Vikan


Vikan - 20.07.1972, Page 9

Vikan - 20.07.1972, Page 9
F inum á Bu. Hann dó fyrir tíu árum, en eftir það bjuggu gömlu konurnar hvor í sínu húsi. Þær hittust daglega. Mánudaginn tuttugasta og þriðja ágúst hafði Selma verið ein í Bu í næstum hálfan mán- uð. Bojan Dahl var í heimsókn hjá ættingjum í Smálandi. Selma Dahl var fullra átta- tíu ára en leit varla út fyrir að vera eldri en sextíu. Hún var kvik á fæti, hugsaði skýrt og fannst gaman að una sér ein á bænum, þar sem hún hafði al- izt upp. Á hverju ári ferðaðist hún erlendis, til Ítalíu, Mall- orca eða Kanaríeyja. Henni líkaði vel að vera ein. Næsta grannkona hennar, ekkjufrú Márta Jernberg, móð- ir Sixtens skíðakappa, var þeirrar skoðunar að hún ætti að láta höggva skóginn á milli hússins og vegarins. Þá sæju þær hver til annarrar, og auk þess fengi Selma þá útsýn yfir dalinn fyrir neðan, þar sem vegurinn liggur til Lima. En hún lét skóginn vaxa sem hann vildi og fela húsin tvö fyrir heiminum. Dagmar Olsson, systurdóttir hennar, sem býr lengra niðri í brekkunni, nær veginum, leit oft til Selmu. Hún vinnur á elliheimili byggðarinnar, en þegar stund gafst labbaði hún til Selmu. Hún var ekki nema nokkrar mínútur þangað eftir stíg í gegnum skóginn. Það sem skeði tuttugasta og þriðja ágúst veit enginn ná- kvæmlega nema illvirkinn. En lögreglan hefur reynt að gera sér grein fyrir hvað hafi gerzt. Selma Dahl lá oft og las og réð krossgátur langt fram á nætur. Hún getur hafa legið út af og lesið þegar einhver kom og barði að dyrum. Það var ekki gestkvæmt á Bu. Þeir sem fóru Venjan-veg- inn sáu engin merki þess að bær væri þar inni í skógar- rökkrinu, nema tvo póstkassa. Það kom fyrir að einn og einn farandsali rataði til Selmu. Hún hafði keypt mottu af einum og látið brýnslumann, sem einnig ferðaðist um, skerpa fyrir sig öll bitjárn í hennar eigu. Lög- reglan hefur haft upp á bæði mottusalanum og brýnslumann- inum, og þeir voru ekki ná- lægt Bu tuttugasta og þriðja ágúst. Aðeins ein skýring er á því að gesturinn barði að dyrum hjá Selmu. Hann þekkti hana. Hann vissi að hún var ein og sá ljós í svefnherberginu. Rennitjaldið var að vísu dregið Hans-Erik Holm, lögreglustjóri, vonar aS fingraför sem fundizt hafa ieiði um síðir til þess að morðinginn finnist. Stofan heima hjá Selmu, þar sem hún var myrt. Lögreglan telur að morðinginn hafi verið þar vel kunnugur. Aðfaranótt tuttugasta og fjórða ágúst 1971 var áttræð kona, Selma Dahl, myrt á i heimili sínu í Lima, litlu þorpi í Dölunum í Svíþjóð. Allir í þeim stað eru ennþá skelfingu lostnir vegna þess atburðar. Ennþá hefur fátt upplýstst í sambandi við morðið. Hvers vegna varð Selma fyrir þessu, mesta indælis manneskja sem hægt var að hugsa sér? Hver var ástæðan til morðsins, þar eð við engu var hreyft í hús- inu, engu stolið og ekkert bendir til þess að glæpurinn hafi átt sér kynferðislegar or- sakir? Er morðinginn úr ná- grenninu? Er lögreglan ekki ennþá komin á nein spor? Fólkið í byggðinni læsir vandlega að sér á kvöldin og þorir ekki að ganga út einsam- alt. Selma Dahl var fædd í Bu, skarrimt frá Lima. Bærinn, þar sem hún og systkini hennar uxu upp, stendur í halla, hul- inn af skógi og skammt frá veginum. Selma var sólgin í að lesa, og hún varð kennslukona. Sem slík starfaði hún lengi í Rörbacksnás norðarlega í Döl- unum. En hún sneri um síðir aftur til föðurhúsanna; þar vildi hún vera það sem hún ætti eftir ólifað. Bróðir hennar Erik og kona hans Bojan bjuggu lengi í húsi, sem Erik hafði byggt í túnfæt- fyrir, en ljósið sást samt út um rifu. Allir gluggar á húsi Boj- an Dahl voru hins vegar svart- ir. Selma Dahl hafði smeygt sér í morgunslopp utan yfir nátt- fötin og farið í skó. Hún var ekki vön að læsa bænum, en hafði þó gert það þetta kvöld. Eða þá að hún hefur læst er hún kom fram að dyrunum og spurði hver væri þar. Það er ljóst að hún hleypti næturgest- inum ekki inn. En hann var ákveðinn í að komast inn engu að síður. Og svo braut hann eina af rúðunum efra megin í hurð- inni. Rúðan sem hann braut var ein af þeim neðstu til hægri, svo að hann gat stungið inn hendinni og opnað. Það hefur hlotið að taka smátíma, því að hann hefur orðið að þreifa eftir lyklinum og snúa honum í skránni. Til að skera sig ekki á glerbrotunum tíndi hann þau fyrst úr umgerðinni. Kannski reyndi Selma að koma vitinu fyrir hann og kannski hélt hún fyrst að henni hefði tekizt það — þangað til hann braut rúðuna. Lögreglan fann prik, sem stóð upp við bæjarþilið. Þetta prik var of þungt til að vera hentugur göngustafur og hafði sennilega verið notað til að styðja að hurðinni að útihúsinu. Nætur- gesturinn hlaut að hafa náð í það þangað til að brjóta með því rúðuna. Hugsanlegt er að Selma, sem var ekkert blávatn, hafi opnað dyrnar og horft á eftir gestinum'. Kannski datt henni í hug að hlaupa niður eftir til nágrannans. En þegar næturgesturinn nálgaðist aftur með prikið í hendinni hefur hún aftur hörfað inn og læst. Hann braut rúðuna. Og kom inn. Ókunnugur var hann senni- lega ekki. Þar að auki var hann vopn- aður hnífi. Selma hefur áreið- anlega reynt að komast að sím- anum, en gesturinn kom í veg fyrir það. Hann reyndi að höggva í höfuð henni með hnífnum, og hún reyndi að bera höggin af sér. Sár á höndunum vitna um það. Samkvæmt því sem lögregl- an álítur hefur hann síðan grip- ið gömlu konuna hálstaki og rekið hnífinn í hana hvað eftir annað. Selma Dahl var ekki vön að geyma peninga heima hjá sér. Það vissu allir, sem þekktu hana. Og enginn virtist hafa Framháld á hls. 43. 29. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.