Vikan


Vikan - 20.07.1972, Page 11

Vikan - 20.07.1972, Page 11
ÆVISACA HERTOCAHjÓNANNA AF WINDSOR KVIKMYNDUÐ sér. Það var líka sagt að hann hafi þurft að ganga snemma til hvílu síðari árin. En Wallis lét hvergi bilbug á sér finna, hún hélt uppteknum hætti, svartklædd og skreytt demönt- um. En þrátt fyrir sjóndepruna sótti hertoginn stundum sokka- badnsorðuna í bankahólfið og minntist þeirra daga, sem hann var konungur og keisari. Frá því hann valdi á milli konungs- ríkisins og Wallis, hefur hans aðallega verið getið sem bezt klædda karlmanns meðal fólks- ins í fréttunum. Það getur ekki verið að það hafi alltaf verið skemmtilegt. Og nú getum við tekið þátt í minningum hans. Þessi athygl- isverðasta ástarsaga aldarinnar hefur nú verið kvikmynduð í Hollywood. með Richard Cham- berlain og Faye Dunaway í hlutverkum hertogahjónanna og einmitt nú er tízkan frá fjórða tug aldarinnar að miklu leyti sú sama og þá var. Þetta hófst allt með því að frú Simpson frá Baltimore, frá- skilin og gift í annað sinn, átti að láta kynna sig við hirðina. í fyrstu var hún treg til þess, sagðist ekki eiga þau föt sem hentuðu við það tækifæri. En hún lét tilleiðast og fékk lán- aðan hirðklæðnað með slóða. 10. júní árið 1931 hneigði hún sig fyrir konungshjónunum þá- verandi, Georg V. og Mary drottningu. Fyrir aftan móður sina stóð prinsinn af Wales, sem þá var almennt kallaður „Prince Charming“ — og starði á hana. Þar með kviknaði sá neisti, sem átti eftir að verða að afdrifaríku báli. Frú Simpson bjó með manni sínum i London og Wallis varð fljótt vel þekkt sem glæsileg húsmóðir i samkvæmislífinu. Þau hjónin voru oft gestir her- toga og markgreifa á óðölum þeirra um helgar og það var einmitt i einni slíkri helgar- heimsókn, sem hún talaði við ✓ ríkiserfingjann í fyrsta sinn. Henni var kalt og prinsinn sagði hæversklega: — Þér saknið auðvitað mið- stöðvarhitans, þér sem eruð amerísk. Og Wallis svaraði: — Þetta eru mér mikil von- brigði, yðar konunglega tign. — Vonbrigði? — Þetta er spurning sem lögð er fyrir allar amerískar konur, sem eru búsettar i Eng- landi og ég hafði búizt við að prinsinn af Wales gæti sagt eitthvað athyglisverðara. Hún átti líka eftir að heyra það sem athyglisverðara var frá prinsinum af Wales. En til að byrja með geyjndi hann þetta svar hennar í hjarta sínu. Hann var uppreisnargjarn, konunglegur spjátrungur og hann hafði gaman af frekju frúarinnar. Prinsinn af Wales, óskmögur keisaradæmisins, . ljóshærður, glæsilegur, síbrosandi og ágæt- is íþróttamaður. Edward var krónprins jasstímabflsins og hann kunni vel við sig í fé- lagsskap hinnar hressilegu og munnhvötu frúar. Hann fór stundum að heimsækja hana á miðjum dögum til að drekka með henni te. í fyrstu var herra Simpson oftast viðstadd- ur. Árið 1934 sáust þau frú Simpson og prinsinn í fyrsta sinn saman á opinberum stað, það var á dansleik, ’sem hald- inn var á Savoy hótelinu. Og í marz næsta ár fór frú Simp- son til Budapest í fylgdarliði ríkiserfingjans. Þar dönsuðu þau czardas. Hún var í glæái- legum kjól, sem var eins og spunnið gler, með risastóran demant í hárinu og honum var ljóst að hann var trylltur af ást til hennar. • Konungurinn dó. Ríkisarf- inn stóð við glugga í St. James höll og hlustaði á mannfjöld- ann, sem hrópaði hann til kon- ungs yfir „Stóra Bretlandi, ír- landi og brezka samveldinu hin- um megin við hafið, keisari Indlands . . .“ Hjá honum voru staddir nokkrir vinir hans og frú Simpson. Fyrir árslok var hann búinn að segja skilið við þetta allt hennar vegna. Það var mikið um þetta rætt i Englandi, en blöðin þögðu eins og steinn. En í Ameríku gegndi það öðru máli. Þar var ekki um annað rætt en að mjög miklar líkur voru til þess að amerísk kona yrði nú drottn- ing Bretaveldis. „Yankee við hirð Edwards konungs", stóð í einum slúðurdálkinum. Wallis var alltaf við hlið konungsins. Hún var líka með honum á ut- anlandsferðum hans. í Aþenu var sagt að þau hefðu dansað í næturklúbb til klukkan þrjú um nóttina. Við heimkomuna var henni boðið til Balmoral- kastala og þar sá hún konung- inn i fyrsta sinn í skotapilsi og þar lék hann líka fyrir hana á Þessi mynd er tekin af hertoga- hjónunum fyrir utan Maxim í Paris nq það má sjá að þau eru farin að láta á sjá, enda bœði komin vel yfir sjötugt. sekkjapípu. Hann var ómót- stæðilegur. Hún sótti um skiln- að frá herra Simpson. Stjórninni var ljóst hvert stefndi. Stanley Baldwin for- sætisráðherra talaði alvarlega við konunginn. En 3. desember 1936 var hneykslið opinbert. Myndir af frú Simpson, með fallegu augun, sterklegu hök- una og stóra nefið, prýddu nú forsíður allra blaðanna. En það voru ekki allir á einu máli um það hvort þessar myndir væru til prýði. Henni var ekki vært Framhald á bls. 43. 29. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.