Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 40
Fjöldi manns á ekki aöra ósk heitari en að eignast vönduð hljómflutningstæki, t.d. útvarp með öllum hugsanlegum bylgjum, eða plötu- spilara, eða stereo magnara með fallegum há- kí tölurum, eða segulband (kasettu) sem hægt f? er að hafa í bfl, bát, tjaldi, eða fallegri hand- | tösku, eða segulband í fallegum harðviðar- * • kassa sem sómir sér vel í stássstofunni og p hefur ekta stereo hljóm og stereo upptöku. I En vandinn var alltaf sá, hvað ætti að kaupa ! af öllum þessum tækjum, og hvar ætti að * kaupa þau. VANDINN ER LEYSTUR. Hjá okkur getur þú séð ALLAR ÖSKIR þínar rætast. Við bendum á: STEREO-magnari+útvarp 2x35 watts á kr. 33.800. STEREO-magnara 2x25 watts á kr. 13.900 STEREO-heyrnartól frá kr. 695. Verzlunin QELLIR Garðastræti 11 sími 20080 DRAUMURI STEREO sunnuda jaskóiauna þegar hann talar um hljóðfærin sín. Og hann veit svo sannarlega hvernig á að handfjatla þau — svo ekki sé talað um að spila á þau. Nokkuð algilt er að þeir sem hafa gaman af að spila spila vel og sennilega fást fáir til að þræta fyrir að Ás- keli þyki gaman að spila; þeir eru jú ekki svo margir í ís-'' lenzka „poppheiminum“ sem æfa sig heima hjá sér í allt að 10 stundir á dag. Þá situr hann einn, því hann fær engan til að spila með sér eins og áður greinir. Vissulega eru margir sem vilja spila með honum, en enn sem komið er hefur hann ekki fundið neinn sem getur það. (Hann sagði þetta ekki, ég gerði það). Því er það, að hann fer dálítið einförum. „Mér líður illa innan um margt fólk sem ég þekki ekki,“ sagði hann. „Bezt kann ég við mig í litlum hópi góðra vina, en ég neita því ekki að ég er dálítið einmana á köflum. Það sem ég sakína er bezti vinurinn sem ég hef nokkru sinni eignazt." Þessi vinur er Guðmundur nokkur Einarsson, kallaður „Einbúinn" og skýrir það sig nokkuð sjálft. Hann er í Dan- mörku sem stendur — og kem- ur að líkindum ekki aftur. „Hann er orðinn ákaflega ástfanginn af danskri stúlku,“ sagði Áskell og það minnti mig á, að einhvern tíma hafði ég heyrt að hann væri sjálfur kvenhatari. Hann kvað því fjarri en á enga „ástkonu" eins og er. „Reyndar hef ég ekki átt neina lengi,“ sagði hann, „en ég er alltaf að leita. Ég á enga draumadís, ég veit ekki einu sinni, þegar ég verð ást- fanginn, hvefs vegna ég verð ástfanginn af þessari stúlku frekar en einhverri annarri." Þegar við kvöddumst mundi ég eftir því að einhvern tíma í vetur kom ég í sjónvarpið og var þá verið að taka upp þátt með Áskeli. Þar sem sá þáttur hefur ekki verið sýndur enn spurði ég útí hann. „Það tókst aldrei að ljúka við hann,“ svaraði Áskell. „Upptakan gekk mjög illa og á endanum sagðist stjórnandi upptökunn- ar ekki treysta sér til að gera þetta. Mér var hins vegar sagt að reynt yrði aftur seinna og ég bíð enn eftir þeim degi. Þetta voru tvö verk sem ég ætlaði að flytja, annað gátum við klárað en hitt ekki, enda þurfti, að taka það upp tvisvar þar sem ég fékk engan til að spila með mér.“ Við gengum saman út og svo var hann farinn. Áskell Más- son, trumbuslagari með til- finningu og láði, skildi eftir sig þægilega stemmningu. RÖDDIN ER EINS OG MALVERK Framhgld af bls. 28. En Ameríkanar eru að eðlisfari ákaflega frjálst fólk. Mér brá talsvert við, þegar ég kom þang- að eftir margra ára dvöl í Ev- rópu, og sérstaklega í Bretlandi, þar sem ætlast er til að fólk sé hógvært og reyni lítið að trana sér fram. En svo sagði amerísk vinkona mín við mig, þegar ég var að sýna kettina mína: Simonetta, þú átt ekki að' segja: ég hef kannski bestu kettina, heldur ég hef bestu kettina. Þeir eru ekkert feimn- ir við að koma orðum að hlut- unum. Þetta, hve ég á gott með að tala við fólk og er ófeimin, bað hef ég lært af Ameríkön- um. í æsku var ég á hinn bóg- inn heldur hlédræg. Ég gekk alveg upp í söngnum frá því fyrsta, hugsaði ekki um annað en að verða söngkona. En það ei gott að geta einstaka sinnum losnað frá sjálfum sér. Að hugsa ekki alltaf sem svo, þegar mað- ur stendur uppi á pallinum: Ég er Guðrún Á Símonar, söng- kona. Heldur: ég er bara per- sóna, sem er að skila • mínu hlutverki, og ég á að gera mitt besta fyrir þetta fólk, sem kom- ið er til að hlusta á mig. En ekki að hugsa um hvað ég er. .— Hvenær byrjaðirðu að syngja? — Þegar ég var fimmtán ára. Nú er ég að æfa mig í mezzo- sópran hlutverki, syng annars alltaf sópran. En söngkennar- inn minn í Englandi, Lorenzo Medea, sagði alltaf að ég yrði með tímanum mezzo. Það verð- ur oft þannig með aldri og þroska. Ég lít svo á málin að ef þú hefur haft góða mennt- un, góða skólun, hefur sungið" mikið og ofreynir ekki röddina, ert reglumanneskja, þá- tekst þetta. Til dæmis Kristín' Flag- stad, hún söng lýrisk hlutverk til fertugsaldurs, þá fór hún út í Wagner. Hvað mig snertir, þá hef ég sungið mikið lýriskt, en nú finnst mér ég vera orðin það breiðari í röddinni að ég er að þjálfa mig upp í að verða meira dramatísk. í Bretlandi sögðu þeir, að ég hefði dramatíska hæfileika, sem komu betur í ljós með aldri og þroska. Þetta hefur gengið ágætlega; það kemur svona hægt og ró- lega. Þetta kemur ekki í hvelli; það er ekki eins og margt fólk heldur hér, að þegar maður hefur farið í tvo eða þrjá söng- tíma sé maður orðin söngkona. Söngnám tekur átta ár, ef vel á að vera. Hæfileikarnir eru auðvitað grundvöllur, en að mjög miklu leyti er þetta vinna og þjálfun. — Söngurinn hefur alltaf gengið fyrir öllu hjá þér? — Já, hann hefur alltaf ver- ið númer eitt. Hefurðu annars athugað hvað söngurinn er mik- ill hluti af lífi hvers manns? Þú ferð ekki í gröfina nema það 'sé sungið yfir þér. Þú giftir þig ekki nema sé sungið yfir þér. Þú ert ekki skírður nema að minnsta kosti einn sálmur sé sunginn. Og þegar fólk kvartar yfir óknyttum barna, segi ég: látið þau í kór! Þá fá þau út- rás. Söngurinn gefur manni svo mikla útrás. Alltaf verð ég að hafa mína vissu skala á dag; þetta er eins og jóga fyrir mig. — Þú lærðir í Bretlandi? — Já. Var þar í The Guild- hall School of Music and Drama í þrjú' ár, svo í The English Opera School í tvö ár. Svo voru það allskonar aukatímar, alls- konar aukafög. Af því að ég 40 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.