveiki. Við vorum svo miklir sóðar í þá daga. íslendingar eru ennþá sóðar. Þeir eru kannski almennt farnir að fara í bað einu sinni í viku núorðið, ég veit það ekki. Ég fer sjálf á hverjum degi, vandist því í Ameríku. þar sem maður getur alltaf far- ið í bað. Nú vantar ekki að hér séu fín baðker og fín hús, en því meir sem húsin stækka, því minna getur fólk boðið heim til sín. Þegar á að ferma hérna, þá eru leigðir salirnir, en það er ekki hægt að nota heimilin. Þegar ég var að alast upp, voru bara lítil hús, eða svona sæmi- legar íbúðir, tvö herbergi og eldhús, en samt var vel hægt að hafa fermingarveislu og allir voru mjög happy. Og ekki var þá verið að hafa mikið við, kalt borð og svoleiðis, nei, nei, það voru bara kökur og kaffi. Það þykir víst ekki nógu fínt núna. Annars er það farið að verða stórvarasamt að ferma börn, því að þau fá mörg þá grillu að þau séu fullorðin, þegar þau eru fermd. Þá fara þau allt i einu að brúka kjaft við mann. Svo að ég er að hugsa um að ferma ekki minn dreng. Og af hverju ætti ég að láta ferma hann, ef maður lítur á það frá trúarlegu sjónarmiði? Aldrei fer ég í kirkju, nema til að syngja við giftingar og jarðar- farir og svo framvegis. Ég hef kannski mína trú, en mér finnst ekkert gaman af að fara i kirkju, ég meina, að hlýða á messur. — Þú ert sem sagt ekki rétt- trúuð. — Áreiðanlega ekki. En ég er ekki heldur hrifin af trúar- legum tískufyrirbærum, eins og Jesúbyltingunni. Og öll blöðin full af þessu. Blöðin laga nú ekki til hlutina, sama hvert þeirra er. Nú gengur allt út á * ungdóminn, allt á að gera fyrir hann, og það er eins og við hin, fólk á mínum aldri, sé ekki lengur til, það liggur við að manni finnist maður vera kom- inn á Hrafnistu! Og svo gerir þessi ungdómur ekki nokkurn hlut, og því meira sem gert er fyrir hann, því óviðráðanlegri verður hann. Hann tollir ekki heima hjá sér í fínu íbúðunum, með sjónvarpstæki og útvarps- tæki. Þau fara á bö'll mörgum sinnum i viku; í mínu ungdæmi fór maður ekki á ball nema einu sinni á ári, eða varla það, ég hafði engan áhuga á böllum. Mér finnst þetta orðið fyrir neðan allar hellur, agaleysið og allt það. Og þó vil ég ekki ein- ræði eða kommúnistafyrir- komulag, alls ekki, takk fyrir! Ég vil að fólk fáí að hugsa fyrir sér sjálft, og ef þú vilt hafa það svona, þá skaltu hafa það svona. En auðvitað verða alltaf að vera takmörk fyrir öllu. — Þú ert gagnrýnin á þina þjóð, heyrist mér. — Mér þykir vænt um mitt land, en fólkið finnst mér ekki nógu gott. Mér finnst veðráttan góð; ég hef aldrei kvartað yfir veðurfari síðan ég var í New York, og þá hét ég því að ég skyldi aldrei framar kvarta yf- ir íslenskri veðráttu, og það ioforð hef ég haldið. — Svo við vikjum að öðru, Guðrún, þá hefurðu í vetur vakið mikla athygli ekki ein- ungis sem söngkona, heldur og sem skemmtikraftur í almennri merkingu orðsins. — Já, ég hef sungið á alls- konar samkomum í vetur, kom- ið fram sem skemmtiatriði. Hugsunin er sú að ég komi fólkinu í stuð, en dragi það ekki niður. Þessvegna verð ég að velja lög, sem fólkinu finnst gaman að, og skrafa við það dálítið í léttum dúr þess á milli. Ég á ekkert erfitt með að tala við fólk. Og ég hef sungið fyrir unglinga líka. Eg söng til dæm- i= fyrir Verslunarskólann. Ég sagði nú svona við þá: haldið þið að nokkur komi. En það komu allir; það var íullt i saln- um, meira að segja gólfið líka. Mig hefur alltaf langað til að lofa unglingum að heyra mun- inn á gargi og öskri og þvi að ayngja. Undirleikarinn minn, Guðrún Kristinsdóttir, vissi ekki hvaðan á hana stóð veðr- ið þegar ég sagði: nú skal ég syngja fyrir ykkur Þú eina hjartans yndið mitt eftir Sig- valda Kaldalóns, fyrst eins og unglingarnir syngja í dag. ÞU EINA HJART . . . Svo sagði ég við þau: Og nú skal ég sýna ykkur hvernig maður syngur þetta ef maður kann að nota röddina. Að því loknu spurði ég þau hvort þeim þætti betra. Og þau játuðu að það væri það síðara Sem sagt, mig hefur alltaf langað til að kenna unglingum að þekkja sundur góðan söng og vondan, en það kunna þau ekki. Unglingarnir í dag halda að ef þeir hafa svona fimmund-rödd, bara fimm nótur, þá sé það nóg. Maður verður að hafa þrjár áttundir, til dæmis í sópran, og bassi tvær áttundir. En þetta gera ungiingar almennt sér ekki I jóst. í annað skipti söng ég fyrir vissa deild í Háskólanum. Mér leist nú ekki meir en svo á samkunduna, þegar ég kom á staðinn; það sýndist vera full- mikið drukkið. Búnaðurinn var margskonar; sumar í óléttu- sloppum, sumar í morgunkjól- um og herrarnir í ópressuðum buxum og óburstuðum skóm og svo framvegis. Þetta átti víst að vera voðalega fínt, eða það skyldi maður ætla. Ég var auð- vitað í síðum kjól og allt eftir því. Ég ætlaði varla að trúa því að ég ætti að fara að syngja fyrir þetta fólk, en þeim var alvara með það, höfðu haft mikið fyrir þessu krakkagrey- in, útvegað píanó og allt. Það var dálítill órói í salnum fyrst í stað, og ég byrjaði með að biðjast afsökunar á að hafa komið þannig klædd; ég hefði kannski heldur átt að vera i sloppnum, sem ég er í þegar ég tek til hjá köttunum. Þetta gerði lukku! — Finnst þér framkomu ung- linganna hérna yfirleitt ábóta- vant? — Mér finnst þeir ekki kurt- eisir, mér finnst þeir fram- hleypnir. Auðvitað hittir maður alveg elskulega unglinga inn á milli. En hitt er of áberandi. Amerískir unglingar eru ákaf- lega frjálslegir í framkomu, en þeir eru ekki framhleypnir. En hérna held ég að þeir misskilji þýðingu orðsins að vera frjáls; haldi að það sé það sama og að vera framhleypinn og ókurteis. Framhald á hls. 40. 28 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.