Vikan


Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 10.05.1972, Blaðsíða 47
ÁriS 1970 var Christine Francis kjörin fegurðardrottning „Miss Queensland". Hún sést hér á myndinni í mjög stuttum kjól. Fimmtán mánuðum síðar kraup þessi sama stúlka við bænaaltarið í kirkju í London. Þá var hún búin að ákveða að segja skilið við glaum þessa heims og ganga í klaustur í Dorset... Þessi háfætta, dökkhærða stúlka var eins og aðrar kynsystur hennar, hrifin af fallegum fötum, snyrtivörum, skartgripum og allskonar skemmtunum. Hún var líka heppnari en margar aðrar, því að hún var kjörin fegurðardrottning í heimalandi sínu og það var dagblað í Brisbane sem stóð fyrir þessari keppni. Verð- launin voru heldur ekki af verri endanum; hnattreisa, fullar töskur af fötum, ríflegir dagpeningar og bíll í ofanálag. Þetta hefði nú átt að nægja til að gera hverja stúlku ánægða. En Christine hafði annað í huga. Hún var ákveðin í því að gerast nunna og hafði eiginlega haft það í huga frá því hún var sautján ára, svo þetta er sannarlega yfirvegað ráð. Dag- inn áður en hún fluttist til klaustursins var henni haldið mikið hóf af kunningjum sínum og vinum. Þá drakk hún síðasta glasið og drap í síðustu sígarettunni og hélt svo glöð til klaustursins, sem er gömul bygging frá 12. öld. Það eina sem hún tók með sér var hitapúði. FEGURDAR- DROTTNINGIN GEKKIKLADSTDR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.