Vikan


Vikan - 10.05.1972, Page 32

Vikan - 10.05.1972, Page 32
Viðtal við Áskel Másson, trumbu- leikara Náttúru, einn athyglisverðasta persónuleikann í íslenzka poppheiminum. ÆFIR í ALLT AÐ 10 TÍMA DAGLEGA Ómar Valdimarsson heyra þó ' !spra ma „Ég gæti spilað þetta sama og ég var með í Verzlunarskólanum svo til nákvæmlega eins — og þó var það ekki undirbúið." Þessi mynd var tekin í Glaumbæ sáluga í fyrsta skipfi sem Combó Þórðar Hall kom fram, en þar munum við væntanlega fyrst eftir Áskeli. „Trumbur eru elzta og göf- ugasta hljóðfæri sem til er í heiminum. Þær eru jafnframt einfaldastar og blæbrigðarík- astar allra hljóðfæra og með því að spila á þær er ég að hvetja fólk til að vera eins og trumburnar: Lifa einföldu og heiðarlegu lífi.“ — Áskell Másson. Áskell Másson, trumbuleik- ari Náttúru, lifir sjálfur mjög einföldu og fábrotnu lífi. Allt hans líf snýst um trumburnar og að líkindum á hann sér ekk- ert annað áhugamál. Þegar hann talar um trumburnar sinar er hann eins og stoltur faðir og til að hylja stálfæt- urnar undir bongótrommunum lét hann klæða þá með gæru- skinni. Hann lætur hár sitt og skegg vaxa, hefur ekki séð ástæðu til að hindra eðlilega þróun þess í þrjú ár og gerir sér grein fyrir, að fólk snýr sér við og starir á hann á götu, er að furða sig á öllu þessu hári. Nýlega gerði hann það að gamni sínu að fara í strætó til þess að fylgjast með við- brögðum fólks. „Méi þótti kómískt að sjá alla þessa hausa sveigjast og beygjast með hverju skrefi mínu,“ sagði hann þegar við töluðum sam- an nýlega. Hann kom mér mjög á óvart. Ég hafði gert mér einhverjar undarlegar hugmyndir um hann, hélt að hann væri ein- rænn og dularfullur sérvitr- ingur sem ekki hugsaði um neitt nema trumbur. Að vísu staðfesti samtal okkar þann grun minn, en á allt annan hátt en ég hafði reiknað með. Þegar við skildum fannst mér jákvætt að hann væri þannig, ekki neikvætt eins og ég hafði reiknað með. Svo sannarlega er Áskell Másson með athygl- isverðari persónum í „brans- anum“. Hann er fæddur og uppal- inn í Reykjavík fyrir 18 árum og hefur haft brennandi áhuga á trumbum síðan hann var smábarn. Þegar hann var 2—3 ára var haldið boð heima hjá frænda hans sem kallaður var Bósi. Þessi frændi átti trommusett sem geymt var

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.